Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 92

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 92
Lífið í vikunni 03.05.20- 09.05.20 ÉG TEL MIG HAFA FERÐAST TÖLUVERT EN ÉG ER SAMT ALLTAF AÐ UPPGÖTVA EITTHVAÐ NÝTT. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is MIKILVÆGT AÐ VERA SKAPANDI Elín Hall gaf út lagið Augun mín í byrjun mánaðar. Hún fór með annað aðalhlutverkið í Lof mér að falla og stundar í dag nám í leiklist við Listaháskólann. ÚR ÓFÆRÐ TIL AMAZON Leikstjórinn Ugla Hauksdóttir fékk stóra tækifærið í kjölfar sjónvarps- þáttarins Ófærðar og hefur nóg að gera í Bandaríkjunum. Hún heims- frumsýnir stuttmynd á Spáni um miðjan júní. KYNNTUST Á BÍLASÖLU Helgi Jean og Hjálmar Örn halda úti hinu geysivinsæla hlaðvarpi Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars. Á fimmtudaginn voru þeir með sýningu í beinni, en þeir kynntust á bílasölunni Brimborg fyrir 13 árum. SPENNANDI VISTASKIPTI Tannhrottarnir Karíus og Baktus snúa aftur eftir samkomubann á stærra sviði í Hörpu í dag og bíða spenntir eftir að fá þar meira pláss til að höggva holur í tennurnar á Jens fyrir framan enn fleiri krakka. Pælingin er að reyna að sýna lit með því að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í ár og skoða og upplifa þá f lottu ferðaþjónustu sem búið er að byggja upp á síðustu árum,“ segir Katrín Magnúsdóttir um verkefnið Styrkjum Ísland, sem ætlað er að dæla íslensku blóði í ferðaþjónustuna með gjafabréfum. „Þegar faraldurinn byrjaði var strax ljóst að tölurnar voru sláandi og það versta í svona stöðu er að gera ekki neitt, þannig að það er ekki hægt að sitja aðgerðalaus, og vonast eftir kraftaverki.“ Katrín er rekstrarstjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Godo sem heldur utan um bókanir f lestra gististaða og hótela á Íslandi þannig að á þeim bænum rann fólki blóðið til skyld- unnar. „Þegar við horfðum á heilu mánuðina þurrkast út hreinlega beint fyrir framan nefið á okkur ákváðum við að gefa vinnu okkar í þetta verkefni og hjálpa þannig við- skiptavinum okkar, fyrirtækjum, fjölskyldum og einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu um allt land,“ segir Katrín. Ferðafrelsi Grunnhugmyndin að baki átakinu er gera fyrirtækjum og einstakling- um auðvelt að kaupa einnar nætur gistingu fyrir tvo með gjafabréfi sem gildir á fjölmörgum gististöð- um um land allt. Þótt átakið sé rétt nýbyrjað segir Katrín tilvonandi ferðalanga hafa tekið því vonum framar, rétt eins og mikill fjöldi ferðaþjónustufyrir- tækja sem vill taka þátt. „Við finnum mikla ánægju með þetta framtak okkar,“ segir hún og bendir á að eftir því sem fleiri taki þátt verði það vitaskuld öf lugra. „Það er ljóst að margir gististaðir eru að bjóða upp á verð sem er tölu- vert ódýrara en gengur og gerist og virkilega ánægjulegt að sjá hvað margir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Handhafinn ræður síðan hvar og hvenær hann nýtir bréfið þannig að ef þú ætlar að elta veðrið í sumar geturðu farið í allar áttir.“ Í allar áttir „Við björgum ekki íslenskri ferða- þjónustu ein og óstudd, en við vild- um gera eitthvað til þess að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands og þótt við komum ekki í staðinn fyrir þær þúsundir ferðamanna sem hafa verið hérna þá er það okkar að reyna að halda lífinu í þessu.“ Katrín er sjálf í startholunum, full eftirvæntingar, enda væri hún einn- ig á leiðinni út á land þótt allt væri eins og vera ber. „Ég hef þá reglu að ferðast helst ekki erlendis á sumrin og geri það frekar á öðrum árstíma,“ segir hún en heldur því til haga að Ísland sé þó ekki síður spennandi á veturna en sumrin. Allt landið er undir þegar Katrín ferðast þótt aðdráttaraf lið sé óneitanlega mest úr einni átt. „Ég á ættir að rekja í Skagafjörð þannig að einhvern veginn enda ég nú alltaf þar. Allir vegir liggja þangað en mér finnst í rauninni rosalega gaman að ferðast bara hvert sem er,“ segir hún og nefnir til dæmis Vestfirðina og hálendið yfirleitt. „Það er svo mikið í gangi alls stað- ar og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir uppbyggingunni sem orðið hefur í gistingu og þjónustu á síðustu árum. Það ert svo margt í boði hérna heima sem maður veit ekki af. Ég tel mig hafa ferðast tölu- vert en ég er samt alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.“ toti@frettabladid.is Blóðgjöf í gjafabréfi Starfsfólk Godo sá heilu mánuðina þurrkast út úr bókunarkerfum viðskiptavina sinna og brá skjótt við með átakinu Styrkjum Ísland. Katrín og samstarfsfólk hjá Godo gefst ekki upp þótt á móti blási í ferðaþjónustunni sem þau sérhæfa sig í, því þau eru þegar byrjuð að smala Íslendingum saman í ferðalög um landið á vefnum styrkjumisland.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HOUSTON hornsófi Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði SMELLTU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS SUMAR tilboðin Sumarið er komið í DORMA verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R Zone og Affari og smávara 2-11 | RÚM 12–23 | Mjúkv ara og dúnn 24–27 | Stólar 28–29 | Sófar 30–37 | Sve fnsófar 38–39 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Sumarið er komið í DORMA Verslaðu á dorma.is Fallegur hornsófi í Houston línunni. Sófinn fæst hægri eða vinstri (horn ófæranlegt) í tveimur litum. Armar eru meðalgrannir og sófinn frekar í nettara lagi. Houston passar í flest rými bæði hvað varðar stærð og stíl — sem er látlaus og glæsilegur. Seta og bak sófanna eru lausar pullur sem sitja þó vel og renna ekki. Innra byrði er úr endingargóðum, kaldpressuðum svampi, þá trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi. Fætur sófanna eru frekar grannir en sterkir úr svörtum viði. Houston hornsófi er nettur en samt er svo þægilegur. *Bonded leður (leðurblanda) er blanda af ekta leðri og gervileðri. Um þriðjungur áklæðisins í Houston er ekta leður sem er mun hærra hlutfall en algengt er. Stærð: 270 x 210 x 85 cm Fullt verð: 229.990 kr. 20% AFSLÁTTUR SUMAR TILBOÐ Aðeins 183.920 kr. Tveir litir, brúnn og koníaksbrúnn, hægri eða vinstri tunga 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.