Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 3

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 3
J ^OARNIÐ hefir gert móður sína fræga. Vegna þess, að hún var O móðir þessa barns, hefir hún verið tignuð öllum öðrum konum IxT fremur, og frægustu málarar kristninnar hafa keppst um að mála •° sem fegurstar myndir af henni. Þeir hafa látið göfgi og góðleik skína út úr svip hennar. Oðru vísi gátu þeir ekki hugsað sér hana, fyrst hún var til þess kjörin af höfundi lífsins, að vera móðir barns- ins heilaga. — Fátækleg voru híbýlin, þar sem móðirin góða fæddi son sinn í fyllingu tímans. Þar var lágt undir loft og lítið skraut. En samt hafa veglegustu musteri heimsins, með háum hvelfingum og gnæfandi turnum verið reist honum og henni til heiðurs. — Ekkert er of veglegt og fagurt, sem honum er helgað, af því að enginn hefir gert eins mikið og hann til þess að göfga og fegra mannlífið. — Hann var öllum góður. Hann huggaði hrygga og líknaði þjáðum. Hann fyrirgaf syndir og vakti heilagar vonir í hjörtum mannanna. Hjá honum fundu allar einlægar sálir samúð og kærleika. Oteljandi eru þeir, sem hafa lært af honum að þekkja gæzku Guðs og þegið af honum djörfung og þrek til þess að sigra freistingar og lifa góðu og fögru lífi. Enginn nema Guð einn veit, hve margir hafa stuðst við hann í stríði dauðans og farið fagnandi heim til himneskra föðurhúsa, þegar jarðlífsæfin var á enda. — Og þess vegna minnist allur kristinn lýður þess á jólunum, með þakklæti til Guðs, að móðirin góða fæddi barnið sitt heilaga. — Með fæðingu hans hefst nýtt tímabil í sögu mannkynsins. — Fyrir andlegt samfélag við hann eignast allir, sem trúa á hann, nýtt líf, — eilíft líf. — Og hver kristin móðir biður þess af hjarta, að börnin sín megi ávalt líkjast honum.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.