Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 14
12 CPerfur * Hún bað mig að hjálpa sér að setjast upp í rúminu, svo að hún ætti hægara með að tala, því rödd hennar kafnaði við og við af andarteppu, og það var hrygla í hálsi hennar. Þetta var mjög ríkmannlegt heimili. I herberginu var glæsilegt og smekklegt umhorfs, og það var fóðrað með efnum, sem voru jafn- þykk veggjunum og féllu svo mjúklega, að það hafði svipuð áhrif á mann og ástaratlot. Þau breiddu kyrð yfir stofuna, og það var eins og orðin rynnu inn í þau og dæju þar út. Hin deyjandi kona tók til máls á ný: »Þér eruð sá fyrsti, sem ég segi raunasögu mína. Eg ætla að reyna að hafa þrek til að dylja ekkert. Af því ég veit, að þér eruð maður með hjartað á réttum stað, og auk þess gæddir mikilli lífs- reynzlu, þá ætla ég að segja yður allt af létta, til þess að þér verðið gagnteknir af löngun til að hjálpa mér af fremstu getu. Ég verð því að biðja yður að taka eftir. Áður en ég giftist elskaði ég ungan mann, en venzlamenn mínir neituðu bónorði hans, af því hann var ekki nógu ríkur. Nokkru síðar giftist ég manni, sem var vellauðugur. Ég giftist honum af þekkingar- leysi, af hlýðni, af kæruleysi, yfirleitt af sömu ástæðum og stúlkur að jafnaði ganga í hjónabandið. Ég eignaðist barn. Það var drengur. Nokkrum mánuðum síðar dó maðurinn minn. Sá, sem ég hafði elskað, var einnig giftur. Það var hræðilegt áfelli fyrir hann að vera ekki frjáls lengur, þegar ég var orðin ekkja. Hann kom til mín. Hann grét með þungum ekka, svo að hjarta mitt ætlaði að bresta. Hann varð vinur minn. Ef til vill hefði verið réttara af mér að veita honum ekki móttöku. En verðskulda ég álas fyrir það? Ég var alein, hrygg, svo alein og svo örvæntingarfull. Og ég elskaði hann enn. Ég átti engan að í heiminum nema hann. Foreldrar mínir voru dánir. Hann kom oft. Hann var hjá mér heil kvöld. Ég hefði kannske ekki átt að leyfa honum að koma svo oft, þar sem hann var kvæntur. En ég hafði ekki þrek til að banna honum það. Þarf ég að segja meira? ... Hann varð elskhugi minn! Hvernig það atvikaðist? Veit ég það? Veit maður það yfirleitt nokkurntíma? Haldið þér að öðru vísi geti farið, þegar tvær mannlegar verur drag- ast hvor að annari með hinum ómótstæðilega mætti ástarinnar? Haldið þér, herra minn! að maður geti allt af veitt mótspyrnu, allt af barist, allt af neitað manninum, sem maður tilbiður, um það, sem hann grát- biður um á hnjánum, með tárum, brennandi orðum og örvita ástríðu?

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.