Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 28

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 28
26 dælar. Á hverju vori endurómar jörðin hinn fagnandi lofsöng, sem eitt sinn tilheyrði paradís. Hér var drengurinn elskaður. Og hann vandist því að vera elskaður. Hér byrjaði hann líka að ganga. Væri of stór steinn í trjágöng- unum, þá datt hann; smálaut, þá datt hann líka, en honum stóð á sama um það. Því að hendurnar hans afa voru allt af hjá honum, gripu hann og komu honum á réttan kjöl. Þá hló barnið. Enginn getur lýst yndisleik barnshlátursins til fullnustu! Ekki fremur en hægt er að teikna sólskin í skógi til fullnustu. Afi hafði svo alvarlegt andlit, að það hefði getað átt heima í biblíu. En hann stóðst ekki yndisleik barnsins. Afi heiðraði bernskuna, hann spurði hana ráða, hann bar lotningu fyrir henni. Hann athug- aði gaumgæfilega, hvernig dagrenningin brauzt fram í litla heilanum; hvernig hugsunin erfiðaði, hvernig orðin klifruðu hærra og hærra, unz þau lyftust á flug. Gamla húsið, sem þeir bjuggu í, var hrifið af að heyra aftur barnsrödd, trén líka; þau töluðu um hann sín á milli. Páll drottnaði yfir afa með ótakmörkuðu valdi, því valdi, sem þeir hafa yfir okkur, sem glaðir eru. Afi var þjónn snáðans. Bíddu, afi! Og afi beið. — Nei, komdu nú! Og afi kom. Já, hvað þeim leið vel saman, litla harðstjóranum og gamla, undirgefna þjóninum. Annar þriggja ára, hinn töluvert yfir áttrætt, en báðir tveir jafnmikil börn þarna í fuglasöngnum. Afi kenndi Páli að hugsa, og Páll kenndi afa að trúa. Þeir voru saman allan daginn; þeir sváfu í sama rúmi á næt- urnar. Þeir töluðu saman eins og bláu fuglarnir í æfintýrinu. Hinn raunverulegi faðir barnsins eignaðist nýjan son með nýju konunni. En Páll vissi ekki neitt um það. Hann var hjá afa. »Varaðu þig á vatninu, Páll! — Ekki svona nærri vatninu! — Æ, Páll, nú hefirðu vaðið!« — »Já, afi!« — »Nú verðum við að fara heim og skifta!« — Páll var áhyggjulaus. Afi var honum allt. Og svo dó afi. — Litli kúturinn skildi það ekki. Augu hans leituðu, heili hans hugsaði, en hann skildi það ekki. Stundum hafði gamli maðurinn verið þreyttur og hafði þá sagt: »Jæja — Páll, ég dey líklega bráðum frá þér. Þá sérð þú ekki framar veslings gamla afa þinn, sem þykir svo vænt um þig«. En það er ekki hægt að slökkva hið auðtrúa ljós í sál óvitanna. Barnið var glatt og gleymdi þessu. Kirkjan stóð á bersvæði. Lítil, fátækleg kirkja, sem nú opnaðist við klukknahljóminn. Það var fagur dagur. Presturinn, ættingjarnir, vinirnir komu með afa frá sorgarbústaðnum. Þeir báðu upphátt alla Ieið; allir voru berhöfðaðir. Þeir gengu áfram gegnum gilið; á annari

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.