Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 31

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 31
Við gengum fram og aftur, hvort við annars hlið, við fórum að spjalla saman um einskisverða hluti, ég bauð henni arminn. Nei, þakka yður fyrir, sagði hún og hristi höfuðið. Það var ekki sérlega skemmtilegt að ganga þarna, ég gat ekki séð hana í myrkrinu. Eg kveikti á eldspítu til þess að sjá á úrið mitt; síðan hélt ég eldspítunni upp að henni til þess að sjá hana. Hálf tíu, sagði ég. Hún hnipraði sig saman eins og henni væri kalt. Eg notaði tækifærið og spurði: Vður er kalt; eigum við ekki að koma einhvers staðar inn og fá eitthvað að drekka? í Tivoli? Á National? Eg get hvergi komið inn núna, eins og þér sjáið, svaraði hún. Þá fyrst tók ég eftir því, að hún var með stóra sorgarblæju. Eg bað afsökunar og kenndi myrkrinu um. Og hún tók afsökun minni með þeim hætti, að ég sannfærðist á samri stundu um það, að hún væri ekki ein af hinum venjulegu rökkurbörnum. Þiggið arm minn, sagði ég aftur. Það hlýjar. Hún tók arm minn. Við gengum fram og aftur nokkrum sinnum. Hún bað mig að líta á klukkuna aftur. Hún er tíu, sagði ég. Hvar búið þér? Við Gamla konungsveg. Eg stöðvaði hana. Og má ég fylgja yður að dyrunum? spurði ég. Nei, ekki alveg, svaraði hún. Nei, það getið þér ekki. .. . Þér búið í Breiðgötu? Hvernig vitið þér það? spurði ég undrandi. Ég veit hver þér eruð, svaraði hún. Þögn. Við leiddumst inn í uppljómaðar göturnar. Hún gekk hratt, langa sorgarblæjan blakti. Hún sagði: Við skulum bara flýta okkur. Við dyrnar hennar á Gamla konungsvegi, sneri hún sér að mér, eins og til að þakka mér fyrir fylgdina. Ég opnaði portdyrnar fyrir hana, hún gekk hægt inn. Ég setti öxlina mjúklega upp að hurðinni og smeygði mér inn. Þá tók hún í hendina á mér. Hvorugt okkar sagði neitt. Við gengum upp tvo stiga og námum staðar á annari hæð. Hún opnaði sjálf forstofuna og lauk ennþá upp eim/i hurð, tók í hönd mér og leiddi mig inn. Það hlaut að vera stofa; ég heyrði í veggklukk- unni. Fyrir innan dyrnar námum við staðar eitt augnablik, allt í einu

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.