Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 33

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 33
* CPerfur 31 Tveim iímum seinna var ég risinn úr rekkju. Ellen er líka á fótum, er að hagræða fctum sínum, hún er komin í skóna. Nú gerðist það, sem enn á þessari stundu, er fyrir mér sem hryllilegur draumur. Ég stend við þvottaborðið, Ellen þarf að bregða sér inn í næsta her- bergi, og um leið og hún opnar dyrnar sný ég mér við og lít þangað inn. Kaldann gust leggur á rnóti mér frá gluggum, sem standa opnir þar inni, en á löngu borði, sem stendur á miðju gólfi, sé ég að liggur lík. Lík, kistulagt, hvítklætt með grátt skegg, lík af karlmanni. Beinaber hnén standa upp eins og tveir reiddir hnefar, sem eru krepptir undir líkklæðinu, en andlitið er gult og ógnarlegt. Ég sný mér undan og segi ekki orð. Þegar Ellen kom aftur var ég alklæddur og tilbúinn að fara. Ég gat varla tekið atlotum hennar. Hún klæddi sig betur, hún ætlaði að fylgja mér niður í portið, og ég lét hana koma með mér og sagði ekki neitt. Hún þrýsti sér upp að veggnum, til þess að enginn skyldi sjá hana og hvíslaði: Vertu sæll þangað til næst. Þangað til á morgun? sagði ég til reynzlu. Nei, ekki á morgun. Hvers vegna ekki á morgun? Hafðu hljótt, vinur minn, ég verð við jarðarför á morgun, ættingi er dáinn. Svona, nú veiztu það. En hinn daginn? Já, hinn daginn, hérna í portinu, ég skal koma. Vertu sæll. Ég fór. ... Hver var hún? Og líkið? Þessir krepptu hnefar og ógeðslegu hæðnisdrættir í hangandi munnvikunum! Eftir tvo daga myndi hún bíða mín aftur; átti ég að koma? Ég arka beint niður á kaffi Bermina og bið um bæjarskrána; ég slæ upp á Gamla konungsvegi nr. þetta og þetta, — gott, ég finn nafnið. Ég bíð stundarkorn þangað til morgunblöðin koma og helli mér yfir þau, til þess að skoða dánarauglýsingarnar, — gott, ég finn líka hennar, þá fyrstu í röðinni, með feitu letri: Maðurinn minn dó í dag eftir langa legu, 53 ára gamall. Auglýsingin var dagsett í fyrradag. Ég sit langa stund og velti því fyrir mér. Maður á konu, hún er þrjátíu árum yngri en hann, hann fær langvinnan sjúkdóm og dag nokkurn deyr hann. Og ekkjan unga kastar mæðinni.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.