Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 17

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 17
aftur, sá ég ... elskhuga minn sitja við rúmið — einan. — »Sonur minn? Hvar er sonur minn?« hrópaði ég. — Hann svaraði ekki. — Eg stundi upp: »... Dáinn ... hann er dáinn? Hann hefir ráðið sér bana?« Hann svaraði: »Nei, nei, það sver ég yður. En þrátt fyrir allar tilraunir mínar hefir hann ekki fundizt*. Þá hrópaði ég æst og reið, undir áhrifum eins þessara undarlegu og óskiljanlegu reiðikasta, sem stundum grípa mann: »Eg fyrirbýð yður að koma fyrir mín augu fyrri en þér hafið fundið hann. Farið þér!« Hann fór. Síðan hefi ég hvorugan þeirra séð, herra lögmaður! og þannig hefi ég lifað í tuttugu ár. Getið þér hugsað yður það? Getið þér skilið, hve þrælsleg refs- ing það er, hve seinvirk og stöðug tortíming móðurhjartans og konu- hjartans slík endalaus ... endalaus bið er? Nei ... ekki endalaus, nú er hún á enda, ... því ég dey ... og hefi ekki séð þá aftur ... hvorugan. Hann, vinur minn, hefir skrifað mér á hverjum einasta degi í tuttugu ár. En ég hefi aldrei viljað taka á mófi honum, ekki eitt augnablik, því mér finnst, að um leið og hann stigi yfir þröskuldinn hjá mér, þá stæði sonur minn á millum okkar. Sonur minn! — Sonur minn! — Er hann dáinn? Er hann á lífi? Hvar felur hann sig? Kanske langt burtu hinum megin við út- höfin, í svo fjarlægu landi, að ég þekki ekki nafn þess. Hugsar hann um mig? ... O, ef hann vissi! En hvað börn geta verið grimmlynd! Skilur hann, hve hræðilegra þjáninga hann dæmdi mig til! Skilur hann, hvaða kvölum og örvæntingu hann ofurseldi mig til minnar hinnstu stundar, mig, sem enn var ung, enn var í blóma lífsins, mig, móður hans, sem elskaði hann af öllum mætti móðurkærleikans. Er það ekki grimmilegt? Allt þetta skuluð þér segja honum, herra lögmaður! Og þér verðið að endurtaka síðustu orð mín við hann: »Barnið mitt! Hjartans, elsku barnið mitt! Vertu vægari gagnvart mönnunum. Lífið er nógu grimmt og miskunnarlaust í sjálfu sér! Kæra barnið mitt! Hugsaðu um, hvernig líf móður þinnar, vesalings móður þinnar, hefir verið frá þeim degi, að þú yfirgafst hana! Kæra barn! Fyrirgefðu henni og elskaðu hana nú, þegar hún er dáin, því hún hefir friðþægt með hinni hræðilegustu refsingu, sem til er!«

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.