Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 30

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 30
SinS ----------' 9Cnui Jfa amsun [Knut Hamsun er fæddur 4. ágúst 1860 í Guðbrandsdalnum í Noregi. For- ejdrar hans voru fjtækir. Seytján ára gamall gerðist hann nemandi í skósmíði. Árum saman flæktist hann um, úr einni atvinnu í aðra. — Hann er talinn einn af mestu rithöfundum, sem nú eru uppi. Nóbelsverðlaunin hlaut hann 1920. — Saga sú, sem hér birtist, er úr smásagnaflokki, er hann nefnir „Kratskog“, og er hún talin meðal fremstu smásagna hans.] ... rithöfundur segir frá: Niður við innri höfnina í Kaupmanna- höfn er gata, sem heitir Vestervold, nýtt og afskekkt stræti. Þar eru fá hús, fá götuljósker og varla sést þar maður á ferð. Jafnvel núna um sumartímann ber það örsjaldan við, að nokkur leggi leið sína þar. Jæja! í gærkvöldi kom dálítið fyrir mig í þessari götu. Ég hafði gengið nokkrum sinnum eftir gangstéttinni fram og aftur, þegar kona kemur á móti mér. Annað fólk er ekki þar á ferð. Það er búið að kveikja á götuljóskerunum, en samt er nokkuð dimmt, svo að ég get ekki greint andlit konunnar. Hún er víst ein af þess- um venjulegu börnum næturinnar, hugsaði ég og gekk fram hjá henni. Við enda götunnar sný ég við og geng til baka. Konan hefir líka snúið við og ég mæti henni aftur. Ég hugsaði: Hún er að bíða eftir einhverjum, það er bezt að sjá eftir hverjum hún er að bíða. Og aftur geng ég fram hjá henni. Þegar ég mætti henni í þriðja sinn, tók ég ofan og ávarpaði hana. Gott kvöld! Var hún að bíða eftir einhverjum? Hún hrökk við. Nei. .. . Jú hún var að bíða eftir einhverjum. Hafði hún nokkuð á móti því, að ég slæðist í förina þangað til hann kæmi, þessi, sem hún var að bíða eftir. Nei, hún hafði ekkert á móti því, og þakkaði fyrir. Eiginlega var hún ekki að bíða eftir neinum, sagði hún, hún var bara að ganga sér til skemmtunar, það var svo kyrlátt hérna.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.