Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 32

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 32
vafði hún örmunum um mig og kyssti mig titrandi, heitan koss á munninn. Fáið yður nú sæti, sagði hún. Hér er legubekkur. Á meðan ætla ég að kveikja. — Og hún kveikti. Ég leit undrandi og forvitinn í kringum mig. Ég var staddur í stórri, mjög skrautlegri dagstofu; dyrnar voru opnar inn í mörg her- bergi til hliðanna. Ég gat ekki gert mér ljóst, hver hún eiginlega var þessi kona, sem ég hafði rekizt á, og ég sagði: En hve hér er fallegt! Búið þér hér? Já, þetta er heimili mitt, svaraði hún. Er þetta heimili yðar? Þér eruð máske dóttirin hér? Hún hló, og svaraði: Nei, nei. Ég er gömul kona. Nú skuluð þér sjá. Og hún fór úr yfirhöfninni og tók af sér blæjuna. Þarna getið þér séð! sagði hún og vafði örmunum enn einu sinni utan um mig, snögglega og með óstjórnlegri ákefð. Hún var á að gizka tuttugu og tveggja eða þriggja ára, hafði hring á hægri hendi og gat þess vegna vel verið gift kona. Fögur? Nei, hún var freknótt og hafði nálega engar augnabrúnir. En hún var þrungin af lífi og munnurinn var undarlega fagur. Ég ætlaði að fara að spyrja hana hvað hún héti, hvar maðurinn hennar væri, ef hún væri gift, ég vildi vita í hvers húsi ég væri staddur; en þegar ég opnaði munninn kastaði hún sér í fang mér og bað mig að vera ekki forvitinn. Ég heiti Ellen, sagði hún. Má ekki bjóða yður eitthvað? Það gerir ekkert til, ég hringi bara. Þér getið farið hérna inn í svefn- herbergið á meðan. Ég fór inn í svefnherbergið. Lampinn í stofunni varpaði daufri birtu þangað inn, ég sá tvö rúm. Eller. hringdi og bað um vín. Ég heyrði að stúlka kom með það og fór aftur. Eftir litla stund kom Ellen að sækja mig inn í svefnherbergið, hún staðnæmdist við dyrnar. Ég gekk eitt skref á móti henni, hún rak upp lágt óp og kom til mín.... Þetta var í gærkvöldi. ... Hvað svo gerðist? Hægan, það gerðist fleira! Það var að byrja að birta í morgun þegar ég vaknaðí. Dags- birtan brauzt inn beggja megin við gluggatjaldið. Ellen var líka vöknuð. Hún andvarpaði þreytulega og brosti til mín. Armar hennar voru heitir og silkimjúkir, barmurinn hár og hvelfdur. Ég hvíslaði til hennar og hún lokaði vörum mínum með sínum, þögul og ástúðleg. Það birti meir og meir.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.