Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 15

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 15
* CPerfttr 13 Hugsið yður það, að verða á hverjum degi — aðeins til þess að þóknast boðum heimsins — að sárhryggja þann mann, sem maður vildi veita alla hugsanlega ánægju og gera allt fyrir. Hvilíkt þrek myndi þurfa til þess, hvílíka afsölun hamingjunnar, hvílíka sjálfsaf- neitun, já, mér liggur við að segja, hvílíka eigingirni í öllum þessum heiðarleika. Er ekki svo? Eg varð þess vegna ástmey hans og ég var hamingjusöm. I tólf ár var ég hamingjusöm. Smátt og smátt — og það var ef til vill mesti veikleiki minn og mesta lítilmennska — gerðist ég vinkona konunnar hans. Við ólum son minn upp saman. Við gerðum hann að manni, sönnum, viljasterkum, víðsýnum manni, með heilbrigða dómgreind og göfugar skoðanir. Hann var kominn á seytjánda ár. Honum, syni mínum, þótti næstum eins vænt um . . . um elsk- huga minn og mér sjálfri, því við höfðum bæði annast hann og hlúð að honum með jafn-mikilli nákvæmni. Hann kallaði hann bezta vin sinn og bar mikla virðingu fyrir honum, því hann hafði aldrei séð neitt til hans né lært neitt af honum annað en ráðvendni, sómatil- finningu og heiðarleik. Hann skoðaði hann sem gamlan, einlægan og tryggan vin móður sinnar, nokkurs konar siðferðilegan föður, forráða- mann, verndara eða — hvað veit ég um það? Sennilega hefir honum aldrei dottið annað í hug; hann var orð- inn því svo vanur frá bernsku, að sjá þenna mann á heimilinu, sem ætíð var eitthvað að annast um okkur bæði. Dag nokkurn, er við ætluðum öll þrjú að borða miðdagsverð saman (sem var ein mín mesta ánægja), sat ég og beið þeirra beggja og var að spyrja sjálfa mig, hvor þeirra myndi nú koma fyrr. Hurðin opnaðist; það var gamli vinur minn. Eg gekk á móti honum með út- breiddan faðminn, og hann þrýsti löngum, heitum kossi á varir mínar. Allt í einu var eitthvert hljóð, þrusk, næstum ekkert, ef til vill aðeins hin dularfulla tilfinning þess, að við værum ekki ein, sem kom okkur til að hrökkva skjálfandi hvort frá öðru og snúa okkur við. Jean, sonur minn, stóð fyrir aftan okkur og starði á okkur náfölur. Eitt augnablik var ég gersamlega utan við mig. Eg sté aftur á bak og fórnaði höndum til barnsins míns eins og í bæn. En þar var enginn. Hann var allur á burtu. Við stóðum máttvana hvort frammi fyrir öðru, án þess að geta sagt neitt. Ég hneig niður í stól. Ég fann þokukennda en ákafa þörf til að flýja, til að fara út í myrkrið og hverfa að fullu og öllu. Svo brast ég í krampakenndan, ekkaþungan grát. Sál mín var sundurmarin

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.