Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 29

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 29
2? * Cfíerfu. vegarbrúninni lá stór kýr og horfði móðurlega á þá. Það var vor; menn gengu snöggklæddir. Og litli drengurinn gekk næst kistunni. Kirkjugarðurinn var eyðilegt gerði, trjálaust; engin gröfin hærri en önnur. Múrinn umhverfis var að falli kominn. Sáluhliðið var úr tré, og þeir læstu því á eftir sér. Páll horfði með athygli á hliðið. Hann var þriggja ára. »Þú ert ljóti krakkinn. Þú kemur mér í reglulega illt skap. Þarna situr hann og hellir ofan á fötin mín — og svo öll mjólkin! I kjall- arann skaltu fara! Og fá þurt brauð. Þú ert ljóti strákurinn!* Við hvern er talað svona? Við hann Pál, litla Pál hans afa. Þegar þeir báru afa burt, þá flutii ókunnur maður í húsið. Það var faðir hans. Svo kom ókunnug kona með nakið brjóst; hún gaf að sjúga. Hún lagði hatur á Pál frá því fyrsta. Hann var fyrir. Móðir getur verið ófreskja. Hvít öðrum megin, þar sem elskan er; svört hinum megin, þar er afbrýðissemin. Blíð við sitt eigið barn, hörð við annara. Að þjást ... já, það getur píslarvottur gengist undir, spámaður, postuli; en lítið barn? Hatur í stað ástar? Hann skildi það ekki. Þegar hann kom inn í litla herbergið sitt á kvöldin, fannst honum það vera orðið svart. Hann grét lengi, þegar hann var einn, grét þangað til hann sofnaði. Og þegar hann vaknaði, leit hann undrandi í kringum sig. Honum fannst ekki vera dagur í húsinu og engir gluggar. Og þegar hann kom út, var eins og enginn kannaðist heldur við hann þar. Fuglarnir voru orðnir svo daprir, og blómin líka. Og hann Ieitaði sjálfur inn í skuggann; hann læddist um. — »Uss! Ertu nú komin aftur? Og svona grútskítugur! Snáfaðu burt!« Eftir skammirnar gældi hún, en ekki við hann. Hann mundi ekki allt, sem afi hafði sagt við hann, en hann mundi, að afi hafði vafið hann að sér. Drengurinn var orðinn þögull; hann var hættur að tala. Hann var Iíka hættur að gráta. En oft sat hann og horfði út um dyrnar. Svo hvarf hann kvöld eitt. Þeir fundu hann ekki. Það var um vetur; litlu sporin hurfu í snjóinn. En morguninn eftir fundu þeir hann. Kvöldið áður höfðu margir heyrt barn gráta og hrópa: »Afi, afi!« Allir í þorpinu höfðu farið að leita; þeir höfðu fundið litla drenginn við sáluhliðið. Hvernig skyldi hann hafa farið að því að rata? Og það í myrkri? Honum hafði ekki tekizt að opna hliðið. Og þar sem hann gat ekki komizt inn og vakið afa, þá hafði hann sjálfur lagst til svefns.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.