Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 27

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 27
^Utcíor Cötigo [Victor Marie Hujo er fæddur í Frakklandi 26. febrúar 1802. Hann dó í Paris 1885. Faðir hans var herforingi í liði Napóleons mikla. Victor Hugo lagði stund á bókmenntafræði og ungur tók hann að rita bækur. Það gegnir furðu hve mikið Iiggur eftir hann af ritverkum. jafnframt því starfi gaf hann sig þó mikið við stjórnmálum. Sökum þess, hve þungorður hann var á stjórnmálaandstæðingum sínum, var hann gerður landrækur. í útlegðinni var hann í tuttugu ár og ritaði allan þann tíma af kappi. — Sem rithöfundur og skáld ber Hugo öll merki hinna miklu bylt- inga, sem einkenndu samtíð hans. Hann var höfundur rómantísku stefnunnar í W skáldskap 19. aldarinnar. Mjög sjaldan kemur fyrir spaug og gaman í sögum hans eða Ijóðum. Honum er ávalt alvara. Valdi hans á málinu er við brugðið. Hugsanir hans eru eins og öldugangur. Fáum hefir betur tekizt að Iýsa náttúrunni eða segja frá viðburðum en honum. En það, sem sérstaklega einkennir Victor Hugo, er mann- úðin. Meðaumkunin virðist hafa verið sterkasta tilfinning hjarta hans, enda heitir merkasta saga hans Vesalingarnir og hafa þeir verið þýddir á íslenzku. — Saga sú, sem hér birtist, er kvæði frá höfundarins hendi, en er þýdd í óbundið mál af Björnstjerne Biörnsson, og þykir vera snilldarbragð á þýðingunni, sem ásamt fleiri slíkum vakti afarmikla athygli, þegar hún kom út á norsku.] > fÓÐIR hans dó þegar hann fæddist. Og faðirinn var ungur og kvongaðist aftur. Þá var Páll ársgamall; svona snemma varð ^ w hann munaðarlaus. En svo var gamall maður, sem tók hann að sér, afi hans; hann gekk drengnum í móður stað. Það er gott fyrir lítið barn að hafa einhvern hjá sér, þegar það breiðir út faðminn. Og þetta barn var veikburða. En það fekk hrausta fóstru, nefnilega geit með vilt augu, sem klifraði þar í fjallinu. Stóri garðurinn umhverfis húsið hans afa varð heimili drengsins. Grænar engjar, hreint loft, lækur og skógur. Hér leið barninu vel um vorið og sumarið; hér eignaðist það vini, sem sé blómin. Þau eru ekki öfundsjúk. I þessum garði uxu plómur og ferskjur. Þar voru líka runnar með viltum rósum, en nú voru þeir höggnir burt. Undir pílviðartrján- um blikaði á titrandi vatn; við hreiðrin heyrðust ástarsöngvar og alls staðar var suð og kvak, en allar raddir voru hér svo mjúkar og in- ► k

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.