Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 13

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 13
[Henri René Albert Guy de Maupassant er franskur að ætt. Hann er fæddur 5. ágúst 1850, dáinn 6. júlí 1893. — Hann var farinn að stunda nám, þegar þann fekk löngun til þess að gerast rithöfundur. Kennari hans, Gustav Flaubert, var strangur. Hann kastaði öllum frumritum viðvaningsins og sannfærði hann um, að skáldgáfan væri aðeins fólgin í langri þolinmæði. En snilldina hefir hann fundið í öllum hans óþroskuðu tilraunum, og þolinmæði þeirra beggja hefir fengið glæsi- legan sigur. — Maupassant er eitthvert allra mesta raunsæisskáld Frakka. Frásagna- stíll hans er létlur og lipur. Allir hljóta að hrífast af meistaralegum lýsingum hans. — Smásögur Maupassant hafa farið sigurför um heiminn. — Sonurinn er sýnis- horn af snilli þessa fræga höfundar.] ÉTEINNI hluta dags sátu karlmennirnir í reykingaherberginu og 0} ræddust við. Einkennileg og flókin erfðamál bar á góma. Brument, sem ýmist gekk undir nafninu »lögfræðingurinn mikli* eða »lög- maðurinn frægi«, gekk að arninum og studdi baki að honum. »Nú sem stendur«, sagði hann, »er ég að gera ráðstafanir til að ná í erfingja, sem hvarf á mjög sorglegan hátt. Það er einn af hinum algengu og miskunnarlausu harmleikjum daglega lífsins, harmleikur, sem ef til vill er leikinn daglegá, en er þó eigi að síður einn af þeim hræðilegustu, er mér hefir gefist kostur á að vera vottur að. Takið nú eftir: — Fyrir næstum hálfu ári var ég kvaddur að dánarbeði konu. Hún sagði við mig: »Herra lögmaður! Það er bæði umfangsmikið, erfitt og vanda- samt starf, sem ég ætla að biðja yður að annast fyrir mig. Þér vilduð ef til vill kynna yður erfðaskrá mína, sem liggur þarna á borðinu. Ef þér náið ekki heppilegum árangri, fáið þér fimm þúsund franka. Heppnist yður aftur á móti að leysa starfið af hendi, eru yður ánafn- aðir fimm hundruð þúsund frankar að launum. Það veltur á því, að finna son minn, eftir að ég er dáin«.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.