Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 16
/•£ CPerízxr * og allar laugar í voða-æsingu vegna hinnar hræðilegu tilfinningar þess, að standa gagnvart óbætanlegu böli, og vegna hinnar nístandi blygðunar, sem grípur móðurhjartað á slikri stund. Hann ... stóð alveg örvinglaður frammi fyrir mér. Hann þorði ekki að nálgast mig, ekki að tala til mín eða snerta mig, af ótta við, að Jean kæmi aftur. Loks sagði hann: »Ég ætla að leita að honum ... segja honum ... fá hann til að skilja ... í stuttu máli, ég verð að tala við hann ... hann verður að fá að vita .. .« Og hann fór. Ég beið . .. ég beið, hálfsturluð af örvæntingu. Ég nöfraði við hvern minnsta hávaða; þegar snarkaði í arninum hrökk ég saman af ósegjanlegum og óbærilegum ótta. Ég beið eina klukkustund, tvær klukkustundir! Óþekkt skelfing, dauða-angist, svo hræðileg, að ég vildi ekki óska hinum argasta þorpara slíkrar líðunar í tíu mínútur, fyllti hjarta mitt. Hvar var barnið mitt? Hvað hafðist hann nú að? Um miðnætti færði sendill mér bréf frá elskhuga mínum. Ég kann það enn þá utanað: — »Er sonur yðar kominn heim? Ég hefi ekki fundið hann. Ég bíð niðri á götunni. Ég vil ekki fara upp á þessum tíma«. Ég skrifaði með blýanti á sama pappírsmiðann: »Jean hefir ekki komið — þér verðið að reyna að finna hann«. Og alla nóttina sat ég í hægindastólnum mínum og beið. Ég varð brjáluð. Mig langaði til að æpa, hlaupa, velta mér á gólfinu. En samt sem áður sat ég hreyfingarlaus og beið stöðugt. Hvað myndi ske? Ég reyndi að setja mér það fyrir sjónir, gizka á það. En ég gat ekki hugsað mér það, þrátt fyrir hugarstríð mitt og sálarkvöl alla. Nú var ég orðin hrædd við að þeir hittust. Hvað myndu þeir gera? Hvað myndi barnið gera? Hræðilegar hugmyndir, voðalegir hugarburðir slitu mig og tættu í sundur. Þér skiljið það vel, er ekki svo, herra lögmaður? Herbergisþerna mín, sem ekkert vissi og ekkert skildi í þessu, kom á hverju augnabliki að líta til mín; hún hélt sennilega að ég væri orðin vitskert. Með einu orði eða hreyfingu vísaði ég henni á burt. Hún sendi eftir lækninum, og þegar hann kom hafði ég fengið heiftarlegt taugaflog. Ég var háttuð. Ég hafði fengið heilabólgu. Þegar ég loks eftir langvarandi sjúkdóm kom til meðvitundar

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.