Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 5

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 5
3 CPerfu. svo kallað »humbug«, sem gamlir menn munu vafalaust kannast við. Hann gekk með stráhatt á höfðinu, jafnt sumar sem vetur. — Hann bjó í litlu, blámáluðu herhergi uppi á lofti í beykishúsinu. Fyrir ofan rúmið hans var mynd af Dostojevski. Hans var fróður um margt. Hann las dönsku. En það var fátítt í þá mund um alþýðumenn, sem ekki höfðu verið í skóla. Hann las allt, jafnt auglýsingar sem heimspeki Schopenhauers. Þegar hann las dagblöðin, þá var hann ekki í rónni, fyrr en hann var búinn að full- vissa sig um, að ekki væri ein lína eftir. Honum var meðfædd vís- indaleg nákvæmni. Séra Jónmundur sagði líka oft, þegar Hans »bril- ljeraði* við yfirheyrslurnar vorið, sem hann var fermdur, að þetta barn væri fætt til þess að ganga í skóla. En lífið sagði, að Hans yrði bók- haldari og sæti á kringlóttum stól í gráu húsi með litlum gluggum og vindrellu á burstinni, sem sneri í suður. Og lífið varð sterkara en séra Jónmundur. Hans hafði erft fallega rithönd eftir föður sinn. Honum var það reglulegt yndi að skrifa. Stundum, þegar hann var orðinn þreyttur af því að leggja saman eða draga frá, þá fletti hann reikningsbókunum og horfði á bústna og þráðbeina talnadálkana. Það var sama, hvað oft hann skoðaði þá, honum létti allt af í skapi við að sjá þá. Hann var hreykinn af þeim. Þeir gáfu honum vissu um, að hann væri eitthvað. — Hann var ekki einn á skrifstofunni. Honum til aðstoðar var stúlka á tvítugsaldri. Hún var kölluð Nanna. — Hans taldi hana sér óæðri á skrifstofunni. Hann lét hana oftast fást við að afrita reikninga og strika dálka í reikningsbækur, eða önnur störf, sem þurftu lítillar eða engrar hugsunar við. Stundum á sumrin í blíðviðri gekk Hans Engelín með bók í hendinni út úr kaupstaðnum. Ut og upp með ánni hafði hann fundið laut, þar sem hann gat legið í, án þess að sjást frá veginum, því að Hans var mjög feiminn, og þegar horft var á hann, þá gat hann ekki hugsað. En í lautinni sinni leið honum vel, með skýin siglandi yfir höfði sér, og ilminn af berjalynginu í nösum sér. Hann komst á loft af gleði, ef að köngurló eða járnsmiður hættu sér upp á fötin hans eða skóna hans, gljáandi eins og spegill (því að frú Petersen burstaði þá á sunnudagsmorgnana). Hann trúði því, að það væri hamingju- merki. — Honum þótti innilega vænt um öll skorkvikindin, sem bjuggu þarna í lautinni. Hann var ekki fyrr seztur niður, en hann tók upp úr vasa sínum brauðmylsnu og stráði í lyngið, og ekki gleymdi hann heldur að koma með sykurmola handa flugunum. — Svo lagðist hann á magann og horfði á allar þessar verur koma

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.