Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 9

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 9
7 féll á hné fyrir þessari stelpupontu? Vissulega! Hláturinn skríkti í honum, og hann jós saltinu með höndunum. Nú skildi hann allt, allt. Hér eftir skyldi hann vera sterkur. Það var líkt ástatt fyrir honum og þunglamalegum barki, sem kemur allt í einu úr kafniðaþoku í sléttan sjó og sólskin. Hans stóð hægt á fætur. Skórnir hans voru orðnir fullir af salti. En hvað gerði það til! Var hann ekki eins og konungur, sem kemur úr orrustu, eftir að hafa sigrað ótal óvini! Hefði ekki Hans Engelín átt að stíga fram fyrir lýðinn á þessu augnabliki með lárviðarsveig á höfðinu, líkt og dyggðin holdi og blóði klædd? Vissulega, ef réttlæti hefði verið til í heiminum! Mórauðu sokkarnir óluðust niður um hann, og vinstri buxna- skálmin var komin upp undir hnésbót. — Þannig til fara gekk Hans háleitur inn í búð. Arni kaupmaður var að vigta þar strausykur í poka. Hann gaut augunum út undan sér, þegar Hans kom inn, og brosti. »Nanna hefir beðið um frí í dag«, sagði hann, »þið verðið þá að bíða með að bera saman reikningana, þangað til á morgun«. Hans svaraði engu, en strunsaði inn á skrifstofu. En þegar hann hafði sezt niður á stólinn, þá var eins og honum hyrfi allur kjarkur. Honum fannst lífið hræðilega dapurt. Hvað eftir annað opnaði hann bækurnar og reyndi að hugga sig við fallegu skriftina sína, en honum tókst það ekki. Honum var Nanna sífelt í huga. Á morgun myndi hún koma og sitja þarna á móti honum og hlæja út í annað munn- vikið. Bráðum myndu allir vita um það, að hann hefði verið hrygg- brotinn, því að kunna kvenmenn að þegja yfir nokkru? Svitinn bogaði niður enni hans við þessa umhugsun, og hann þurkaði sér með handarbakinu. En hvers vegna fór hann ekki í burtu? Var ekki hlægilegt, að hann skyldi vera að slíta kröftum sínum þarna á þessari hálfdimmu skrifstofu, þegar afreksverkin biðu hans alls staðar? Hann stóð upp af stólnum og beit á jaxlinn. Litla andlitið hans bar vott um gríðarlega einbeitni á þessari stundu. Hann skyldi sýna Nönnu, hver maður hann væri, og hvers hún hefði mist. — I þessu kom Árni kaupmaður inn á skrifstofuna. Hans sneri sér ennþá að borðinu. Hann skalf í hnjáliðunum, þegar hann heyrði fótatak Árna. Nú eða aldrei ómaði í eyrum honum, og með næstum yfirmannlegum kröftum sneri hann sér við og öskraði: »Eg segi upp stöðunni!« — Svo hljóp hann berhöfðaður fram í búðina, rak sig á búðarborðið, stóð á öndinni og stökk út á götu. — Hvað myndi Diogenes hafa sagt, hefði hann séð lærisvein sinn á þessari stundu?

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.