Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 4

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 4
Jfans fóffafc/ari — 2w<?^ 'orvafclsson [Davíð Þorvaldsson er ungur menntamaður. Hann varð stúdent árið 1925. Síðan hefir hann ferðast víða og numið ný lönd. Hann er íslendingum þegar orð- inn að góðu kunnur sem rithöfundur, og eru þá aðeins örfáir mánuðir síðan hann kom opinberlega fram á bókmenntasviðið. Efni sagna hans eru bæði íslenzk og erlend. — Þykir hann óvenju þroskaður, svo ungur sem hann þó er.] BANS var bókhaldari við gamla verzlun á S... Hann leigði hjá frú Petersen, ekkju eftir danskan beyki, sem hafði slegið til tunnur í tuttugu ár, áður en hann flutti yfir í eilífðina og skildi frú Petersen óhuggandi eftir með Hans fyrir einan leigjanda. — Á kvöldin, þegar Hans kom heim af skrifstofunni og læddist í gegnum eldhúsið á leiðinni upp á loft, þá kom frúin vaggandi innan úr stofu og fór að tala um manninn sinn. »Det var sku en Mand«, endurtók hún og þurkaði sér með rauðum klút um augun. Hans tók ofan stráhatt- inn með bládeplótta borðanum, og í hvert skifti, sem hann gat komið að orði, þá hneigði hann sig og sagði: »]a, min Frue, ja min Frue*. Hvert mannsbarn í bænum þekkti Hans. Hann var ýmist kallaður Hans bókhaldari, Hans með stráhattinn eða aðeins Hans í beykis- húsinu. En í rauninni hét hann Hans Engelín og var sonur Guð- mundar, sem varð úti í manndrápsbilnum árið 18... Hann hafði átt Hans með sunnlenzkum kvenmanni, sem var »pía« hjá sýslu- manninum. Hans var lágur maður vexti og grannholda. Að líkindum hefir hann verið laglegur í æsku. Hárið var rautt og skift í vinstri vanga. Hann var oftast í grárri treyju og samlitum buxum, sem voru svo þröngar, að þær skárust inn í lærið. Þær náðu vel niður á miðjan Iegg. Hversdagslega var hann í mórauðum sokkum. Á sunnudögum var hann í bláum fötum og í hvítum sokkum. Um hálsinn hafði hann

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.