Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 6

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 6
4 CPeríu-. * hlaupandi, til þess að ná í björgina. Þarna kom járnsmiðurinn og fór sér rólega að öllu, af því að hann vissi, að hann var sterkur. Litill maur kom hlaupandi í hendingskasti eftir lynginu. Þegar hann var kominn að hrúgunni, þá lét hann sig detta niður í hana og kom niður á fæturna, — hvílík skelfing! — rétt við hliðina á járnsmiðnum, sem sneri sér þunglamalega við og leit illilega á þennan óboðna gest. En maurinn stóð grafkyr og virtist bjóða honum byrginn. Járnsmiðurinn lét sér nægja þetta augnaráð og hélt síðan áfram að éta. En maur- inn réðist á gríðarstóran brauðmola, mörgum sinnum stærri en hann sjálfur, og tók að rogast í burtu með hann. Hans hló sig máttlausan að aðförum hans. Hvað eftir annað valt hann um koll og brauðmol- inn yfir hann, en allt af komst hann þó á fætur aftur. Loksins, þegar hann var búinn að tosa honum út á brún á brauðbingnum, þá festi hann lappirnar utan í molann og lét sig velta með honum niður á jafnsléttu. Hans hugsaði sér, að í augum þessara smákvikinda, þá hlyti hann að vera guð þeirra. — Hann hafði það álit á sér, að hann væri miklum hæfileikum búinn, og að hann hefði getað flest, ef ekki allt, hefði hann aðeins viljað. Þessi fjögur orð: »hefði hann aðeins viljað* vörpuðu ljóma yfir líf hans og gerðu honum það margfalt léttbærara. — Að hugsa sér, að í þessum kaupstað, varð að engu annað eins afarmenni og Hans Engelín! Og það skemmtilegasta var, að þarna gekk hann dag eftir dag innan um þessa þumbaldalegu menn^án þess að þá renndi eitt augnablik grun í, hvílíkt ofurmenni væri hulið í snjáðum boldangsfötunum. Jafnvel þegar hann talaði við sýslumanninn, þá ýskr- aði ánægjan í honum. »Vafalaust«, hugsaði hann með sjálfum sér, »var hann ekki í augum sýslumannsins annað en vesall bókhaldari með 1200 krónur í árslaun. En það skrítnasta af öllu var, að hann vildi alls ekkert, og honum fannst hann stríða lífinu afskaplega með því. Hann hugsaði sér það, sem gríðarmikinn sorgarleik, þar sem hann væri aðalleikarinn, en ósýnilegur. Honum hefði verið hægðarleikur að stjórna rás heimsins. En í stað þess lét hann sér nægja, að búa í smábæ innan um sofandi sálir, og ef til vill að vera guð skordýra. Var það ekki hroðaleg bruðlun á dýrmætu efni? Og Hans teygði ánægður úr sér. Hann horfði á skýjafarið. Við og við sá til sólar, og þá féll rauðleit birta yfir berjalyngið, pöddurnar og Hans Engelín. Langt úti í geyminum hugsaði Hans sér, að guð sæti og ef til vill horfði hann á Hans á þessari stundu. Hvernig mundi honum lítast á reikningsskap Hans Engelíns? Hans var kominn yfir fertugt og hafði aldrei verið við kvenmann

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.