Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 7

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 7
5 kenndur. Hann var svo feiminn, að hann hefði heldur gengið í brenn- andi eld en að þora að gefa kvenmanni undir fótinn. — Hann hafði tvisvar orðið ástfanginn um æfina. I fyrra skiftið var það í lítilli, feitri saumakonu. Þá var hann á fermingaraldri. Hans var einkum hrifinn af höndunum hennar. Þær voru sléttar og neglurnar langar og hvítar. Hún hafði saumað föt á Hans og enn þá fór titringur um hann, þegar hann minntist stundanna, þegar hún var að máta á hann. Sælli dag hafði hann ekki lifað. Þessi saumakona hafði síðan orðið skipsjómfrú á norsku skipi, og þá missti Hans spurnir af henni. — Hann var kominn á tvítugsaldur, þegar hann varð ástfanginn í seinna skiftið. Á hverjum degi, þegar hann fór að borða, þá gekk hann framhjá lítilli búð, þar sem ung ekkja verzlaði með blúndur og kniplinga. Þegar Hans stanzaði fyrir framan miðjan gluggann og gægðist inn á milli hlutanna, sem þar héngu, þá gat hann séð þessa konu, sem hann elskaði af öllu hjarta. Hún sat í gulum silkikjól í búðinni, allt af á sama stað, og hún las í bók í skrautbandi. Hans virtist það allt af vera sama bókin, og þó stanzaði hann heilt sumar á hverjum degi við gluggann. Hún var eins og lítil brúða þarna á siólnum og Hans hugsaði sér, að gaman væri að halda á henni í lófa sér og hossa henni. — Einn dag, þegar hann stóð að venju fyrir utan gluggann, þá leit hún upp og augu þeirra mættust. Hann leit undir eins niður og blóðroðnaði, en hún fór að skellihlæja. Þá var lokið því ástar- æfintýri Hans Engelíns, því að héðan í frá þorði hann ekki að stanza við gluggann, jafnvel ekki að líta á hann. Upp á síðkastið hafði hann hugsað sér, að það hlyti að vera gaman að eiga þæga konu, sem kynni að búa til góðan mat, og sem gæti líka stoppað í sokkana hans, svo að hann þyrfti ekki að gera það sjálfur. Og þegar hann kæmi heim á kvöldin af skrifstofunni, þá kæmi hann inn í herbergi, þar sem skíðlogaði í ofni, og konan væri brosandi að leggja á borðið. Það var munur eða þetta piparsveinalíf. Hvaða ánægja var í því? Ekki sú minnsta! Það fór hrollur um hann, þegar hann hugsaði um herbergið sitt uppi á lofti hjá frú Petersen. Þegar hann kom heim þangað á vetrarkvöldum, þá var þar helkalt. Hann þurfti þá að fara að bjástra við að leggja sjálfur í ofngarminn. Gólfið var óhreint, og á borðinu og sófanum lágu bækur og blöð í óreiðu. — Það væri munur væri hann giftur! En hvar var konan? Hvaða konu var ætlað það ábyrgðarmikla starf að fæða lítinn Hans Engelín? Sú manneskja var á næstu grösum. Það var Nanna. Að vísu hafði hann ekki minnstu hugmynd um, hvort hún vildi

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.