Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 22

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 22
20 CPeríur rætur hinna tveggja fjalla, voru tvö stöðuvötn, kolgræn að lit. Á þeim flutu stórir ísjakar, sem runnið höfðu úr skriðjöklinum. Útsýnið var víðáttumikið og mikilfenglegt í glitrandi sólskininu: í suðri Langisjór, í vestri Þórisvatn og í norðri Kerlingarfjöll, Hofs- og Tungnafellsjökull. Leiðin frá Illugaveri upp að jöklinum liggur eftir breiðum dal, sem gengur til austurs inn að Kerlingum. Til vinstri teygja sig öldumyndaðar hæðir inn í Hágönguhraun, en til hægri liggur stór fjallgarður með mörgum tindum, mjög eyðilegur á að sjá. — Þegar komið var yfir Köldukvísl, var hvergi stingandi strá, og engin örnefni báru vitni um, að þar hefðu byggðamenn komið í leitir. Þegar ég og samfylgdarmenn mínir, Guðjón bóndi í Ási og Gunnlaugur Driem, áttum eftir rúma 10 km. að jöklinum, stöðvaði okkur breið gjá, Heljargjá, fyllt með úfnu, kolsvörtu apal-hrauni, gróðurlaus, mosalaus og sandlaus (mynd nr. 2). Árið eftir kom ég aftur að gjánni, en í þetta sinn frá Fiskivötn- um, þar sem ég hafði dvalið nokkra daga með Guðjóni í Ási og Pálma Hannessyni, núverandi rektor. Tuttugu tíma ferð fram og til baka, yfir endalausa mela og sandöldur. Frá litla fjallinu, sem sézt í baksýn á myndinni nr. 2, gátum við séð tjaldstaðinn okkar frá árinu áður. Við uppgötvuðum einnig, að aðeins norðurendi Heljargjár var fylltur hrauni. Þvert í gegnum hinn stóra fjallgarð og hinar miklu

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.