Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 10

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 10
8 CPerfur * Hans hljóp upp í beykishús. Þegar hann kom inn í eldhúsið, þá stóð frú Petersen þar og var að hita vatn til uppþvottar. Hún byrjaði að segja eitthvað, en þá varð henni litið á Hans, og hún stanzaði með gapandi munn og starði á eftir honum, en hann strunsaði beina leið upp á loft, án þess að líta til hægri eða vinstri. Þegar hann vaknaði með höfuðverk um morguninn, þá rámaði hann í, að eitíhvað ógurlegt hafði skeð, sem ef til vill mundi alveg breyta kyrlátum háttum hans. Það var kalt í herberginu, litla höfuðið hans stóð eitt upp undan ábreiðunni, og honum leið hræðilega illa. Hann leit út um gluggann. Það var hellirigning. Nei, vissulega var ekkert betra en sitja niður á skrifstofu og skrifa tölur á gljáandi pappír með góðum penna. Var það líka ekki erfiðara fyrir hann en hann hélt, að fara að ryðja sér nýjar brautir; mann kominn á fimm- tugsaldur og auk þess fótaveikan. Hann sat uppi í rúminu í rauðu flónelsskyrtunni, og hann reri fram og aftur. Hann var atvinnulaus. Hann hafði sagt upp stöðunni í gær. Með tennurnar glamrandi af kulda endurtók hann: »Betra er að hafa hundrað krónur á mánuði en ekki neitt«. Loksins hélzt hann ekki lengur við í rúminu og fór að smeygja sér í buxurnar. Þegar hann var búinn að klæða sig, þá opnaði hann gluggann og leit út. ]ú, allt af rigndi, og það var ömurlega hráslagalegt. Hans datt í hug, að betra væri fyrir hann að fara út undir bert loft, til þess að jafna sig. Brátt var hann kominn niður á götu fyrir framan beykishúsið. Það sást engin manneskja. Hans var hugsi; hvert átti hann að fara, upp eftir eða niður eftir? Niður frá glórði í Árna- búð í gegnum rigningarmóðuna. Hver gat bannað honum að ganga þar fram hjá? Hann hélt hægt á stað niður götuna. Hann hafði verið of utan við sig til þess að muna eftir að fara í kápuna, og hann varð brátt holdvotur. Hattinum hafði hann gleymt niðri á skrifstofu í gær. Þegar hann var kominn á móts við lágreistu verzlunarhúsin, þá greip hann þung depurð. Átti hann aldrei oftar að standa við búðar- borðið né ganga um hálfdimma ranghalana? Hann læddist að skrif- stofuglugganum og leit inn. Þar var engin manneskja, en það var búið að leggja í ofninn, því að það lagði bjarma fram á gólfið. Þarna hékk hatturinn hans kyrfilega á snaga hjá búðarhurðinni. ]ú, hann varð að fara inn á skrifstofuna til þess að ná í hann. — En þegar hann var kominn inn í forstofuna, þá fannst honum hann vera þjófur. Var hann ekki ókunnugur maður þarna núna? — Hann tók upp mottuna, sem lykillinn að skrifstofunni var falinn undir. ]ú, þarna lá

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.