Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 8
giftast sér. Hann hafði aldrei talað við hana um annað en eitthvað viðvíkjandi reikningum. Hans virtist hún vera hæggerð og sparsöm, og það voru kostir, sem hann mat mikils. Seinni hluta dags var Hans eitthvað að bjástra úti í pakkhúsi, þegar Nanna kom til hans og ætlaði að spyrja hann um verð á ein- hverju. Áður en hún vissi af, lá hann við fætur hennar. »Ég elska þig, Nanna«, stamaði hann. Nanna stóð fyrst sem steini lostin, en þegar hún var búin að átta sig, þá rak hún upp rokna hlátur. Aldrei hafði hún séð eins skrítna sjón og andlitið á Hans þessa stundina. I fátinu hljóp hún fram að hurðinni. Þar sneri hún sér við og sagði, um leið og hún reyndi að vera alvarleg: »En, — ég er trúlofuð«. Svo hljóp hún inn. Hans varð eftir agndofa. Hann lá á hnjánum í saltbingnum og hélt enn þá hægri hendinni á lofti, rétt eins og hann hafði lesið um einhversstaðar, að einhver kappinn hefði gert, þegar hann bað sér stúlku. — Hann var ruglaður í höfðinu. Honum sýndist allt snúast þarna inni, saltbingurinn með honum sjálfum, ölkassarnir og kjötlærið fyrir ofan höfuðið á honum. Hann sá dauða rottu út við rifu í veggn- um, og það fór hrollur um hann. Hvað eftir annað tók hann hönd- unum um höfuð sér og spurði: »Hvað hefir gerst Hans Engelín? Hvað hefir gerst?« — Hann sveið í augun eins og eftir kolareyk, og humbugið var komið út á öxl. Hvað eftir annað ætlaði Hans að rísa á fætur, en hann áttaði sig jafnskjótt og sagði við sjálfan sig: »Nei, Hans Engelín! liggðu kyr, vertu stóizkur, stattu ekki upp, fyrr en þú ert búinn að skilja sjálfan þig, sundurliða allt, sem gerst hefir. Myndi Diogenes1) hafa þotið upp með írafári, þó að fluga hefði stungið hann? Diogenes! Hansi svelgdist á munnvatni sínu. Þekkti þetta ómenntaða stelpuskrifli Diogenes? Vissi hún, að hann hafði búið í tunnu og drukkið rigningarvatn úr lófa sínum, og að Hans Engelín var lærisveinn hans? Lifði hann ekki óbrotnu lífi, eins og Diogenes hafði gert? Að hann bjó ekki í tunnu, kom af því, að það var of kalt til þess á S.... Myndi hún, þetta stelpu-skoffín, hafa kunnað að meta þetta vit- urlega líferni hans, sem stefndi að því, að andinn sigraði yfir holdinu? Hans sló með flötum lófanum á enni sér og skellihló. Andinn! Þarna var lausnin fengin. Átti sá maður, sem vill verða andlega sterkur, að hugsa um kvenfólk? Hafði ekki djöfullinn ært hann áðan, þegar hann 1) Diogenes frá Sinope. Qrískur heimspekingur, prédikaÖi nægjusemi.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.