Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 25

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 25
&msírum oníenay við sjö jökla. Sérstaklega höfðum við stórfenglegt útsýni yfir hvítar flat- neskjur Vatnajökuls með einstökum svörtum fjallatoppum gnæfandi upp úr. Eftir að hafa farið skyndiför niður í Skaftafellssýslu í rigningu og þoku, fórum við Flosaveg, bak við Eyjafjallajökul, niður á Þórs- mörk. Við héldum Mælifellssand meðfram jökulröndinni, en um kvöldið fengum við svo mikla þoku, að við urðum bókstaflega að þreifa okkur áfram yfir mela, jökulkvíslar, öldur og fjallaskörð. Um miðnætti strönd- uðum við millum Markarfljóts og brattra hlíða, þar sem við urðum að tjalda. Hér var gróðurlaust og vatnslaust (sjá mynd nr. 5). En eftir nokkra tíma gátum við sagt: »Reis að morgni röðull rósfagur* og »bjarma breiddi á brúnir íjalla*. — í glaða sólskini héldum við áfram niður Emstrur. Emstruá var ófær. Lyktandi eins og Fúlakvísl beljaði hún áfram, full af ísjökum. — Gegnum skarð upp á jökulinn. Niður aftur hinum megin. Áfram yfir öldur og brattar hlíðar niður í Hamraskóginn í Þórsmörk. Skyndimáltíð f grænni laut. Leifarnar af brauðinu handa hestunum. Og að síðustu þeysireið með fram Fljóts- hlíðinni að Múlakoti. »Útilegumannaferðin« á enda. [Myndin á fyr*tu síðu greinarinnar er frá Landmannahelli.]

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.