Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 12

Perlur - 01.01.1930, Blaðsíða 12
ÍO CPsrfur *• sens strunsaði út úr herberginu með rauða klútinn blaktandi í hend- inni. — »Kæfa, nýr leigjandi«, suðaði í eyrum hennar. Vesall sólargeisli féll inn í hljótt herbergið, yfir rautt hárið hans Engelíns og flugnaskítinn framan í honum. En Hans átti ekki að sjá sólina framar í þessu lífi. Hann myndi liggja þarna, þangað til hann yrði lagður í svarta kistu og borinn þangað, sem við förum öll. Dostojevski horfði niður til hans með háðslegu brosi. »Svona varð þá lokadansinn*, sögðu þessar dularfullu varir, »og útkoman? Dauði! Dauði!« Hans var jarðaður nokkrum dögum seinna. Það var margt manna við jarðarförina, því Hans hafði verið vellátinn maður þar í bænum. Árni húsbóndi hans var þar með pípuhatt, á kjól og með hvíta hanzka. Frú Petersen hafði farið í beztu flíkina, sem hún átii til, rauðdröfnóttan léreftskjól. Hann var að sínu leyti engu víðari en boldangsbuxurnar hans Hans sáluga. Á höfðinu hafði hún barðastóran flauelshatt með máluðum blómum á annari hliðinni. Af því að hún átti erfitt með að ganga, þá lét hún aka sér upp í kirkjugarð. Þar lenti hún við hliðina á Árna kaupmanni og fór undir eins að tala við hann. ]ú, hún fengi aldrei betri leigjanda en Hans. Hann læddist um eins og mús á kvöldin, þegar hann kom heim, til þess að ónáða hana ekki. Slíkir yndælismenn fyndust nú ekki á hverju strái, og hún lagði áherzlu á nú. »Den salige Petersen«, sagði hún og þurkaði sér um augun með þessum eilífa rauða vasaklút, »det var sku en Mand«. Árni kinkaði kolli til samþykkis og strauk með hvítum hönzkun- um um silkibörðin á kjólnum sínum. Það hvíldi hvítleit úðaþoka yfir kirkjugarðinum og móunum í kring. Utan af veginum heyrðust köllin í sveitamönnunum og jarmið í kindunum, sem þeir voru að reka til slátrunar. Þegar athöfninni var lokið í kirkjugarðinum, þá tóku menn að tínast burtu í hópum, og þeir töluðu lágt og hátíðlega, líklega meira af því að þeir voru í sparifötum, en af því að þeir höfðu verið við jarðarför. — Frú Petersen ók í burtu í vagninum með Árna við hlið sér. Hún hafði boðið honum sæti og var nú heldur en ekki hreykin af því, að hann skyldi þiggja það. Brátt voru allir komnir í burtu úr kirkjugarðinum nema vindur- inn, sem suðaði við sölnaða blómsveiga. Og þarna lá Hans úr beykishúsinu með lokuð vatnsbláu augun, með eldrauða hárið þvegið og kembt og í snjóhvítri stuttri skyrtu. Hann liggur við hliðina á þeim, sem farið hafa á undan honum, og þangað sem þú og ég förum, fyr eða seinna.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.