Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 27
Óvandaður skóbúnaður þarf ekki aðeins að valda óþægindum heldur getur hann aflagað fætur varanlega. velja menn frekar þann kostinn að sérsmíða skó fyrirþá sem þurfa með og hjálpa öðrum með innleggjum. BÖRN OG FÓTBÆKLUN Bæklunarskór verða að teljast fremur dýr vara og eru þar af leiðandi ekki smíðaðir nema um verulega fötl- un sé að ræða sem ekki verður tekist á við með góðu móti eftir öðrum leiðum. Það er hins vegar nauðsy nlegt að bækl- unarskór séu notaðir þar sem við á því yfirleitt eru þeir eina leiðin til þess að takast á við alvarlegri fótfötlun eða fyrirbyggja frekari fötlun síðar meir. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga þegar um börn og ungmenni er að ræða, því síst bíða fótamein þeirra sér til betrunar. Það er mjög áríðandi að tekist sé á við fótaveiki bama strax í upphafi. Fætur þeirra vaxa mjög ört og því má með réttri meðferð móta þá og rétta ýmist til frambúðar eða þá svo að veiki þeirra hái þeim miklu síður. Til þess að tryggja sem best varan- lega heilbrigði fótanna er nauðsynlegt að grunnurinn sé lagður strax í æsku. Velja verður á börnin góða skó, breiða yfir rist og rúma, svo vel fari um fótinn og með stífum og góðum hælkappa sem veitir traustan stuðning. Fætur fólks eru missterkir og þurfa mikinn stuðning. Lélegur og óvandaður skó- búnaður getur því beinlínis valdið kröm á fótum sem að öðrum kosti hefðu átt góða möguleika til heil- brigðis. f þessu sambandi er rétt að und- irstrika að yfirleitt er ekki hægt að „lækna“ fótveiki með bæklunarskó- búnaði, heldur aðeins að halda aftur af einkennum hennar. Bæklunarskór, öklaspelkur og innlegg geta hins vegar aukið vellíðan sjúklinga og létt þeim gang og með þeim hætti gert þeim lífið bærilegra. AÐ VIÐHALDA HEILBRIGÐI FÓTANNA Þeir eru sennilega ekki margir sem gera sér ljósa grein fyrir þætti fótanna í almennu heilsufari. í nútímalegu iðnaðarþjóðfélagi ríkir mikil verkaskipting og margir vinna erfið og einhæf störf sem gera miklar kröfur til þess að hirt sé um fæturna. Þreytuverki í baki og mjöðmum svo og verki í hnjáliðum má í mörgum til vikum rekja til þess að slfk störf eru unnin í lélegum skóbúnaði sem veita lítinn stuðning og aflaga jafnvel þá líkamsstöðu sem störfin krefjast. Góðir skór geta haft fyrirbyggjandi áhrif á slík óþægindi og mikilvægi þess að fólk gangi í slíkum skóm verður því seint ofmetið. FYRIRKOMULAG BÆKLUNARSKÓÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI Fólk sem telur sig þurfa á þjónustu bæklunarskósmiða að halda verður fyrst að leita til læknis. Læknar veita tilvísanir á hjálpartæki frá Trygg- ingastofnun ríkisins og þangað eru þær sendar ásamt útfylltri umsókn um samþykki stofnunarinnar fyrir því að hún fjármagni kaupin á hjálpartækj- unum. Samþykktartilvísanireru síðan sendar til þeirra aðila sem smíða bækl- unarskóbúnaðinn og er þá hafist handa um smíðina. Nokkurn tíma getur tekið að sér- smíða skó þar sem slík smíði er oft vandasöm og skórnir smíðaðir hluta fyrir hluta. Innlegg er yfirleitt mun fljótlegra að smíða. Vegna þess að bið- tími getur varað nokkrar vikur er áríðandi að fólk leiti til læknis í tíma með fótvandamál sín, en dragi það ekki fram á síðustu stundu. Slíkur dráttur getur aðeins valdið sjúkl- ingnum meiri vanlíðan að ástæðulausu. Kolbeinn Gíslason þessi ágæti bæklunarskósmiður sendi okkur þessar Iínur og er þetta þarfa fram- tak vel þakkað. Tilkynning um aðalfund • • Qryrkjabandalags / Islands Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands verður settur föstudaginn 13. október 1989 kl. 20.30. Setningin er sameiginleg með Landssamtökunum Þroskahjálp, sem setja þá landsþing sitt. Sameiginlegur fundur verður með Landssamtökunum Þroskahjálp laug- ardaginn 14. október og verður aðal- efni þess fundar réttindagæsla fatlaðra. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands verðursíðan haldinn sunnudaginn 15. október. Setningin og báðir fundirnir verða í Borgartúni 6 4. hæð. Dagskrá fundanna og nánari tíma- setning verður send síðar. Athygli skal vakin á því, að á aðalfundi bandalags- ins fer fram kjör formanns og annarra stjómarmanna þess til næstu tveggja ára. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda 3 fulltrúa til fundarins og ber að skila kjörbréfum til bandalagsins fyrir 10. okt. n.k. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.