Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Qupperneq 30
Frá ritstióra:
I BRENNIDEPLI
Yfir sumartímann er ævinlega viss
værð sólar og sumaryls yfir flestu fólki
og rólegra um að vera hér á skrifstofum
Öryrkjabandalagsins, en þegar sú önn
rikir sem almennt er annars.
Til að fyrirbyggja misskilning, þá
er kyrrðin þó oftlega rofin af hvers
konar erindum, alls konar vandamál-
um af ólíklegasta tagi. Margirhrökkva
við, þegar tryggingabætur breytast -
lækka vegna hinnar árlegu endurskoð-
unar hjá Tryggingastofnun ríkisins,
þegar skattframtöl vegna tekna síðasta
árs liggja ljós fyrir. Mér þykir ætíð á
það skorta að skýring fylgi, svo hver og
einn geti lesið út úr sinni breytingu
ástæðuna, sem oftast er auðskilin þeg-
ar að er gáð. Fyrir stofnunina og um-
boð hennar yrði um verulegan verka-
sparnað að ræða og margur misskiln-
ingur mundi aldrei verða til. Þessu hefi
ég komið á framfæri við rétta aðila og
árétta það hér.
Húsnæðismálin - vandamál vanda-
málanna - segja til sín með vaxandi
þunga þegar vetur nálgast og
hausthrollur kvíðans fer um þá
fjölmörgu sem enn bíða úrlausnar.
Eftir sérstöku átaki í þá veru er
vissulega beðið, því þrátt fyrir lottó-
íbúðirnar, sem ævinlega eru að bætast
við, lengist biðlistinn og lágmark er að
þeirri þróun verði snúið við með
markvissu átaki stjómvalda, t.d. fimm
ára áætlun um 50 íbúðir árlega fyrir
fatlaða. Þá færi máske að rofa verulega
til.
Þegar þess er gætt að biðlistar
svæðisstjóma sýna ótrúlega krefjandi
úrbótaþörf alltof margra, er dagljóst að
ekki dugir annað en taka duglega til
hendi og það blátt áfram verða stjórn-
völd að gera.
En þá er komið að hinu árlega
haustverkefni okkar hjá Öryrkja-
bandalagi íslands að fylgjast með
fjárlagagerð og fylgja eftir af alefli
auknum fjárveitingum til málefna
fatlaðra. Eg sagði reyndar auknum -
því hversu báglega sem menn bera sig
og berja sér á brjóst og segja ríkis-
kassann illa kominn, þá eru ein-
faldlega þeir hlutir til sem hafa verið
þannig á eftir um ótalin ár til baka, að
þeir verða að fá aukningu ef ekki á illa
að fara - ekki síst fyrir samfélaginu
sjálfu.
En að húsnæðismálum aftur. Á
liðnu sumri var m.a. í kjölfar samninga
sl. vors svo og lagasetningar og samn-
inga þar um, tekin ákvörðun um láns-
úthlutun til 700 íbúða á félagslegum
grundvelli næstu tvö ár. Sérmál er það
hversu hrapallega hallaði á lands-
byggðina þar og má þó segja að oft hafi
verið þörf en nú nauðsyn að rétta fólki
þar örvandi húsnæðishönd.
Hitt atriðið snertir okkur beint og
óbeint, sem erum að snúast í húsnæðis-
málum öryrkja og berum úrlausn þess
vanda fyrir brjósti.
I þessa úthlutun vantaði allt sem
telja mætti félagslegt sérátak í þágu
fatlaðra, þó ugglaust muni einhverjir
fatlaðir njóta þessarar úthlutunar og
raunar vitað að svo verður, en þar
koma þá aðilar eins og sér í lagi
Öryrkjabandalagið inn í myndina.
En fyrst horfið er að hauststörfum
út á við, er hollt að huga einnig að
málum inn á við, því framundan er
þríheilög helgi - dagur fatlaðra - ráð-
stefna Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalagsins sameiginlega - og svo
aðalfundur Öryrkjabandalagsins.
Frá því öllu er greint annars staðar
í Fréttabréfinu, en vissulega skal það
vonað að þessi þríheilagi viðburður
verði til þess að skila okkur eitthvað
áleiðis í þessari brýnu baráttu, sem
ætíð kallar og knýr á.
Lagagrunnur Öryrkjabandalags
Islands hefur reynst farsæll og eftir
30