Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 4
J Sýnishorn af sýningunni. ÚR HUGARHEIMI Nokkrir sigrar hafa áunnist með almennri löggjöf í landinu. Þannig er stór hópur hrey f ihamlaðs fólks að hefja uppbyggingu á kaup- og leiguhúsnæði sem hannað er sér- staklega með þarfir þeirra í huga. Fé til húsbyggingarinnar fékkst við söfn- un meðal almennings og með fjár- mögnun eftir nýjum lánaleiðum Húsnæðisstofnunar ríkisins. Mér þykir athyglisvert að hópurinn kýs að leysa húsnæðismál sín með byggingu sambýlishúss og gæti það verið umhugsunarefni hvort ríkjandi hugmyndafræði um blöndun er sniðin að þörfum allra? Við þurfum sífellt að meta og end- urskoða hvort hugmyndafræði okkar er í takt við hina mismunandi hópa fatlaðra þannig að við gerum kröfur í samræmi við þarfir þeirra. Um höfundinn: Hafdís er félagsfræð- ingur að mennt. Hún er í stjórn ög framkvæmdaráði Ö.B.I. og í Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra. VISSIR ÞÚ AÐ . . . Japanskir matreiðslumeistarar þurfa sérstaka þjálfun í þrjú ár áður en þeim er leyfilegt að bjóða upp á s vokallaðan ígulfisk, sem er aðeins fyrir hina hug- rökkustu sælkera. Fiskurinn inniheldur stórhættulegt eitur og veldur dauða ef hann er ekki nákvæmlega rétt mat- reiddur. Fjórða hver manneskja í heiminum er kínversk. Sagan um Hróa hött var bönnuð í Indiana í Bandarfkjunum árið 1950 vegna þess að það þótti kommúnismi að stela frá þeim ríku, til að gefa þeim fátæku. Engiferöl varð fyrst vinsælt í Banda- ríkjunum á bannárunum, vegna þess að út í það mátti bæta viskíi, án þess að liturinn breyttist nokkuð. Tony Curtis, sent lék eitt aðalhlutverk- anna í kvikmyndinni „Some like it hot“, ásamt Marilyn Monroe, var svo pirraður á Monroe vegna óstundvísi hennar í tökur að hann sagðist heldur vilja kyssa Hitler en Marilyn sjálfa. Listsýning fatlaðra — Úr hugar- heimi — var sett að viðstöddu miklu og fríðu fjölmenni í Listasafni A.S.I. laugardaginn 10. marz kl. 15. Athöfnin var öll hin hátíðlegasta. Sérstakur gestur sýningarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands. Það var Asta B. Þorsteinsdóttir formaður Þroskahjálpar sem flutti inngangsorð og mæltist henni mæta vel. Aðalinntak hennar orðafólst íþví að sýningin ætti að færa okkur inn í heim sem allajafna væri hulinn og allt að því lokaður, heint sem ætti þó svo mikið dýrmæti að færa okkur eins og hér gæfi á að líta. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra flulti snjallt ávarp. Þá söng Dúfa Sylvía Einarsdóttir nokkur lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur og var flutningur hennar fagur og sannur. Ólöf Ríkarðsdóttir varaformaður Öryrkjabandalagsins setti svo sýning- una með nokkrum vel völdurn orðum. Að lokum sýndi svo l'eikhópurinn Perlan, Síðasta blómið, undir styrkri stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur og fang- aði leikverkið hug þeirra sem sáu. í rnáli þeirrabeggja, Astu og Ólafar kom ljóslega fram, hversu mikið og óeigingjamt starf hafði verið unnið við undirbúning þessarar sýningar. Þar fór Alda Sveinsdóttir mynd- menntakennari og listakona í fylk- ingarbrjósti og hafði af öllu þessu haft mestan veg og vanda. Henni til miki llar hjálpar voru þeir Andrés Ragnarsson og Helgi Hróðmarsson, en það er ein- mitt okkar ágæti Helgi Hróðmarsson sem ætlar að greina frá tilurð sýning- arinnar og ýmsu varðandi hana. Hrafnhildur Schram sem er í lista- ráði Listasafns A.S .1. hafði einnig unn- ið ágætt starf svo og Ólafur Jónsson forstöðumaður safnsins, en safnið léði húsnæði sitt endurgjaldslaust fyrir sýn- inguna. Menntamálaráðherra og ráðuney ti hans voru færðar sérstakar þakkir fyrir aðstoð alla, en í hans boði voru veiting- ar þær, er gestir gæddu sér á. Sýningin var til mikils sóma að- standendum öllum sem og ekki síður listamönnum er léðu þarna verk sín. Henni verða engin skil í orðum gerð, en svipmyndum brugðið á loft lesend- um til nokkurs augnayndis. En nú gef ég Helga Hróðmarssyni orðið: ÚR HUGARHEIMI Laugardaginn 10. marz síðastlið- inn var opnuð á vegum Landssamtak- anna Þroskahjálpar og Öryrkjabanda- lags Islands sýning á verkum fatlaðra íListasafni A.S.I. að Grensásvegi 16. Sýningin bar yfirskriftina „Úr hug- arheimi“. UPPHAFIÐ Upphaflegu hugmyndina að sýningunni átti ÁstaB. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Rætt var um að setja af stað 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.