Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 6
Af stjómarvettvangi Mörg eru þau mál, sem stjóm Öryrkjabandalagsins þarf að taka fyrir, jafnt innri mál bandalagsins, samskiptamál af ýmsum toga svo og hagsmunamál ýmis sem berjast þarf fyrir. Baráttan heldur áfram, einstakar orustur vinnast eða tapast og þar veldur mestu um árangur, að samtakamáttur- inn sé til hins ítrasta nýttur og sífellt vakað á verðinum. Alþingi sendirÖryrkjabandalaginu oft mál til umsagnar, einstaka þing- menn hafa samband og leita upplýs- inga eða bjóða fram aðstoð sína í ýms- um málum. En oftar en ekki þarf að vera vel á verði og hnippa í þá sem lög setja og fjármálum ráða. n aftur að stjómarvettvangi beint, því rétt þykir að halda áfram þeirri iðju að greina hér frá því helzta sem á borð er borið. A stjórnarfundi í marz var farið rækilega yfir mögulegt æskulýðsstarf á vegum eða með aðstoð Öryrkja- bandalags Islands í ljósi þess m.a. hversu örðuglega gengur um allt starf þess ágæta félagsskapar: Fatlaðra ungmenna á Islandi. Öryrkjabandalag- ið á því láni að fagna að hafa sem starfsmann svo hæfan mann sem Helga Hróðmarsson, gjörkunnugan æsku- lýðsstarfi og áhugamann um að efla það starf á vegum aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins. Stjómin mun því leita eftir því við hann, að þessum málum verði sinnt betur, en aðeins örfá félög innan bandalagsins eru með eitthvert æskulýðsstarf, sem um er talandi og máske er Félag heyrnar- lausra þar í fararbroddi. Það fer ævinlega nokkur tími stjómarfunda í samskiptamál af margs konar tagi m.a. samskipti við Þroska- hjálp, sem allir eru sammála um að miklum árangri hafi skilað, þó alltaf komi upp álitamál þar sem fólk er ekki nægilega samstíga. Sem gamall Þroskahjálparfélagi og raunar einn stofnenda þar, hlýt ég að vona það að samstarf megi haldast sem bezt alveg sér í lagi vegna sameig- inlegraskjólstæðingabeggjasamtaka. Það er hins vegar dagljóst, að aldrei gengur til lengdar að halda fram einum fötlunarhóp umfram aðra og það verða bæði samtökin að hafa í huga. Ein- stefna í því sem öðru gengur einfald- lega ekki upp í samstarfi. Þá er hrein- lega um eitthvað annað en samstarf að ræða. Niðurstaða stjórnarfundar í marz var sú helzt, að haldið skyldi áfram til hins ítrasta sem beztu samstarfi sam- takanna og í því skyni voru samþykkt drög að vinnureglum fyrir samvinnu- nefnd samtakanna og þau send Þroskahjálp til athugunar. Á stjómarfundinum var einnig rætt um hugsanlega aðild Öryrkjabanda- lagsins að Hjálpartækjabankanum, en formaður og framkvæmdastjóri eru þar í forsvari í könnunarviðræðum. jálpartækjabankinn er eins og fólk veit, rekinn af Rauða krossi íslands og Sjálfsbjörg og allir viður- kenna hina geysilegu þýðingu sem starfsemi hans hefur fyrir fatlaða í landinu. Það hlýtur að teljast verðugt verk- efni fyrir Öryrkjabandalagið að koma þar að málum með einhverjum hætti og á það mun látið reyna. Inn í þetta spjall er rétt að geta um það að formaður og félagsmálafulltrúi eru í viðræðum við starfshóp, sem fjallarum virðisaukaskattinn víðfræga og hugsanlega leiðréttingu á þeirri skatttöku af ýmsu er varðar fatlaða. Virðisaukaskatturinn virðist svo heilagur að þar má ekki hrófla við neinu, en í starfshópnum virðist fullur skilningur á því að bæta fötluðum og félögum þeirra þær aukaálögur sem þessi skattur færir umfram söluskatt- inn. annig er unnið víða á vettvangi og enn skal ítrekuð sú staðreynd að óvíða er lýðræði slíkt sem í stjóm Öryrkjabandalagsins, þar sem í stjóm eru fulltrúar allra aðildarfélaga þess. Þar skiptir félagafjöldi og umfang allt engu máli, aðeins hin sjálfstæða félagaeining sem gildir. stjómarvettvangi 8. maí sl. hófst fundur á því að formaður Amþór Helgason minntist tveggja valin- kunnra félaga vel völdum orðum. Þeirra er minnzt hér í Fréttabréfinu sérstakleganú: AndrésarKristjánsson- ar fyrrum ritstjóra og stjómarmanns í Ö.B .1. og Sigursveins D. Kristinssonar tónskálds og fyrmrn stjómarmanns hjáÖ.B.Í. Fundarmenn vottuðu hinum látnu hei ðursmönnum virðingu sína og þökk með því að rísa úr sætum. Þá var tekin fyrir ályktunartillaga um frumvarp til laga um Stjómamáð Islands, sem lagt var fram í lok þi ngsins nú. Sú ályktun segir allt sem segja þarf, en einnig er birt grein í Fréttabréfinu um þetta efni. Ályktunin 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.