Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 15
Kveðja: Sigursveinn D. Kristinsson 24.04. 1911 —04.05.1990 Enn eiga samtök fatlaðra að sjá á bak einum af sínum ötulustu baráttu- mönnum. I byrjun maímánaðar var Sigursveinn D. Kristinsson kvaddur héðan á áttugasta aldursári. Ekki verðurrakinn æviferill Sigur- sveins í þessari grein enda hefur það verið gert áöðrum stað af mér kunnugri mönnum. Sigursveinn var Norðlend- ingur, fæddur í Fljótum í Skagafirði, en ólst upp í Ólafsfirði. Þegar hann var um fermingu fékk hann lömunar- veikina og bar menjar hennar æ síðan, var bundinn hjólastól það sem hann átti eftir ólifað. Sigursveinnvarmikillbaráttumað- ur. Hann tengdist ungur verkalýðs- hreyfingunni og bar einna fyrstur manna hér á landi gæfu til að skilja að stéttabaráttan fer saman við hagsmuni fatlaðra og að baráttan fyrir bættum hag fólksins í landinu er um leið sókn til betra lífs fötluðum til handa. Árið 1958 beitti hann sér fyrir stofnun fyrsta Sjálfsbjargarfélagsins á Siglufirði og einungis ári síðar hafði Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra veriðstofnað,einhveröflugastafjölda- hreyfingfatlaðraálslandi. Sigursveinn vann þessum samtökum af lífi og sál allt til endadægurs; var síhugsandi um nýjar leiðir til að vekja athygli á málstað fatlaðra og hagsmunamálum þeirra. Virtist aldurinn engin áhrif hafa ábaráttuviljahans. Nefnamætti mörg dæmi þessu til skýringar, en hér skulu einungis tvö nefnd: Árið 1978 varfarinjafnréttisganga fatlaðra og voru helstu skipuleggjend- ur hennar þeir Magnús Kjartansson og Sigursveinn D. Kristinsson. Þeir félagarnir beittu sér fyrir stofnun jafnréttisnefndar í kjölfar göngunnar. Lét nefndin taka saman bækling um stefnu stjómmálaflokka í málefnum fatlaðra, „Spurningar og svör“ sem byggðist á svörum við spurningum sem flokkunum voru sendar. Varð þettatil þess að stjómmálaflokkartóku fyrir alvöru að velta þessum málum fyrirsérog síðan hefurorðið æ algeng- ara að flokkamir fjalli um málefni fatlaðra í stefnuskrám sínum. Þótt ýmsum þyki árangurinn ekki of mikill, eru þó orð til alls fyrst. Haustið 1986 leit út fyrir að framkvæmdasjóður fatlaðra yrði skert- ur mun meira en áður hafði þekkst. Sigursveinn hafði þá samband við forystu Öryrkjabandalagsins og brýndi menn til dáða, sagði að við svo búið mætti ekki standa. Bað hann formann bandalagsins að boða til fundar með forystumönnum aðildarfélaga þess, þar sem lagt skyldi á ráðin. Árangur fundarins varð stofnun „byltingarráðs- ins“ sem hratt af stað „Skammdegis- vöku fatlaðra“, sem haldin var á Hótel Borg í desember 1986 og „Kosninga- vöku fatlaðra“ þremurmánuðum síðar. Öldur frá þessum aðgerðum berast enn að ströndum vorum. Pólitísk vakning varð meðal fatlaðra og þeir fundu að unnt var að skapa marktækt baráttuafl. Ríkisstjómin setti í mál- efnasamning sérstök ákvæði um málefni fatlaðra og má rekja þau beint til áðurnefndrar kosningavöku. Framhaldið varð síðan á degi fatlaðra á Islandi 13. október síðastliðinn auk þess starfs sem nú er unnið í húsnæðis- málum fatlaðra. Þá efldu þessar að- gerðir samstarf Öryrkjabandalags íslands og Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Sigursveinn var ekki eingöngu mikill baráttumaðurogeldhugi, heldur mannvinurog ljúfur listamaður. Sem tónskáld var hann í stöðugri framför. Þess er minnst að á síðasta aðalfundi Öryrkjabandalags íslands voru flutt eftir hann nokkur sönglög sem vöktu með áheyrendum ljúfar kenndir og einlæga hrifningu. Var enda vel til fundiðaðflytjatónverkeinsafötulustu baráttumönnum vorum. Sigursveinn D. Kristinsson átti sæti í stjórn Öryrkjabandalags Islands um nokkurra ára skeið og sat í fulltrúaráði þess um árabil. Héðan eru fluttar kveðjur og þakkir fyrir að hafa fengið að njóta lífsorku þessa athafnasama hugmyndasmiðs. Arnþór Helgason, formaður stjómar Öryrkjabandalags Islands. Bætur almannatrygginga miðað við júní 1990 Elli- og örorkulífeyrir..................11.181 Elli- og örorkulífeyrir hjóna.............20.126 1/2 hjónalífeyrir........................10.063 Full tekjutrygging einstaklingsins ......20.572 Full tekjutrygging hjóna.................41.144 Heimilisuppbót............................6.993 Sérstök heimilisuppbót....................4.810 Bamalífeyrir v/1 bams.....................6.848 Mæðra- og feðralaun v/1 bams..............4.291 Mæðra og feðralaun v/2ja barna...........11.244 Mæðra- og feðralaun v/3ja barna..........19.943 Ekkju- og ekkilsbætur skv. 17. gr. 6 mán. og 8 ára bætur....................14.010 Ekkju- og ekkilsbætur skv. 17. gr., 12 mán. bætur............................10.505 Fæðingarstyrkur..........................22.754 Fæðingardagpeningar, óskertir...............954 Vaapeningar, 19. gr. (elliheimili)........6.894 Vasapeningar, 51. gr. (sjúkrastofnanir)...5.793 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.