Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 8
Gísli Helgason: Um útgáfu og miðlun upplýsinga til blindra og sjónskertra Afmælismynd úr garði Blindrafélagsins. að er staðreynd að sjónskert fólk fer á mis við mikinn hluta þeirra upplýsinga sem miðlað er til fólks. Dagblöð eru nær óaðgengileg sjónskertum og heilmikið efni fer þar fram hjá blindu fólki. AIls kyns upp- lýsingabæklingar, opinber gögn og bækur eru heldur ekki aðgengileg blindu og sjónskertu fólki. Að vísu hefur orðið nokkur breyt- ing á með bækur. Blindrabókasafn Islands lætur lesa inn nokkurn fjölda þeirra á ári en eintakafjöldi er takmark- aður og menn geta ekki eignast þær bækur sem þá langar í. Það hlýtur að vera eðlilegt að blint fólk geti keypt sér sínar eigin bækur eins og hverjir aðrir þjóðfélagsþegnar. Þar þyrfti Blindrafélagið með stuðningi hins opinbera að koma til skjalanna. Dagblöðin þyrftu að vera aðgengileg blindu fólki og væri nauðsynlegt að gera áætlun þar um. Víða erlendis er farið að gefa út útdrátt úr dagblöðum daglega á snæld- um. Má t.d. geta þess að sænska lands- þingið hefur ákveðið að hvert einasta dagblað eigi rétt á að gera slíka hljóð- útgáfu. Til að geta sinnt slíkri daglegri útgáfu hafa menn farið þá leið að senda efnið í gegnum útvarpssenda til notandans. Blaðið er lesið inn á segul- band í einhverju tilteknu hljóðveri og síðan sent í gegnum dreifikerfi sænska útvarpsins að nóttu til. Hljóðið er sent truflað svo að almenningur geti ekki numið útsendinguna. Þegar útsendingin hefst fer sérstakt móttökutæki í gang og hljóðritar útsendinguna og hljóðblaðið er tilbúið að morgni þegar notandinn kemur á fætur. Kalla rnætti þetta útvarpshljóð- blað á íslensku. Hér á landi væri óraunhæft að gefa út öll dagblöðin daglega á hljóð- snældu. Sennilega væri best að hafa þann háttinn á að velja efni úr öllum blöðunum og koma því til áskrifenda. Um 14 ára skeið hefur Blindra- félagið gefið út V aldar greinar úr dag- blöðunum, hálfsmánaðarlega. Þetta varbráðnauðsynlegt og þarft framtak, en því miður hefur áhugi fory stumanna Blindrafélagsins til skamms tímaekki verið nægur til að auka þessa útgáfu. Við erum að minnsta kosti tíu árum á eftir hvað þetta varðar, því að árið 1980 þótti vikuleg útgáfa dagblaða á snældum í grannlöndum okkar sjálf- sögð, en nú er þetta orðin dagleg út- gáfa. Með útvarpstækninni yrði til lengdar mun ódýrara að gefa slíkt hljóðtímarit úthérlendis. Askrifandinn gæti notað sömu snælduna aftur og aftur. Þá myndi sá tími sem nú fer í fjölföldun sparast og útsendingar- kostnaður yrði enginn. Geta má þess að nú tekur u.þ.b. fimm klst. að fjölfalda þau 230 eintök sem nú eru gerð af Völdum greinum,en svokallast hljóðtímarit Blindrafélagsins. NotamættihljóðverBlindrafélags- ins í þessum tilgangi og yrði hljóð- tímaritið lesið inn að kvöldi til. Síðan væri klukka sem setti tækið í gang og að nóttu til yrði hljóðblaðið sent til notandans. Önnur tækni hefur einnig rutt sér til rúms erlendis. I Gautaborg og í Finnlandi hafa menn gert tilraunir með að nota tölvur til að koma efn i blaða ti I áskrifenda. Þetta er gert í gegnum kerfi sem kallað er Videotext. Video- textkerfið er byggt upp á þann hátt að notandinn er með einfalda tölvu heima hjá sér. Hún er tengd við símalínu og í gegnum hana fær notandinn þær upplýsingar inn á tölvuna sem hann óskar. Frakkareru hvað lengst komnir með þetta kerfi. Þeir hafa farið þá leið að úthluta tölvuskjám og lyklaborðum ókeypis til notenda og um 100.000 manns á mánuði fá slíkan skjá og tölvu. Með tilkomu talgervils fyrir íslenskt mál, sem verður væntanlega settur á markaðinn á næsta ári, væri hægt að fara að vinna að slíkri blaðaútgáfu hér á landi. Mér er sagt að Póstur og sími muni væntanlegakoma á fót videotextakerfi hér á landi eftir u.þ.b. þrjú ár. Það væri umhugsunar- vert fyrir okkur hér að beina því til Pósts og síma að hraða þessu eftir föngum og Blindrafélagið ætti að gera símayfirvöldum ljóst hversu mikla þýðingu slík tækni gæti haft í för með sér fyrir blinda og sjónskerta. Þærraddirheyrast stundum að það komi svo mikið upplýsingaflóð yfir menn að til þess að blindir gætu notið þess þyrftu þeir að hætta allri vinnu. Það er vitað að þegar blöðungar koma inn á heimilin þá flettir fólk þeim og 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.