Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 25
ráðstöfunarfé sjóðsins nemur. Sem kunnugt er heyra lögin og því einnig framkvæmdasjóður fatlaðra undir þrjú ráðuneyti, þ.e. auk félags- málaráðuneytisins heyra þau undir menntamálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Þannig bítast fulltrúarráðuneytanna um þetta fjármagn, hvert svæði þarf að fá sitt og síðan eru fulltrúar hagsmunasam- takanna í hlutverki sem ég tel ekki við hæfi, þ.e. að útdeila peningum. Það er mitt mat að hagsmunasam- tök eigi ekki að eiga fulltrúa, hvorki í svæðisstjórnumnéstjórnarnefndmál- efna fatlaðra. Eg tel að meðan svo er í pottinn búið, eigi hagsmunasamtökin munerfiðarameð aðbeitasérgagnvart stjórnvöldum hverju sinni þegar sótt er um þá sjálfsögðu kröfu að fatlaðir búi við jafnrétti og þeim séu tryggð sambærileg lífskjör við aðra þjóðfé- lagsþegna. Ég tel að hagsmunasamtök fatlaðra eigi að ganga fram í því að framkvæmdasjóður fatlaðra verði lagður af hið fyrsta og þar með hætti fatlaðir að þiggja „ölmusu" þaðan. Fatlaðir vilja jafnrétti. Því fylgja ekki aðeins réttindi heldur einnig skyldur. Meðan fullt jafnrétti hefur ekki náðst er e.t.v. eðlilegt að fatlaðir víkist undan skyldunum. Meginkrafa samtaka fatlaðra á að vera sú að mínu mati að fötluðum sé tryggður sann- gjarn framfærslueyrir og að hlutfall örorkulífeyrisins í heildarbótum hækki verulega þannig að vægi tekjutrygg- ingarminnki. Núverandi hlutfall hefur ekki hvatt fatlaða til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði vegna ákvæðaum skerðingu tekjutryggingar vegna tekna hins fatlaða. Fatlaðir eru í dag ekki bara í hópi þeirra er minnst bera úr býtum, heldur þurfa jafnframt að leggja í ýmiss konar aukakostnað vegna fötlunar sinnar, s.s. vegna lækn- isþjónustu og lyfjakaupa. Ég tel afar brýnt að fatlaðir eigi fullan aðgang að hinu félagslega hús- næðislánakerfi og njóti ákveðins réttar umfram aðra þegna þessa lands, þannig að jafnrétti sé að fullu tryggt. A ég þar við ýmsan aukakostnað tengdan fötlun, s.s. vegna aðgengis- mála. Ég veit að núverandi félagsmála- ráðherra hefur unnið að því að bæta stöðu fatlaðra innan húsnæðislána- kerfisins, nú síðast þegar hún lagði fram frumvarp til laga um breytingar Tryggvi Friðjónsson. á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Ef fötluðum væri tryggður sanngjam framfærslueyrir, þá er ég sannfærður um að þeir myndu ekki víkjast undan skyldum sínum þ.ám. að greiða af lánum teknum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins til öflunar fbúðarhúsnæðis í stað þess að þiggja ölmusu úr fram- kvæmdasjóði fatlaðra og þurfa síðan að sæta því að búa í sambýli við fatlaða með aðrar þarfir. Með því að leggja sjóðinn af, mætti minnka togstreitumilli hinna3jaráðu- neyta, einnig milli ráðuneytanna ann- ars vegar og fulltrúa samtaka fatlaðra hins vegar og einnig togstreitu milli svæðisstjórna. Mönnum hættirgjaman til að falla í þá gryfju að segja, ég verð að fá a.m.k. jafnmikið og í fyrra og þá jafnvel burtséð frá þörf eða réttmæti óska þeirra um fjármagn til einstakra ráðuneyta og einstakra svæðisstjóma svo dæmi séu tekin. Ég er nú með þessu ekki að segja eða fullyrða að gerð hafi verið stórkostleg afglöp varðandi úthlutun úr sjóðnum. Þó vil ég láta mitt álit í ljós og veit að ég er ekkieinn umþáskoðun. Þaðfjármagn sem runnið hefur til menntamálaráðu- neytisins og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins á liðnum árum vegna verkefna í tengslum við sér- kennslu í hinum almenna grunnskóla og vegna endurhæfingar á heilsu- gæslustöðvum og sjóðurinn hefur úthlutað til á hverju ári milljónatugum, eru verkefni sem framkvæmdasjóður fatlaðra á alls ekki að fjármagna. Þarna tel ég koma fram megingalla laganna um málefni fatlaðra og á ég þar við áðumefnt „samstarf" ráðuneytanna 3ja, aðild samtaka fatlaðra að stjóm- arnefnd málefna fatlaðra ásamt aðild sömu aðila að svæðisstjórnum. Margt mætti segja annað um framkvæmd laganna um málefni fatlaðra, og fæ ég e.t.v. síðar að viðra skoðanir mínar frekar á þeim og jafnvel fleiru í Fréttabréfi Ö.B.Í. Mér þætti nú gaman að heyra um ástæður þess að þú kaust að fara að vinna hjá Sjálfsbjörg? Þv í er auðs varað. Þegar mér bauðst starfið, þá sá ég þar mörg og mikil væg verkefni til að takast á við. Félagsmál hafa á umliðnum árum höfðað æ meir til mín. Ég hafði tengst málefnum fatlaðra verulega. Sjálfsbjörg eru öflug félagasamtök undir styrkri fory stu, og Sjá næstu síðu Hjólastólakappar Sjálfsbjargar koma færandi hendi á fullum hraða til borgarinnar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.