Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 27
Endurskoðun laga um málefni fatlaðra Félagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir hefur skipað nefnd til að fara yfir og endurskoða um leið lögin um málefni fatlaðra. Starf nefndarinnar á í raun að vera tvíþætt. Annars vegar skal nefndin freista þess að leggja hlutlaust mat á það, hvernig lögin hafa reynzt, hvemig til hefur tekizt um framkvæmd ein- stakra þátta og hversu vel þau hafa gagnast þeim sem áttu þar að eiga at- hvarf sitt. Hins vegar í ljósi þeirrar athugunar og nýrra viðhorfa um leið að gera til- lögur til breytinga og endurbóta á lög- unum í heild sinni, þar sem nefndinni þykir nauðsyn til þess bera eða svo vill ritstjóri skilja sitt hlutverk. All- skiptar skoðanir eru nú sem áður um sérlög eða ekki fyrir þennan hóp fólks og ritstjóri er þar í engu hlutlaus. Þrátt fyrir hin ótvíræðu jafnréttisákvæði hinna mikilsverðustu laga s.s. grunn- skólalaga, framhaldsskólalöggjafar og laga um heilbrigðisþjónustu þá þarf enn unt sinn ákveðna viðspyrnu í sér- lögum, viðspymu sem annars fæst ekki. Andstæðingar sérlaga benda hins vegar á það að sakir sérlaganna sé al- mennum ákvæðum annarra laga ekki framfylgt, svo ótvíræð sem þau séu um jafnrétti fatlaðra til lífsins gæða. Hvorir tveggja hafa nokkuð til síns máls og hér skal ekki frekar út í farið svo vandasamt, viðamikið og við- kvæmt mál sem hér er til vandlegrar meðferðar. Ritstjóri kom beggja vegna að þessu máli á sinni tíð, bæði sem fulltrúi hagsmunasamtaka þá og alþingismað- ur og leynir því í engu að honum þótti þetta einhver ánægjulegasta lagasetn- ing sem hann kom að, þrátt fyrir að ekki væri allt sem honum þótti þá allra ákjósanlegast. Af ýmsum þáttum hefur fengizt far- sæl reynsla, á aðra hefur of lítið reynt í framkvæmd m.a. vegna naumrafjár- veitinga og því er ekki að leyna að lögin hafafyrst og síðast í framkvæmd allri tekið til þroskaheftra, enda voru þeir vissulega mest þurfi aðstoðar á þeirri tíð og ekki er hún með öllu liðin, síður en svo. Eitt er hins vegar ljóst. Ný löggjöf - aukin og endurbætt lög þurfa að vera altækari og ná jafnt til allra hópa fatlaðra eftir þörfum hvers og eins, þó bezt væri eflaust að semja lög sem gætu sjálfkrafa fallið inn í almenna félagsmálalöggjöf, ef og þegar hún verður til. En heildstæða félagsmála- löggjöf sárvantar og sú vöntun m.a. leiðir óhjákvæmilega til sérlaga um málefni fatlaðra, þó ekkert annað kæmi til. Það atriði eða ákvæði laganna, sem oftast hefur borið á góma og fjarlægast hefur í raun verið; í efndum öllum, þó skýrt og skilmerkilega væri að orði kveðið, varðar Framkvæmda- sjóð fatlaðra, sem aldrei hefur notið lögboðinna framlaga frá því að lögin tóku gildi. Það mál allt - fjármögnun allra fram- kvæmda svo og rekstrar verður án efa hið vandasamasta áfram í allri fram- kvæmd. Sannleikurinn er sá að ef vel ætti til að takast þyrfti saman að fara lögfesting nýrra almannatrygginga- Líkumar á að láta lífið í flugsly si eru minni en líkurnar á að asni (dýrið) sparki mann til dauða. Versta flugslys sögunnar gerðist á jörðuniðri. Dudley Moore og Mickey Rooney em lágvöxnustu menn í kvikmynda- iðnaðinum,aðeins 160 sm. Svíar eru mesta kaffidrykkjuþjóð í heinti. Hver Svíi drekkur að meðaltali lObollaádag. Grunnur skakka turnsins í Písa er aðeins þriggja metra langur. „Fætur“ þóttu svo ósiðlegir á Viktoríutímabilinu, að bannað var að nefna orðið í samræðum manna á milli. laga um leið og ný lög um málefni fatlaðra færu sína lögboðnu leið, svo mjög sem þessi málefni skarast í margri grein. En alla frekari umræðu er bezt að geyma sér þar til niðurstaða nefndar- innar liggur fyrir. Formaður nefndarinnar var skipaður af félagsmálaráðherra, Bragi Guð- brandsson félagsmálastjóri í Kópa- vogi, en aðrir fulltrúar voru tilnefndir af stjórnarflokkunum, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og einn sam- eiginlegur fulltrúi af hálfu hagsmuna- samtakanna beggja. Aðrir í nefndinni eru því: Arnþór Helgason frá Framsóknarflokki, Asta B. Þorsteinsdóttir frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi, séra Jón Einarsson frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, Páll Svavarsson frá Borgaraflokki, Rannveig Guðmundsdóttir alþm. frá Alþýðuflokki og undirritaður af hálfu Alþýðubandalags. Nefndin hóf störf 12. janúar sl. og skilar áfangaskýrslu nú í vor og lokaniðurstöðu með haustinu ef allt fer eftir áætlun. Svo er að bíða og sjá hvað setur. H.S. Þegar Elvis Presley kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1956, var hann aðeins sýndur frá mitti og upp svo hinir frægu mjaðmahnykkir hans færu ekki fyrir brjóstið á áhorfendum. Mikki mús hefur verið bannaður í Þýskalandi, Ítalíu, Júgóslavíu og Rússlandi. Kvikmynd Charlie Chaplin „Lime- light“, varbönnuðíBandaríkjunum í 20 ár vegna stjórnmálaskoðana Chaplin. Þegar hún loks var sýnd þar árið 1972, vann hún til Oskarsverð-launa. Samkvæmt bandarískri könnun hræðist fólk meira að þurfa að halda ræðu í fjölmenni en dauðann. VISSIR ÞÚ AÐ . . FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.