Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 7
var send forsætisráðherra og samrit til annarra ráðherra, er málið snertir: ÁLYKTUN FRÁ STJÓRN ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS Af því tilefni að Iagt hefur verið fram til kynningar frumvarp til laga um Stjórnarráð Islands ályktar stjórn Öryrkjabandalags Islands eftirfarandi: Stjórn Öryrkjabandalagsins lýsir yfir miklum áhyggjum sínum yfir því að félagsmálaráðuneytið skuli samkvæmt frumvarpinu lagt niður sem sjálfstætt ráðuneyti og verkefnum þess deilt niður á önnur ráðuneyti. Staða málefna fatlaðra er skýr og afmörkuð nú í félagsmála- ráðuneytinu og óvissa því mikil um afdrif málaflokksins í nýju út- víkkuðu ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála. Stjórnin varar Alþingi og rík- isstjórn mjög alvarlega við því sem fram kemur í fylgigagni frum- varpsins (sjá bls. 19 í 3. lið sjálfstæðra viðfangsefna heil- brigðis- og félagsmálaráðuneytis), þar sem eru tillögur þeirrar nefndar er samdi frumvarpið um sjálfstæð viðfangsefni hinna ýmsu ráðuneyta. Þar er á málefnum fatlaðra tekið sem afgangsstærð í verkefnum sjúkrahúsa og stofnana sjúkra. Því er harðlega mótmælt, enda verður að trúa því að um vanþekkingu og mistök ein sé að ræða. Jafnframt ályktar stjórn Öryrkjabandalags- ins að málefni fatlaðra í heild séu að sjálfsögðu ekki heilbrigðismál. Stjórn Öryrkjabandalags Is- lands varar eindregið við því að þessar tillögur verði til leiðsagnar við þá reglugerðarsmíð sem ráð er fyrir gert í ákvæði 2 til bráðabirgða í frumvarpinu og gerir þá eindregnu kröfu til löggjafa og stjórnvalda að málefni fatlaðra verði áfram sjálfstætt viðfangsefni með sérstakri deild í hinu nýja ráðunevti, ef ráðu- neytaskipan verður með þessum hætti. Allt annað er óhugsandi og setur málaflokkinn í ófyrirsjáanlega hættu í framtíðinni. Þá vartekinfyrirviljayfirlýsing um að Öryrkjabandalag Islands verði þriðji eignaraðilinn að Hjálpartækjabankanum ásamt Sjálfsbjörgu - landssambandi fatlaðra og Rauða krossi Islands. Ásamt formanni voru þeir tilnefndir: Hafliði Hjartarson, Páll Svavarsson og Vilhjálmur Vil- hjálmsson til frekari vinnslu þessa máls, en ákveðinn vilji kom fram á fundinum um að Öryrkja- bandalagið gangi til þessara samn- inga. Þá var kynnt beiðni séra Jóns Ragnarssonar og séra Bernharðs Guðmundssonarum aðildÖ.B.I. að æskulýðsstarfi meðal þroskaheftra og var það mál falið í umsjá þeirra Helga Hróðmarssonar og for- manns. Þess skal að lokum getið, að aðeins eru reifuð þau mál, sem mest áberandi eru í umræðu og ákvörðunum, en fjölmörg mál koma einnig upp til afgreiðslu, sem ekki er getið í pistlum þessum. H.S. Kaupum vörur frá vernduðum vinnustöðum Með því að við, íslenskir neytendur, leggjum áherslu á að kaupa vörur frá vernduðum vinnustöðum, þá fáum við um leið vandaða og góða íslenska vöru og einnig, það sem er ekki síður mikilvægt, veitum við ómetanleg- an stuðning við að tryggja öryrkjum utan hins almenna vinnumarkaðar vinnu sem síðar mun opna þeim leið inn á annan framtíðar starfsvettvang, en það er hið upphaflega markmið með vemduðum vinnustöðum. Umleiðogég vekathyglihins almenna neytanda á þessu mikla hagsmuna- og velferðarmáli allra, vil ég jafnframt leyfa mér að hvetja innkaupastjóra verslana og stofnana um allt land að beina viðskiptum sínum í auknum mæli til þessara vemduðu vinnustaða. Það er ekki aðeins hagur þeirra og viðskiptavinanna, það er þjóðar- hagur. Ég leyfi mér hér að benda á nokkra vinnustaði: Blindravinnustofa Blindrafélagsins sem framleiðir burstavörur og tjölmargar smá- vörur tengdar ræstingum. Körfugerð Blindrafélagsins framleiðir bréfakörfur, barna- og brúðuvöggur. Múlalundur, vinnustofa SÍBS, framleiðir bréfabindi, lausblaðabækur, tölvumöppur, ráðstefnumöppur, dagatöl og plasthylki. Plastiðjan Bjarg, Akureyri, framleiðir rafmagnsrör, rofa- og loftdósir og annað er tengist raf- lögnum. Kertaverksmiðjan Heimaey, Vestmannaeyjum, framleiðir fjölmargar tegundir af kertum. Stólpi, Egilsstöðum, sér um áhnýtingu og uppsetningu á línu og framleiðir aðvörunarskilti og veifusnúrur. Ás, vinnustofa Styrktarfél. vangefinna, framleiðir heimilis- klúta, handklæði, bleiur og er ennfremur með plastpökkun. Ortækni, tæknivinnustofa Öryrkjabandal. fsl., framleiðirraf- eindabúnað, tölvusamskipta- snúrur og tölvu-kapla, ennfremur með símtækjaviðgerðir, viðgerð- arþjónustu og ísetningu gjaldmæla í leigubifreiðar o.fl. Revkjalundur, vinnustofur SÍBS framleiða rör og filmuefni, plastumbúðir og búsáhöld. Guðmundur J. Mikaelsson, versl.m. fyrrverandi sölumaður hjá Múlalundi. (Úr Neytendablaðinu 4. tbl. 1989). Þessi grein er birt hér óbreytt, en húner.svnishornafþvíhversuunnt er að vekja athygli á málum, þegar viljierfyrir hentli. Höfundurfærði okkur þetta og fær þakkir fyrir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.