Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 20
Berit Johnsen, cand. polit. Hallormsstað: A að færa fjármagn og ábyrgð í málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna? „Enginn er eyland“, sagði Kristinn E. Andrésson. „Hver maður er brot meginlandsins. Hið sama gildir um þjóðimar“. Hvergi reynast þessi orð sannari en þegar litið er til stefnumót- andi þjóðfélagsumræðu og lagasetn- ingar. Við horfum til nágrannaþjóð- anna og reynum að draga lærdóm af reynslu þeirra. En ekki er hægt að grípa hugmyndirnar á lofti og gera þær að okkar án þess að athuga vel hvort þær henta okkar sérstæðu aðstæðum: Við erum lítil þjóð í stóru landi. Síðasta áratuginn hefur mikið verið rætt um og gert í því að færa fjármagn og ábyrgð frá ríki til sveitarfélaga á Norðurlöndunum. Nýlegt dæmi um það er ákvörðunin í sænska „Riksdag- en“ á síðastliðnu hausti um að yfirfæra samninga um kaup og kjör kennara til sveitarfélaganna, sem eiga þó að starfa innan ramma ríkislaganna. Annað dæmi er frá Noregi um ný lög um málefni fatlaðra þar í land i, hin svokölluðu „HVPU-reformene“, sem miða að því að leggja niður allar stofnanir og að sveitarfélögin búi sig undir að taka við ábyrgð og rekstri varðandi alla fatlaða íbúa 1. janúar 1991. HVPU-reformene fjalla ekki einungis um að yfirfæra fjármagn og ábyrgð frá ríki til sveitarfélaga. Aðal- markmið laganna er að taka síðasta skrefið í sérlöggjöf fyrirfatlaða. Héðan í frá eiga fatlaðir að njóta góðs af sömu lögum og reglugerðum og aðrir íbúar. Sem dæmi um hvaða áhrif þetta hefur, þá mun fatlaður sem þarf á sjúkraþjálfun að halda, fáþetta á sama hátt og allir aðrir. Viðkomandi þarf ekki lengur að fara í skammtímavistun á stofnun fyrir fatlaða eða fylla út sérstök eyðublöð fyrir fatlaða til þess að fá þessa þjónustu. Hér á landi hefur einnig átt sér stað umræða um breytingu á verkaskipt- ingu rrkis og sveitarfélaga, sem hefur leitt til nýrrar lagasetningar. Sam- kvæmt lögunum munu sveitarfélögin nú m.a. taka aukinn þátt í rekstri grunn- Berit Johnsen. skólanna. A öðrum sviðum hafa sveit- arfélögin afhent sinn hlut af ábyrgðinni til ríkisins. Málefni fatlaðra em einmitt einn þeirra málaflokka. Um svipað leyti og ofannefnd lög öðlast gildi, situr nefnd á rökstólum að undirbúa drög að lagafrumvarpi um félagslega þjónustu sveitarfélaga. I greinargerð með drögunum kemur fram að nefndin sjái ekki ástæðu til að víkja frá þeirri þróun sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár um að setja sérlöggjöf eins og lög um málefni fatlaðra. Ennfremur lítur nefndin svo á að það sé ekki í hennar verkahring að hrófla við þeim sérlögum sem nú eru í gildi. Af þessu má sjá að umræðan um að færa fjármagn og ábyrgð til sveitarfélaganna, þannig að þau verði í stakk búin til að veita öllum íbúum sínum, fötluðum sem ófötluðum heild- stæða þjónustu við hæfi, er skammt á veg komin hjá okkur. Það er álit mitt að sérlög um mál- efni fatlaðra hafi átt mikinn þátt í að bæta aðstæður. Ohætt er að segja að aðstæður fatlaðra hafa tekið stakkaskiptum síðustu áratugi. Ríkis- valdið hefur tekið forystu í málefnum fatlaðra. Sérstakar reglugerðir hafa verið samdar til þess að tryggja rétt fatlaðra til umönnunar og þroska. Þjóðþing hefur eyrnamerkt sérstakar fjárveitingar fyrir fatlaða. Þjónustu- stofnanir eins og t.d. sólarhringsstofn- anir, sérskólar og verndaðir vinnustað- ir hafa séð dagsins ljós undir ríkis- forsjá. Nýjar fagstéttir og byltingar- kennd þekking á sviði fötlunar hefur skotið rótum í skjóli ríkisfjárveitinga. En ef við lítum yfir farinn veg, tökum við eftir því að sveitarfélögin hafa dottið út úr myndi nni í þróun málefna fatlaðra. Nú stendur til að endurskoða lög um málefni fatlaðra. I því sambandi er við hæfi að athuga hvort ekki sé kominn tími til að taka nokkur skref í Að austan. Kartöfluuppskera 1989. Rammi og Sjöfn. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.