Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 40
Vígsla húss í Vestmannaeyjum Það var birta í svip fólks úti í Eyj- um laugardaginn 5. maí sl. þegarform- lega var opnað glæsilegt 5 íbúða hús fyrir fatlaða í bænum. Það var ánægjulegt að sjá hversu margt heimamanna var mætt á staðinn til að samfagna og gleðjast yfir góðu verki.Bæjarstjórn Vestmannaeyjavar öll mætt, svo og félagsmálaráð bæjar- insásamtfríðum hópi Eyjamannaann- arra og svo voru nokkrir gestir frá fastalandinu einnig. Það munu alls hafa komið nálægt 70 manns til þessa fagnaðar. Það var formað- ur Svæðisstjórnar Suðurlands, Loftur Þorsteinsson, sem fyrstur tók til máls og fagnaði þessum mikilvæga áfanga, en gaf síðan verktak- anum, Hreiðari Her- mannssyni orðið. Hreiðar flutti árnaðaróskir til þeirra, sem njóta ættu og afhenti síðan lykilinn að húsinu Astu Þorsteinsdóttur formanni Þroskahjálpar. Ásta flutti ágætt ávarp og kom víða við. Taldi nauðsyn að reyna sem flestar leiðir í íbúðamálum fatlaðra, nýta hvert það tækifæri sem byðist. Hún ræddi nokkuð undratillögur þær, sem fram koma sem fylgigagn með frumvarpi til laga um Stjómarráð íslands og vikið er að í þessu Frétta- bréfi. Réttilega bar hún lof á dugnað og áræði Eggerts Jóhannessonar, sem þamahrattfrjórri hugsun í framkvæmd og borið hafði hitann og þungann af allri skipulagningu þessa verks. Ásta afhenti Eggert síðan húslyk- ilinn til varðveizlu. Eggert Jóhannesson framkvæmda- stjóri Svæðisstjórnar tók því næst til máls. Hannkvað verkiðlofaþá meist- ara er að hefðu unnið, sagði frá þeim er að verki hefðu verið og færði þeim þakkir. Eggert greindi frá fjármögnun hússins, 85% láni frá Húsnæðisstofnun ríkisins og 15% framlagi frá Hússjóði Öryrkjabandalagsins,semómetanlegt væri. Hann taldi þess fulla þörf að við litum rækilega til þeirra möguleika sem húsnæðislánakerfið byði upp á fyrir fatlaða svo og samtök þeirra. Hann kvað sömuleiðis ríka ástæðu til þess að gera í engu minni kröfur til húsnæðisaðstöðu allrar fyrir fatlaða en við gerum um húsnæði almennt. Þeirri reisn þyrfti að halda og um hana bæri húsið vissulega vott. Innskot ritstjóra er svo það, að enginn erEggert lagnari og ýtnari um Eyjahúsið íðilfagra. leið, að koma málum fatlaðra heilum í höfn og húsnæðistillögur hans fyrir þeirra hönd eru hinar markverðustu eins og lesendur Fréttabréfsins eiga að þekkja. Eggert gat þess í lokin að vissu sambýlisformi yrði á komið í þessu húsi og stöðugildi fengin í samræmi við það frá miðju ári. Þá tók til máls Grétar Guðmunds- son, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, sem flutti árnaðaróskir og kveðjur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Hann minnti á möguleika hins margþætta húsnæð- iskerfis fyrir fatlaða og kvað mikla vinnuígangiífélagsmálaráðuneytinu, hvemig þeim málum yrði bezt og hag- anlegast fyrir komið. Hann minntist einnig á þá húsnæðisdaga, sem Eyja- menn héldu af miklum myndarskap um þessa helgi. Minnti svo á hversu mikilvægt það væri að húsnæðismál fatlaðra fengju enn verðugri sess í okkar húsnæðiskerfi. Undirritaður flutti svo kveðju frá stjórn og framkvæmdastjóra Hússjóðs Öryrkjabandalagsins sem glöddust einlæglega yfir því að hafa mátt svo myndarlega leggja þessu máli lið. Hafliði Hjartarson varaformaður Hússjóðs Öryrkjabandalagsins var einnig mættur og myndaði athöfnina sem bezt og lagði okkur til skerf af þeirri uppskeru, en Hafliði hefur oft áður átt myndir af hinum ýmsu at- burðum og fólki í Fréttabréfinu. Þáfluttibæjar- stjórinn í Vest- mannaeyjum, Arnaldur Bjarna- son beztu árnaðar- óskir og kvað gleði bæjarbúa mikla yfir því að geta búið svo mörgum fötluðum svo góða aðstöðu sem hér sæi stað. Um húsið mætti margt segja, en verður aðeins gert í örfáum orðum. Það hefur risið á tæpu ári og hafa allir aðilar unnið vel og hratt. Það er Páll Zóphaníasson bæjar- tæknifræðingur í Eyjum sem á heið- urinn af teikningunni, en Hreiðar Her- mannsson var aðalverktaki svo sem áður sagði. Húsið er 376 ferm. og byggingar- kostnaður á ferm. nemur um 85 þús. króna. Auk íbúðanna fimm er nokkurt sameiginlegt rými einnig. Allur frá- gangur ber vandvirkni vott og allt er einstaklega haganlegt innandyra. Um leið og Eggert og hans fólki öllu, svo og Eyjamönnum almennt er óskað til hamingju með þennan áfangasigur um leið og glaðst er yfir dýrmætu liðsinni Hússjóðs við fram- kvæmdina skal þessari samantektlok- iðmeðlokaorðum undirritaðs,erhann flutti við opnunina: Til heilla er horft — á hamingju- degi. Gæfan svo góð — ykkur gjöfulust megi. H.S. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.