Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 18
Helgi Seljan: Eiga málefni fatlaðra að vera afgangsstærð í aukasetningu? Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp um Stjórnar- ráð íslands, þar sem gert er ráð fyrir ýmsum grundvallarbreytingum á þeirri ráðuneytaskipan, sem er í dag og málaflokkum ráðuneytanna. Hér er auðvitað um rammalöggjöf að ræða og af sjálfu frumvarpinu verð- ur svo sem ekkert ráðið unt það h versu einstökum málaflokkum verður skip- að og hvert vægi og hver staða hvers málaflokks verður með hinni nýju skipan, sem lagt er til að tekin verði upp. En það er fyllsta ástæða til að staldra við og fyrir hagsmunasamtök fatlaðra er það höfuðnauðsyn að þau hugi vel að þeim breytingum, sem lagafrumvarpið gæti hæglega haft í för með sér fyrir fatlaða í landinu og öll þeirra framtíðarmál. En hugum betur að, horfum til fortíðar og nútíðar og hyggjum svo að þeirri reglugerðar- tillögu, sem sett er fram af nefnd þeirri, er frumvarpið vann, og fylgir með, trúlega til þess að Alþingi taki þar afstöðu til megintillagna. 11 vitum við hversu mikil framför og ómetanleg í raun það var, þegar sett var á laggirnar í félags- málaráðuneytinu sérstök deild um málefni fatlaðra. Máske hefur mikilvægi þessara mála í fáu, ef nokkru verið undirstrikað jafn rækilega og með þeirri ráðstöfun. Að vísu hefði þurft fleiri starfsmenn í þessa deild, svo hún hefði enn betur getað gegnt hlutverki sínu, en mála sannast er það, að þar hefur einstaklega vel verið að verkunt staðið og mála- flokkurinn notið þess ríkulega. Svo sértæk um margt eru þessi málefni og svo mikilvæg fyrst og síðast, að þau þurfa sinn eðlilega og sjálfsagða sess í okkar stjórnkerfi og breytir þar engu um, þó öll löggjöf eigi að tryggja rétt fatlaðra á sem fyllstan hátt. En í reglugerðartillögu nú með frumvarpi þessu er ekki vísað þann veg þeim málum, sem ég teldi nauð- syn á. í frumvarpinu er gert ráð fyrir heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti — í einu ráðuneyti, og það segir svo sem ekkert út af fyrir sig. En í reglugerðartillögu eru tekin upp viðfangsefni hvers ráðuneytis og þar kemur í ljós, að til þessa nýja ráðuneytis heilbrigðis- og félagsmála, teljast 12 viðfangsefni og þar fórég að leita að málefnum fatlaðra og þau voru ekki sérlega auðfundin. Viðfangsefni númer þrjú hjá ráðuneytinu nýja hljóðar á þessa leið orðrétt: „Mál er varða rekstur sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og dvalarheimila aldraðra, dagvista sj úkra og aldraðra, sambýla fatlaðra, endurhæfingastöðva, meðferðar- heimila og aðra starfsemi sérstaklega í þágu sjúkra, fatlaðra og aldraðra". Svo mörg voru þau orð, eða réttara sagt s vo fá voru þau orð og fy rirferðar- lítjj umfram allt. g held að hér sé óhjákvæmilegt að staldra við og kanna betur h vað hér geti verið á ferðinni, ef þetta yrði hinendanleganiðurstaðareglugerðar- innar. N ú munu einhverjir segja að óþarft sé að vera mjög uggandi, þó einhver nefnd setji eitthvað á blað, sem aldrei verði svo meira en orðin. Eg vil vara við þeim hugsunarhætti, því viðhorfi. Bendi aðeins á, að formaður þessarar nefndar er um leið aðstoðarmaður for- sætisráðherra og í nefndinni sitja áhrifamenn, sem taka verður fyllsta mark á. Hitt er svo annað, að þeir mætu menn hafa einfaldlega ekki skoðað þennan málaflokk nægilega vel til þess að sjá nauðsyn þess hafna yfir allan efa, að málefni fatlaðra yrði sjálfstætt viðfangsefni hins nýja ráðuneytis. S vo vel þekki ég þar til, að þetta er af ókunnugleika gert, en alls ekki af illum vilja. En það er einmitt ókunnugleikinn, vanþekkingin á málunum, sem veldur oft mestu unt þau mistök, sem gerð eru, og oft er erfitt eftir á úr að bæta. Því er verðugt viðfangsefni okkar að senda þingnefnd þegar okkar at- hugasemdir eða a.m.k. bregðast við á haustdögum, svo ekki hljótist slys hér af. Miðað við þá góðu stöðu sem þessi málefni þó hafa í félagsmálaráðuneyti í dag — sjálfstæði málaflokksins þar — sérstök deild um málefni fatlaðra, er þar staðreynd — þá er óviðunandi með öllu að í þessu sameinaða — og um margt sérkennilega ráðuneyti — 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.