Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 13
Hlerað í Það var eitt rigningarsumar eystra. Bóndi nokkur kom til kirkju og prestur spurði, hvort hann hefði ekki náð inn einhverju heyi í suðvestan þerri, sem aldrei þessu vant hafði staðið í tvo daga. B óndi s varaði: „Nei, presturminn, það var svo rokhvasst hjá mér og heyið fór allt til andskotans“. „Jæja“, sagði prestur með hægðinni, „heldurðu að sá gamli hafi hirt það allt saman?“ „Ja, það veit ég sosum ekki“ ansaði bóndi, „en trúirðu því á hinn, prestur minn?“ Þegar Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Shakespeare, Sem yður þóknast, kom maður í miða- söluna og spurði: „Hvað sýnið þið nú í kvöld?“ Stúlkan anzaði réttilega: „Semyðurþóknast“. Þá klóraði maðurinn sér í höfðinu drykklanga stund, en sagði síðan: „Ja, þá held ég fái nú barasta að sjá Skugga- Svein“. Tveir bræður sátu að tafli. Maður einn kom að borðinu og spurði í forundran. „Hvar eru kóngarnir strákar?“ „Kóngarn- ir, svöruðu báðir í einu, „þeir eru löngu dauðir“. Svo héldu þeir í rólegheitum áfram taflinu. Sömubræðurkeyptu sérbifreið ásamt föður sínum og voru spurðirum eignarhlut hvers og eins í bílnum. „Við eigum hann þrír, sinn helminginn hver“, var svarið. Einu sinni var til umræðu á Alþingi frumvarp til laga um Sinfóníuhljómsveit íslands og sýndist sitt hverjum. Þorvaldur Garðar talaði á móti, taldi óþarft að setja lög og mælti með áherzluþunga: „I yfir þrjátíu ár hefur Sinfóníuhljóm- sveitin ekki haft nein lög — engin lög“. Þá kom Garðar Sigurðsson í dyrnar og spurði stundarhátt: „Nú, hvað í ósköpunum hafa þeir þá verið að spila öll þessi ár?“. Meinhæðnasturensnjallastur er þó þessi gamli brandari úr þinghúsinu. Þingmaðureinn, ágæt kona var að spyrja ráðherra um ráðstafanir varðandi fræðslu og ráðgjöf varðandi kynlíf og fóstur- eyðingar. Þótti henni fræðslan mjög af skornum skammti, hitnaði mjög í hamsi og mælti ílokin: „Hérsannastnefnilega hið fornkveðna: Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í“. Þá mælti þingmaðureinn stund- arhátt. „Nú skil ég loksins upphaflega merkingu orðtaks- ins“. Og allir hlógu utan ræðu- maður, sem áttaði sig ekki á hinu sérkennilega samhengi. Sagt er að enginn hafi lýst Austfjarðaþokunni á áhrifa- ríkari hátt en Arnþór Helgason formaður Öryrkjabanda- lagsins. Hann sagðist hafa veriðáferð íbifreiðmeðkonu sinniyfirBreiðdalsheiði: „Og þokan var svo kolsvört, að ég hefði sko alveg eins getað keyrtbílinn“. Ungur MS-sjúklingur kom skellihlæjandi inn á skrifstofu Öryrkjabandalagsins. Sagðist hann hafa mætt strákpatta, sem ORNUM hefði spurt: „Manni, „akkuru“ ertu í hjólastól?“ Svarið sem ég gaf honum var að ég væri svona af því að ég væri með MS, sagði ungi maðurinn. Þá ætlaði stráksi að rifna úr hlátri og sagði: „Emmess. En þú sniðugur. Láttu hann bara ekki bráðna“. Austfirðingur einn lítið þekktur að sérstökum þrifnaði kom eitt sinn á bæ einn og bað um að fá aðfaraíbað. Það varsjálfsagt, en þó furðaði menn á því mikla hreinlæti, sem þarna örlaði á og spurðu hvort eitthvað stæði til: „Ja, ég er að fara til Reykjavík- ur“, sagði hann og bætti svo við: „Eftirþrjárvikur“. Einu sinni voru þeir Helgi og Karvel ásamt Sigurði undirleik- ara sínum að skemmta vestur í kjallaraNeskirkju. Eftiraðhafa sungið svo sem 30-40 gam- an vísur (eða svo hélt Helgi, því hann hafði samið vísurnar sjálfur) stóð upp maður í salnum og sagði: „Strákarmínir, strákar mínir. Haldið þið vilduð ekki fara með sosurn eina gamanvísu áður en þið farið“. Helga mun hafaorðiðorðfátt. Að lokum fræg saga ósönnuð þó, en margyfirfærð og eins og eitt sinn var sagt: „Hún gæti verið sönn“. Forsætisráðherra var í sundi. Hann gekk framhjá baðklefa kvenna og þar var allt opið upp á gátt, en margt föngu- legra kvenna þar á Evuklæðum einum. Þær hrópuðu upp yfir sig: „Jesús minn, Guð minn“. Þá á forsætisráðherra að hafa sagt með hægðinni: „Kallið þið mig bara Steingrím". FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.