Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 23
SUMARMATUR Glóðarsteiktar svínakótilettur með barbecuesósu f. 4 4 þykkar svínakótilettur Barbecuesósa 2 dl tómatsósa 1 dl edik (t.d. eplaedik) 1 lítill laukur, smátt saxaður 1 msk. púðursykur 1 msk. sætt sinnep 2 tsk. Worchesterhire sósa 2 hvítlauksrif, pressuð 1/4 tsk. af hvoru, salti og pipar Blandið öllu saman í pott sem fara á í sósuna. Látið sósuna krauma við væg- an hita í 20 mín. Hrærið oft í henni svo hún brenni ekki við. Látið sósunakólna alveg (sósuna má útbúa nokkrum dög- um áður, hún geymist í ísskáp í 3-4 daga. Setjið svínakótiletturnar á fat. Ausið nokkrum ntsk. af sósunni yfir kótilett- urnar og snúið þeim svo sósan þeki þær alveg. Látið kótiletturnar standa í stofuhitaí 1/2 klst. Hitið grillið þar til það er mjög vel heitt (gasgrill; séu notuð kol verða þau að vera alveg grá). Berið matarolíu á grillristina. Setjið kótilettumar á grillið og steikið þærí u.þ.b. 4mín. áhvorri hlið. Penslið kótiletturnar oft með sósunni. Berið afganginn af sósunni fram með kótilettunum. Gott er að hafa bakaðar kartöflurmeð sýrðum rjómaog smjöri og glóðaða banana með kótilettunum. Bananarnir eru afhýddir og klofnir til helminga, aðeins skafið innan úr þeim og svo fylltir með gráðosti. Síðan eru þeir olíubornir að neðan og hafðir á grillinu þar til osturinn er bráðnaður. (Séuð þið í tímaþröng, er hægt að kaupa tilbúnar barbecuesósur í flestum verslunum. Hunt's sósurnar eru t.d. sérlega góðar). KALDUR LAX MEÐ KARRÍSÓSU OG FERSKU GRÆNMETI f. 4 Þessa dagana má fá fremur ódýran eldislax í mörgum stórmörkuðum. Fiskurinn er alltaf góður soðinn með kartöflum og smjöri en þetta er ekta sumarréttur. I staðinn fyrir lax má nota silung eða stórlúðubita. íris Erlingsdóttir. MATUR ER MANNSINS MEGIN Umsjón; Iris Erlingsdóttir u.þ.b. 1 kg lax í heilu, skorinn í 5-6 sm. þykk stykki. 2 tsk. salt KARRÍSÓSA 1 lítil dós majones 2 dl. súrmjólk eða hrein jógúrt 2 tsk. (eða eftir smekk) nýtt karríduft 1 msk. sætt sinnep 1/4 tsk. flórsykur salt og pipar eftir smekk agúrka, tómatar, paprika, sítróna og harðsoðin egg, skorin í sneiðar Setjið 2 lítra af vatni í pott ásamt salt- inu og látið suðuna koma upp. Setjið fiskbitana út í. Látið suðuna koma upp aftur, lækkið þá hitann og sjóðið fiskinn í 8-10 mín. Færið fiskbitana á fat, roðflettið þá og setjið kjötið af fiskinum á annað fat, látið fiskinn kólna. Blandið öllu saman sem fara á í karrí- sósuna. Hellið sósunni yfir kældan fiskinn og leggið grænmetið, sítrónu- sneiðarnar og eggin fallega ofan á hann. Berið réttinn fram með soðnum kartöflum. GRÆNMETISSALAT MEÐ BAUNUM OG ÍTALSKRI SALATSÓSU f 6-8 1 meðalstórt höfuð jöklasalat, tætt í litla bita 1/2 agúrka, afhýdd skorin í tvennt eftir endilöngu og svo í sneiðar 1 græn og 1 rauð paprika, skorin í sneiðar eða bita 1 meðalstór rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar 3-4 meðalstórir tómatar, skomir í bita 1/2 lítið blómkálshöfuð og 1/2 sperg- ilkálshöfuð,skoriníhæfilegalitlabita 1 avókadó, afhýtt og skorið í bita eða sneiðar I dós nýrnabaunir 1 dl rúsínur Blandið öllu saman í stórri skál, látið safann renna alveg af baununum og blandiðþeim ásamtrúsínunum saman við grænmetið. Berið salatið fram með ítalskri salatsósu. ÍTÓLSK SALATSÓSA Setjið eina litla dós af majonesi í skál og hrærið 2 dl af súrmjólk smátt og smátt saman við. Hrærið 1 pressuðu hvítlauksrifi, 1 tsk. Italian seasoning, 1 tsk. þurrkaðri steinselju, 1/8 tsk. pipar, salti á hnífsoddi og örlitlum sítrónusafa eða ediki saman við. Kæl ið sósuna í a.m.k. 3 klst. fyrir fram- reiðslu svo kryddin gefi sem best bragð. GLÓÐARSTEIKT GREIPALDIN Þessi eftirréttur er einfaldur en alveg ótrúlega góður. f. 4 2 greipaldin, skorin til helminga 4 msk. púðursykur þeyttur rjómi Hitið grillið í ofninum. Losið greipaldinkjötiðlítillegafráberkinum með beittum hníf (það áekki að afhýða ávöxtinn). Skeriðlíkaámilli sneiðanna svo auðveldara verði að ná því upp með skeið. Stráið 1 msk. af púðursykri yfir hvern greipaldinhelming (til hátíðabrigða má líka setja 1 -2 msk. af koníaki eða kaffilíkjör). Setjið greipaldinhelminganaábökunarplötu og látið þá glóðast ofarlega í ofninum í 5-8 mín. eða þar til sykurinn ofan á þeim kraumar. Berið fram með ísköld- um þeyttum rjóma. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.