Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 3
• • / Gísli Helgason forstöðumaður, í stjórn OBI: Hverjir vinna með fötluðum og hverjir fyrir þá? yrir rúmum 20 árum, þegar Halldór Rafnar var að koma inn í forystusveit Blindra- félagsins, bauð hann mér með sér til Svíþjóðar á samstarfsnefndarfund Norrænu blindrafélaganna. Þettavar ímiðjummarsmánuði árið 1978. Við héldum áleiðis, dvöldum í góðu yfirlæti í Stokkhólmi í vikutíma og verð ég að fullyrða að þessi vika varð ein sú mesta reynsluvika, sem ég hef upplifað. í S víþjóð, eins og á hinum Norður- löndunum starfa mjög öflug samtök sjónskertra, sem hafa unnið markvisst að hagsmunamálum félaga sinna. Formaður Sænsku blindrasamtakanna SRF var á þessum tíma Bengt Lind- quist, sem nú er umboðsmaður fatl- aðra hjá Sameinuðu þjóðunum. Framkoma Bengts var ákaflega blátt áfram og hann ætlaðist til þess að þjóðfélagið tæki tillit til sín, en ekki að honum bæri að fara eingöngu eftir því, sem aðrir segðu honum. Meðal þeirra, sem ég kynntist þar ytra var maður að nafni Anders Arnör. Anders var hægri hönd Bengts og starfaði mikið að alþjóðamálum. Anders Arnör, sem var fullsjáandi, hafði um árabil unnið á vegum Sænsku blindrasamtakanna SRF og fylgdist náið með hraðfara uppbygg- ingu þeirra. Anders var mikið Ijúf- menni, var samt ákveðinn í framkomu og mér virtist hann einn af hópnum, ekki eins og hver annar leiðsögu- maður eða sá, sem þarf að hafa vit fyrir þeim, sem eru eða teljast fatlaðir. 1 þessari Svíþjóðarferð gerði ég mér far um að kynnast fólki og rabba við það á minni bjöguðu skandinav- ísku. Mér þótti fróðlegt að kynnast viðhorfum þess til ýmissa mála og þetta varð nokkurs konar vítamín- sprauta fyrir mig. Ég dáðist að því hversu víðtæk áhrif þeirra voru á mörgum sviðum. Þá lék mér mikil forvitni á að fá að vita um viðhorf manna eins og Anders Arnörs til þessa hóps, sem hann var að vinna fyrir, eins og ég hugsaði þá. Eitt sinn, þegar við Anders vorum á gangi um miðborg Stokkhólms, spurði ég hann beint hvernig það væri fyrir hann sem full- sjáandi mann að vinna fyrir þann hóp, sem teldust sjónskertir eða blindir. Gísli Helgason Anders stansaði snöggt, leit á mig og sagði. “Gísli. Ef þú ert að vinna fyrir einhvern hóp, nærðu aldrei teljandi árangri, nema þú álítir þig einn af hópnum. Eg hefi um margra ára bil unnið á vegum Sænsku blindra- samtakanna og ég er svo heppinn að vera einn af hópnum. Þess vegna eru baráttumál og hagsmunir sjón- skertra í Svíþjóð mín baráttumál og hagsmunir”. Mig setti hljóðan við þessi orð og átti í raun ekkert svar. Ég hugleiddi hvílíkt lán það hafði verið fyrir Sænsku blindrasamtökin að eignast slíkan málsvara sem Anders Arnör. Því miður lést hann fáum árum síðar, langt um aldur fram. Segja má að fatlað fólk hafi fyrst náð umtalsverðum árangri, þegar það tók málin í sínar hendur. Viðhorf almennings hafa smám saman breyst í þá veru að fötluðum beri að halda á málum sínum sjálfir. Þó virðist enn örla á forsjárhyggjunni og er það mjög dapurlegt, þegar stjórnmálamenn, sem telja sig víðsýna standa fyrir ályktunum, þar sem fötluðu fólki á að skipa á einhvern ákveðinn bás. Mér hefur stundum dottið í hug aðferð Bandaríkjamanna við Indíánana. Þegar búið var að hrekja þá af land- svæðum sínum , var þeim úthlutað svokölluðum verndarsvæðum, þar sem þeir áttu að geta lifað í friði. Sumir spjöruðu sig, en aðrir gátu ekki aðlagað sig nútíma lifnaðarháttum og lögðust í eymd og volæði. Þannig gæti farið fyrir miklurn fjölda fólks hér á landi, verði það ekki talið með sem eðlilegur hluti þjóðfélagsins. Það yrði sett til hliðar, því skammtað til hnífs og skeiðar þannig að það gæti skrimt, en þeir hinir ófötluðu sætu að krásunum, gætu valið úr störf- um,”lifað og leikið sér, létt í spori hvar sem er”, eins og skáldið sagði. að er ánægjulegt að viðhorf almennings skuli hafa breyst fötluðum í hag. Þó virðist enn sú tilhneiging ríkja að fatlaðir geti ekki sinnt eða ráðið fram úr málum sínum. Sýnu verst er þetta, þegar samtök fatlaðra sjálfra gera í því að ýta undir þessa vantrú á getu þeirra með því að ráða í vaxandi mæli ófatiað fólk í fyrirsvar. Þetta hlýtur að leiða hugann að þeirri spurningu hvort fatlað fólk sé svo sundrað að það geti ekki treyst öðrum úr sínum röðum, eða er for- ystukreppa skollin á í röðum þeirra? Það verður tíminn að leiða í ljós, en ég fullyrði að verulegur árangur næst ekki í málefnum fatlaðra, nema þeir taki á málum sínum sjálfir, eða til þess veljist fólk, sem vinnur með þeim en ekki í þágu þeirra. Gísli Helgason FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.