Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 4
Skyggnst á bak við Lottóhattinn Rætt við Vilhjálm B. Vilhjálmsson framkvæmdastjóra Lottósins, • • / nýkjörinn formann Reykjavíkurdeildar LHS, fyrrverandi formann OBI - og sterkan málsvara heyrnleysingja. Lottóhatturinn geymir sitt- hvað forvitnilegt annað en vinninga. Að baki stendur sá sem “sótti lottóið” og heldur um stjórnvölinn. Vilhjálmur tekur á móti mér á skrifstofu sinni hjá Islenskri getspá. Handtakið er fast, maðurinn þéttur á velli, traust- vekjandi, enda víða kjörinn til for- ystu. Innandyra hjá Lottóinu er ekki óhóf, þótt ætla mætti að fjármagn væri til slíkra hluta. Bláir og hvítir litir, ljóst beiki. Hvorki palesander né dýr málverk. Aðeins plaggat með Lottóhattinum fræga, sem fær margan til að opna budduna. Er lífið ekki eitt allsherjar lottó? Stórir og litlir vinningar. Allir fá sinn skerf. Spurningin er alltaf að vinna sem best úr því sem lífið úthlutar. A meðan vinningstöl- urnar hoppa á skjánum, og menn bíða í ofvæni eftir þeim stóra, - vita fæstir til hvers leikurinn er gerður, hvernig stórum hluta ágóðans er varið. “Eg sé ekki bjargráð öryrkjans sem á sér engan málsvara, skortir baráttu- þrek, er hundinn við hjóla- stól eða getur ekki staðið fyrir sínu máli. Staða Öryrkjabandalagsins hefur gjörbreyst við að fá fastan fjárhagsgrundvöll. Lottóið er ótvíræð nauð- syn fyrir samtökin.” Þetta segir sá maður sem gjörbreytti fjárhags- stöðu Öryrkjabanda- lagsins, og er málsvari þeirra sem eiga erfitt með að standa fyrir sínu máli - Vilhjálmur á tvo heyrnarlausa syni. r það rétt, Vilhjálmur, að þú hafir fundið lottóið úti í Bandaríkjunum og komið með það hingað? “A vissan hátt má segja það,” segir Vilhjálmur sem vill ekki gera of mikið úr sínum hlut. “Eg var í einkaerindum í Bandaríkjunum, þegar húsbóndinn á heimilinu þurfti að skreppa út í búð - til að kaupa lottómiða! Eg fór með honum og keypti líka miða. Hann útskýrði tilgang lottósins fyrir mér, og þarna sá ég í fyrsta sinn tölurnar dregnar út í sjónvarpinu. A leiðinni heim í flugvélinni fór ég að hugsa um, að þetta gæti verið eitthvað fyrir Öryrkjabandalagið. Heima færði ég þetta í tal við Odd Ólafsson, þá 75 ára, en síungan í anda eins og alltaf. Hann sagði strax: “Þú verður að athuga þetta betur og fara sem fyrst aftur til-Banda-ríkjanna.” Hann var fljótur að sjá að þetta gæti verið góð fjáröflunarleið. Hjá honum var ekkert hik, þótt hér væri um algjöra nýjung að ræða. Oddur hafði síðan samband við íslenska sendiráðið í Washington, sem kom okkur í tengsl við rétta aðila.” Vilhjálmur segir að deilt hafi verið um það á Alþingi, hvort leyfa ætti lott- óið. “Á þeim tíma hafði Iþróttasam- band Islands einkaleyfi á talnaget- raunum, en Öryrkjabandalagið sótti um rekstur á bókstafagetraun. Þegar Steingrímur Hermannsson þáverandi forsætisráðherra hafði lagt áherslu á að þessi stóru samtök hefðu samstarf um reksturinn, reyndist Islensk getspá vera með fyrsta beinlínutengda lottóið í Evrópu.” - Hvert er eignarhlutfall Öryrkjabandalagsins í lottóinu? “Öryrkjabandalag Is- lands á 40%, íþrótta- og Ólympíusamband Islands 46.67% og Ungmennafélag íslands 13.33%. Þessir þrír aðilar eiga og reka lottóið sem er einnig með Víkinga- lottóið og Jóker. Islensk getspá er með 220 sölustaði út um allt land. Lottóið hefur skilað 3.8 milljarða hagnaði sem er greiddur beint til eignaraðila. Þar af hefur 1.5 milljarður runnið til Ör- yrkjabandalagsins. Islensk getspá er nú grundvöllur fyrir starfsemi ÖBI eins og 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.