Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 5
margoft hefur komið fram í málgagni bandalagsins.” Gjörbreytti fjárhagsstöðu ÖBÍ Þótt Vilhjálmur hafi aðeins gegnt formannsstöðu Öryrkjabandalagsins í þrjú ár, þá gjörbreyttist fjárhagsleg staða þess í hans tíð. Hann hætti sem formaður þegar hann varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Islenskrar getspár árið 1986. Vilhjálmur segir að í sinni for- mannstíð hafi Öryrkjabandalagið verið í erfiðri stöðu að koma málum sínum á framfæri. “Við vorum með viljayfirlýsingar og óskalista í gangi, en viljinn nær skammt, ef fjármagn skortir. Hug- sjónir og eldmóður brautryðjendanna höfðu samt fleytt Öryrkjabandalaginu langt á leið, mikið var búið að byggja upp. En þörfin minnkar ekki á meðan svona margt ungt fólk slasast í um- ferðinni eða verður fyrir alvarlegum áföllum. Nú getur Hússjóður ÖBI keypt og leigt íbúðir til að koma til móts við þarfir fatlaðra. Og nú fylgir Fréttabréf ÖBÍ mörgum málum eftir, en þá var ekkert félagsrit.” Vilhjálmur segir það hafa verið lærdómsríkan tíma að fá tækifæri til að starfa með öllu þessu góða og hæfa fólki, sem var að berjast fyrir réttind- um öryrkjans. “A engan er hallað, þótt nafn Odds Ólafssonar sé þar efst á blaði.” - Hvernig maður var Oddur Olafsson? Enginn minnist á fyrstu ár Öryrkjabandalagsins, nema nafn hans sé nefnt. “Oddur Ólafsson var algjör braut- ryðjandi, sem reyndi alltaf að sjá út leiðir til að ná árangri. Jákvæð viðhorf einkenndu manninn og mótuðu öll hans störf og samstarfsfólk. Þess vegna náði hann svona langt. “Eg lærði mikið af honum.” “Eg er ekki talsmaður þess að beita klónum!” segir Vilhjálmur með áherslu. “Mér finnst skynsamlegra að leggja fram þokkalega tillögu og reyna að afla henni brautargengis en að berjast áfram með kjafti og klóm. Ég kýs frekar að segja brosandi við mótherjann: - Nú er sólin að koma upp! Heldur en reka manninn út, rífa hann úr frakkanum og segja: - í sólbað skaltu hvort sem þér líkar betur eða verr! Maður á að njóta lífsins með ljúf- um hætti, ef þess er kostur. Sama gildir um leiðir til að ná fram sínum markmiðum.” Kleif stigann til metorða Vilhjálmur lærði snemma að vinna, missti föður sinn 16 ára og gerðist þá fyrirvinna fjölskyldunnar, þriggja yngri systkina og móður. Hann vill ekki bera þá erfiðleika sína á borð, en segir: “Það hlýtur að stappa stálinu í hvern mann, þegar nauðsyn krefur hann til að byrja að vinna svo snemma í lífinu.” Systkini Vilhjálms hafa komist vel áfram. Margir þekkja bróður hans, Reyni Vilhjálmsson garðarkitekt, en annar bróðir hans, Jóhannes glímir við þá lífsreynslu að vera bundinn hjólastól. Vilhjálmur þekkir því baráttu fatlaðra að koma sér áfram í lífinu - frá fleiri en einum sjónarhól. “Ég hóf störf hjá símanum 16 ára og var í skóla með vinnunni. Þá þótti sá maður heppinn sem varð sér úti um svo hreinlega vinnu. “Hjá Pósti og síma var ég línu- maður, símvirki, símvirkjameistari, fulltrúi, deildarstjóri - og var í mjög góðu starfi þegar ég hætti þar eftir 28 ár. - Hvers vegna? Jú, ég vildi reyna eitthvað annað.” Vilhjálmur stofnaði fyrirtæki í samstarfi við nokkra félaga, en bauðst starf í Danmörku og flutti sig með fjölskylduna, bjó þar í þrjú ár og stundaði kennslu og sölumennsku. Eftir heimkomu fór Vilhjálmur að vinna fyrir Félag heyrnarlausra. - Á tvo heyrnarlausa syni Stjórnarmenn í félagasamtökum sem eru undir regnhlífavernd Öryrkjabandalagsins eiga eitt sameiginlegt. Annaðhvort eru þeir öryrkjar sjálfir eða málsvarar náinna ættmenna. Baráttan er því nærtæk og huglæg. Vilhjálmur hefur starfað mikið fyrir Félag heyrnarlausra. - Hvað skyldi hafa leitt hann út í þá baráttu? “Fyrsta barnið okkar, sonur, er heyrnarlaus frá fæðingu. Við fórum með hann til Danmerkur í gagngera skoðun. Þá var okkur sagt að hann væri einstakt tilfelli - og við hvött til að eignast fleiri börn. Annað barnið okkar var dóttir með eðlilega heyrn, - en þriðja barnið sonur reyndist með lokaða heyrn eins og bróðir hans. Þá var auðvelt fyrir sérfræðingana að segja - að þetta væri genetískur galli.” - Hvernig er að ala upp heyrn- arlaus börn frá fæðingu? Nú hafið þið fengið mikla reynslu með tvo syni á mismunandi aldri. “Vilhjálmurfæddist ’55 en Hauk- ur ’63 - átta ár á milli þeirra. Svona fötlun kemur mikið niður á öðrum börnum í fjölskyldunni. Við vorum samviskusöm - ég og þessir strákar og mamma þeirra. Mér er minnisstætt að oft missti maður af fréttunum, þegar þeir vildu fá svör við ýmsum spurningum. Öll tjáning tekur svo miklu lengri tíma. Mikil áhersla var lögð á talmálið, þegar strákamir voru að alast upp. Og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.