Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Side 7
Heymleysingjar em ekki í aðstöðu til að tjá sig, svo að eftir sé tekið. Þeir verða að hafa baráttumenn fyrir sig, fulla af eldmóði og útsjónarsama, sem hafa kraft til að berjast.” - Hvert var lielsta baráttumálið sem þú beittir þér fyrir? “Stærsta ósk þeirra var að fá táknmálsprest. Fyrst áttaði ég mig ekki á, hve mikils virði prestsþjón- ustan er þeim, en margar ferðirnar fór ég niður á biskupsskrifstofu. Það var Pétur Sigurgeirsson biskup sem kom málinu í gegn. Nú njóta þeir þjónustu séra Miyako Þórðarson og gætu ekki án prests verið.” - Ef þú œttir að tiltaka það sem heyrnleysingjar glíma helst við? “Málið geta þeir aldrei lært á eðlilegan hátt. Röddin getur aldrei orðið eðlileg. Oöryggið - að heyra ekki og hafa því óvirkt aðvörunarkerfi. Geysileg fötlun er líka að geta ekki notið tónlistar, eins og hún er stór þáttur í samneyti manna.” Vilhjálmur segir mjög margt jákvætt hafa komið fram síðan hann og strákarnir hans voru að glíma við þessi vandamál. “Nú er kominn feykilega góður sérbúnaður, eins og textasími, dyra- bjalla, eldvörn og vekjaraklukka. Tækniframfarir eins og símbréfið, tölvubréfið og Netið koma sér afskaplega vel fyrir heymarlausa. Og margir þeirra eru mjög hæfir á þessu sviði. Stórt skref var líka tekið, þegar táknmálsfréttir urðu fastur liður í sjónvarpinu.” Ekki er allt neikvætt við að vera heyrnarlaus. Afar merkilegt er að Vilhjálmi finnast ýmsir þættir í mann- legum samskiptum þróast jákvæðar hjá heymarlausum en fólki sem hefur öll skynfæri óskert. “Þessi hópur hefur svo ríka þörf fyrir að hittast, að þeir horfa framhjá vanköntum annarra. Þeir kunna virkilega að meta hvom annan. Ég hef aldrei orðið var við áreiti í annars garð hjá heyrnleysingjum.” Víða valinn til forystu Vilhjálmur er vinsæll forystu- maður. Síðastliðið sumar tók hann við formennsku í Reykjavíkurdeild Landssambands hjartasjúklinga. Ekki þarf annað en horfa á Vil- hjálm, hlusta á hann tjá sig, svara Lottóhatturinn. fyrirspumum í síma - til að skynja að hér situr maður sem kann að beita sér. - Hver er galdurinn við að vera góður forystumaður í félagasam- tökum? “Ég á nú ekki svar við því, en hallast persónulega að því að hafa stutta, hnitmiðaða fundi, - undirbúa þá vel, - fylgja málunum síðan vel eftir. Nýlega stóð Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir almenn- um fræðslufundi á Hótel Sögu. Þar voru “pípulagnir í kringum hjart- að”teknar fyrir. Ragnar Daníelsen læknir sýndi “stíflað rör” hjá hjarta- sjúklingi fyrir aðgerð, og allt í einu “nýja lögn” eftir aðgerð. Svona á að útskýra fyrir fólki í auðskiljanlegu myndmáli! A fundum um alvarleg málefni á alltaf að vera tími fyrir léttmeti eða brandara. Þama las Karl Guðmunds- son leikari sögu um Jón Prímus og í kaffihléinu spilaði Arni Elfar. Fund- urinn átti að standa í 2 tíma, en 5 mínútna seinkun varð, sem mér fannst of mikið. Fundargestir eiga að geta treyst boðuðum fundartíma.” - Hvenœr fórstu að finna fyrir hjartatruflunum ? “Á árinu 1990 fór ég að finna fyrir mæði og hjartagangtruflunum, og var skorinn upp í byrjun árs ’91. Ég var svo heppinn að þetta fannst áður en ég fékk hjartaáfall, svo að hjarta- vöðvinn varð ekki fyrir skemmdum. Strax og sjúkdómurinn uppgötv- aðist fór ég að kynna mér starfsemi landssamtakanna og leist svo vel á að ég gekk í félagið. Ég hef alltaf verið svo félagslega sinnaður,” Vilhjálmur hlær. - Ertu ánœgður með starf samtakanna? “Ég tel okkur vera á réttu róli. Landssamtökin hafa alltaf staðið við bakið á hjartalæknum. Hafa gefið lækningatæki í stórum stíl og veitt miklum og góðum fróðleik út í samfélagið, leiðbeint fólki hvernig það á að verjast sjúkdómnum. Frétta- bréfið okkar er fullt af fróðleik. HL stöðin er rekin að miklu leyti fyrir tilstilli samtakanna. Margir hópar njóta þar góðrar leiðsagnar, og þótt það heiti leikfimi sem þar er stunduð, þá er sérstaklega fylgst með hverjum og einum. Þannig standa samtökin fyrir bæði fyrirbyggjandi og læknis- fræðilegum aðgerðum. Við reynum að styðja við ríkis- valdið að veita sem besta þjónustu á þessu sviði - og aðstoða við að verjast sjúkdómnum. Árangur hér á landi er talinn stórkostlegur. Við viljum að Islendingar verði áfram í hópi bestu þjóða með varnir gegn hjartasjúk- dómum.” - Getum við það ekki? “Við verðum enn að sækja í okkur veðrið og fylgjast með á öllum sviðum”. Að mega verða eldri borgari Sjálfur segist Vilhjálmur vera að komast á aldur, og sá tími skammt undan að hann hætti að stjórna Lottóinu. “Vinnan hefur verið allt mitt líf. Eftir hjartaaðgerðina fór ég í endurhæfingu á Reykjalund. Ellefu vikum síðar var ég kominn aftur til vinnu. Allt stóðst sem læknamir höfðu sagt mér. Ég þekki ekkert annað en að vinna,” segir Vilhjálmur sem hefur unnið sleitulaust í heil 50 ár. Vilhjálmur er spenntur að eiga frjálsari tíma framundan. Hann hefur tekist á við mál af ýmsu tagi og gæti hugsað sér að vinna frekar að þeim. “Til þess að mega verða eldri borgari, hlýt ég að gera allt til að viðhalda góðri heilsu. Alltof fáir gera sér grein fyrir, hvað þeir geta sjálfir haft mikil áhrif á heilsu sína. Það þýðir ekki að kvarta, ef maður reynir ekki að bæta hana. Sjálfur lifi ég gegn betri vitund,” segir Vilhjálmur sem er þéttholda,“er of linur við mig í mat, þótt ég sé að reyna að stilla mig inn á grænmeti, er heldur ekki nógu dug- legur að ganga. Samt er ég fullur af SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.