Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Page 11
okkur sjálf. Stundum vörpum við skuggunum í okkur sjálfum yfir á stjómmálamenn og embættismenn. En hvað gemm við til þess að hlúa betur að náunganum á þessari aðventu? Ef það er eitthvað sem boðskap jólanna er ætlað að hafa áhrif á þá er það þetta. Við skulum þakka fyrir þau tækifæri sem við höfum til að efla hag þeirra sem standa höllum fæti. Það gerum við með samstöðu og með því að taka undir réttmætar kröf- ur þeirra. Réttlætið og kærleikurinn á að haldast í hendur og sagt hefur verið að réttlætið birti ásjónu guðs en með óréttlæti og umburðarleysi glötum við henni. Nú á tímum eru menn orðnir hræddir við dauðann í umhverf- inu af mengun og súm regni og ekki að ástæðulausu. En sennilega verður tilfinningaleysið fyrr til að deyða okkur. Þetta dæmalausa sinnuleysi þegar öllum stendur á sama um allt og alla. Það versta er að menn venjast þessu, rétt eins og menn venjast eyðingu umhverfisins. Læknirinn Karl Menninger sagði eitt sinn að það sé hægt að verða betri en góður til heilsunnar, það sem hann kallaði “weller than well”. Okkur býðst öllum að verða betri en góð til heilsunnar með því að læra að takast á við áföll og mótlæti lífsins í hvaða mynd sem þau birtast og hvað afstöð- una til öryrkja varðar þá verða breyt- ingamar mestar og bestar þegar menn setja sig í þeirra spor. Ef við ætlum okkur að lifa verðum við meðvitað að velja lífið. Það er sú ögrun sem við stöndum frammi fyrir á þessari aðventu. Við verðum að elska lífið af svo mikilli ástríðu að við venjumst ekki sinnuleysinu. Við verð- um að sigrast á eigin tilfinningaleysi og heillast af því lífi sem guð hefur gefið okkur. Það er sá guð sem birtist í Jesú Kristi, höfðingja friðar, kær- leika og réttlætis. Hann kom til þess að líkna og lækna og gera menn betri en góða til heilsunnar. Við spyrjum hvernig við getum haldið til fundar við hann, eða öllu heldur hvernig hann komi til okkar um þessi jól? að gerði einnig skósmiðurinn sem Tolstoy skrifar um í sögunni Dagur í lífi Panovs afa. Skósmiðinn dreymdi draum á aðfangadag um að Jesús kæmi til hans. Hann sat við gluggann á verkstæði sínu og trúði því að Jesús kæmi. Svo kom götusóp- arinn sem virtist vera kalt og skósmið- urinn sló til og bauð honum upp á kaffisopa. En hann leit stöðugt út um gluggann og sagði götusóparanum frá draumi sínum. Svo fór götusóparinn og var kaffinu og hlýjunni feginn. Síðan kom kona með illa klætt barn og skósmiðurinn gaf barninu skó og mömmunni súpu. Hann rak heila hjálparstofnun á verkstæði sínu. En þegar hún var farin fannst skósmiðn- um eins og talað væri til sín með orðunum: “Eg var svangur og þú gafst mér að borða, ég var þyrstur og þú gafst mér að drekka. Mér var kalt og þú bauðst mér inn. Eg mætti þér í öllum sem þú líknaðir í dag. Þegar þú aðstoðaðir þá miskunnaðir þú þig yfir mig”. Þannig er hið eilífa kærleiksríki guðs, sem Jesús birti og lauk upp fyrir mönnum”. “Það sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það gjörið þér mér”. Sigurbjörn Einarsson, biskup, varpaði eitt sinn fram þeirri spurningu hvort “íslenska þjóðin sé orðin svo háþróuð, að svona einföld orð frá Kananlandi eigi ekkert erindi við hana lengur. Einfaldur, blátt áfram kristin- dómur hæfir víst ekki þroska hennar”, segir hann. “Eða hvað? Kristin trú óbrengluð, eltist ekki við álfa, aftur- göngur eða “geimverur”. Hún beinir athygli að mönnum, hún vill vera skyggn á fólk, hún vill horfa með augum Krists á mennina og mannlífið og taka til hendinni á vettvangi mann- Iegs lífs eftir tilvísun hans í hlýðni við hann”. Svo mörg voru þau orð. Hvert verður andsvar þitt á þessari jólaföstu? Ert þú reiðubúinn að fylgja Kristi eftir með því að sýna náunganum samstöðu, vitandi að þar sem Kristur er þar er ríki guðs, ríki kærleika, miskunnsemi og réttlætis? Hann leiðir okkur til samfélags við guð og náungann, lífríkið og náttúr- una og okkar innra sjálf, þannig að viðskynjumtilgangmeðlífinu. Hann vísar okkur veginn, svo við öðlumst rétt sjálfsmat og sjálfsvirðingu, höld- um í vonina þrátt fyrir þung áföll, finnum leiðina frá sektarkennd til sáttargjörðar, skynjum hið eilífa mitt í tímanum og eignumst samfélag trúarinnar og kærleikans. Gefum honum rúm í hjörtum okkar um þessi jól og þá mun náungi okkar einnig eignast skjól og jólin verða gleðileg samstöðuhátíð. Olafur Oddur Jónsson Kynningarátak • • Oryrkjabandalag Islands efndi í febrúar sl. til sérstaks kynn- ingarátaks í fjölmiðlum til þess að vekja athygli á baráttumálum bandalagsins og bágum kjörum svo alltof margra öryrkja. Annars vegar voru tvær heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu sem birtust þar með viku millibili og fóru tæpast framhjá neinum lesanda blaðsins. Vissir þú sem hér birtist í síðasta blaði var uppistaða annarrar og sláandi sterk ummæli margra merkra aðila um kjör öryrkja uppistaða hinnar, en þau ummæli einmitt birt hér í blaðinu nú. Þau ummæli voru svo lesin í hljóðvarpi bæði á RUV og Bylgjunni og hljóta að hafa náð eyrum ærið margra. Þetta átak var eðilega tengt því að nú var að ljúka síðasta þingi á þessu kjörtímabili og full ástæða til ítrekunar á því sem mestu skiptir þ.e. réttlátri hlutdeild öryrkja í hinu margrómaða góðæri. Kosningar eru á næsta leiti og öruggt að áfram verður á hin bráðbrýnu baráttumál minnt í aðdraganda þeirra, þannig að nokkuð ljóst sé hvað flokkar og frambjóðendur hyggjast fyrir í því að rétta hag þessa hóps. Það verður þá ekki sagt að menn hafi verið alls ófróðir um ástand mála og hvar úr mætti bæta allra helst. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.