Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 16
„Viljinn til að sigra” Fimleikakonan Sang Lan getur kannski aldrei gengið aftur, en hún trúir því af öllu hjarta að lífið hafi óteljandi möguleika Ahorfendurnir voru allir brosandi þegar Celine Dion söng síðustu línurnar úr lokalagi kvikmyndarinnar Titanic: „My Heart Will Go On.” En sýningin hennar tveimur vikum áður var ekki endurtekningin af hennarbestu sýn- óundirbúin sýn- ing í sjúkraher- bergi á sjúkrahúsi í New York, þar sem söngvarinn heiðraði Sang Lan, kínversku fimleikastúlkuna sem lamaðist 21. Ingólfur Örn Birgisson ingum. Þetta var júlí 1997 eftir hrikalegt fall á Góð- gerðaleikunum. Heimsóknin gerði engin læknisfræðileg kraftaverk, en hún gladdi Sang. „Þegar hún (Celine Dion) fer til Hong Kong á næsta ári mun ég finna leið til að ganga, ef það er það sem þarf’, sagði hin harð- ákveðna 17 ára stúlka í þýðingu túlksins. Stjörnuheimsóknin var einstakt augnablik fyrir Sang, þar sem líf hennar er talið í klukkutímum í lang- dregnum líkamlegum æfingum til að koma lífi hennar í eðlilegt horf á ný. Strax eftir fallið mikla gat Sang ekki einu sinni hreyft hendurnar. I dag hafa læknar litla von um að hún fái nokkra tilfinningu fyrir neðan brjóst- kassann, þeir segja að það sé lfklegt. Hún hefur aukið styrkinn í hand- leggjum, öxlum og hálsi, henni tekst núna með smáhjálp að borða, fara í bað, klæða sig og ferðast um á sér- búnum hjólastól. „Sumar hreyfingar eru erfiðar,” segir Sang, en járnagi og vilji hafa hjálpað henni til að verða kínverskur meistari í fim- „Hún sagði að ég væri mjög sterk,” segir Sang (með Celine Dion). leikum 1997. „En,” bætti hún við með litlu brosi, „fimleikar eru erfið íþrótt.” Heilsusamlegt líferni, sem byrjaði 10 dögum eftir slysið, byrjar klukkan 9 fyrir hádegi, með tíma í sjúkraþjálfunardeildinni á Mount Sinai sjúkrahúsinu og er til klukkan 16:30. Iðjuþjálfinn Allison Gurwitz, þjálfar Sang í hversdags- legum aðgerðum, eins og að bursta hárið á sér og að klæða sig. Til að hindra að hún fái legusár, kennir sjúkraþjálfarinn henni að velta sér til hliðanna, svo hún geti snúið sér sjálf. „Ef hún getur það ekki í fyrstu til- raun, reynir hún aftur og aftur,” segir sjúkraþjálfarinn. „Hún virðist ekki kunna að gefast upp.” Einn af hennar mestu sigrum er að geta borðað sjálf. Jafnvel þótt hún hafi litla tilfinningu í fingrunum og geti ekki ennþá gripið um búsáhöld, hefur hún fengið spelku sem gerir henni kleift að halda utan um skeið, stinga henni í matinn og færa hana að munninum. „I byrjun var ég mjög klaufsk við að borða,” segir Sang, ,,en mér gengur betur og betur eftir að ég miðaði eitt sinn á nefið.” Sami útbúnaður gerir henni kleift að bursta í sér tennurnar, velja númer á síma og mála með pensli. Þrátt fyrir martraðir skömmu eftir slysið hennar, þar sem Sang fannst hún hrópa nafn á kínverskri fim- leikakonu sem lamaðist í svipuðu slysi fyrir fjórum árum, hefur leiðin til baka verið léttari fyrir hana vegna óbugandi léttleika hennar. „Ekkert virðist geta bugað hana,” segir Alice Lee, 15 ára gamall sjálf- boðaliði sem les fyrir hana bíóaug- lýsingar og lakkar neglurnar á henni. Aðstoðin frá fjölskyldu hennar, vinum og almenningi - ásamt New York borg og Góðgerðaleik- unum hefur skilað nú þegar 70.000 dollurum eða 4.830.000.000 krónum til að hjálpa henni með húsnæði, mat 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.