Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 18
Lilja Þórhallsdóttir daufblindraráðgjafi:
Daufblindrafélag Islands
Daufblindrafélag íslands var
stofnað 25. mars 1994.
Tilgangur þess er að vinna
að hvers konar menningar- og hags-
munamálum daufblindra. í félaginu
eru 32 félagar
en samkvæmt
rannsóknum
sem gerðar hafa
verið á Norður-
löndum ætti
fjöldinn að vera
40-70 manns á
Islandi. Félagið
er ungt og vand-
inn er sá að eng-
inn einn aðili sér um að greina
daufblindu, segja má að daufblinda
sé ekki til sem fötlun í greiningu og
því er það tilviljun háð hver gengur í
félagið. Það þyrfti að skrá fjölda
daufblindra sérstaklega.
Sett hefur verið á stofn verkefna-
stjórn með fulltrúum frá DBFÍ,
Blindrafélagi, Sjónstöð íslands,
Félagi heyrnarlausra, Samskipta-
miðstöð heymarlausra og Heymar-
og talmeinastöð. Verkefnastjórnin
ætlar að kanna fjölda eldri dauf-
blindra á íslandi. Nú þegar hefur
verkefnastjórnin látið þýða bækling
“Þegar sjón og heyrn bregst”, sem er
sérstaklega ætlaður starfsfólki í
öldrunarþjónustu. Öldrunardeild
Félagsþjónustunnar í Reykjavík
tryggði fjármagn fyrir bæklingnum.
Bæklingurinn verður gefinn út á
næstunni.
Meginmarkmið félagsins er að
vera:
* upplýsingamiðstöð um málefni
daufblindra
* styðja félagsstarfið almennt
* kynna daufblindu t.d. í skólum og
vinnustöðum, ekki síst þar sem
daufblindir einstaklingar dvelja s.s.
á sambýli
* styðja nemendur sem eru að kynna
sér og læra um daufblindu
* styðja starfsfólk sem er að vinna
með daufblindum og hjálpa þeim
að finna lausnir
* leita að daufblindum einstaklingum
sem ekki fá þjónustu við sitt hæfi
* vinna að bættri þjónustu við eldra
fólk sem hefur orðið alvarlega
sjón- og heyrnarskerðingu
* taka þátt í þróun á þjónustu við
daufblinda t.d. varðandi menntun
og endurhæfingu með það fyrir
augum að gefa þeim aukin lífsgæði
* vinna að auknum réttindum dauf-
blindra eins og t.d. í sambandi við
túlkaþjónustu.
Stjórn
Félagið hefur fimm manna stjórn
sem í sitja einn fulltrúi frá Blindra-
félaginu, einn frá Félagi heyrnar-
lausra og þrír daufblindir. Sam-
kvæmt lögum Daufblindrafélagsins
er það opið öllum daufblindum sama
á hvaða aldri þeir eru.
Hvað er daufblinda
Einstaklingur er daufblindur ef
hann er bæði alvarlega sjón- og
heyrnarskertur. Sumir daufblindir
eru algjörlega heyrnarlausir og
blindir, aðrir hafa örlitla sjón og
heyrn. Samsetning þessara fatlana
hefur þannig í för með sér mikla
einangrun og erfiðleika með sam-
skipti, skynjun á umhverfi, aðgang
að upplýsingum og komast leiðar
sinna. Þetta eru helstu örðugleikarnir
sem tengjast daufblindu. Hver
daufblindur einstaklingur ætti í raun
að vera bæði með túlka og leiðsögu-
mann með sér.
Hópar daufblindu
Daufblindum má í raun skipta í
þrjá hópa. Sumir eru daufblindir og
glíma þá við ýmsar viðbótarfatlanir
líka. Aðrir hafa orðið daufblindir
seinna á ævinni, fæðast annaðhvort
heyrnarlausir og verða svo blindir,
eða fæðast blindir og verða heyrn-
arlausir. Nokkrir eru fæddir með
eðlilega sjón og heyrn en missa svo
hvort tveggja vegna sjúkdóms, slysa
eða elli. Daufblindir eru af báðum
kynjum og á ýmsum aldri en með-
limir í félaginu hjá okkur eru 35-50
ára.
Bætt þjónusta
Það þyrfti að gera nákvæma
rannsókn á fjölda daufblindra ein-
staklinga á Islandi. Einnig vantar
nákvæma greiningu fyrir hvern
einstakling þannig að hægt sé að
veita honum þjónustu sem honum
ber. Erlendis sjá greiningarteymi um
slíka greiningu. Helst þyrfti að setja
á fót þannig kerfi að hver daufblindur
einstaklingur gæti fengið upplýsingar
um málefni líðandi stundar, farið í
heimsóknir, út að versla og gert allt
það sem okkur hinum finnst bæði
hversdagslegt og sjálfsagt. Þessir
einstaklingar eru algjörlega upp á
aðra komnir. Margir búa á sambýli,
aðrir einir og þjónustan við þá er
mjög mismunandi. Oft segja þau
sjálf að heimur þeirra nái ekki lengra
en hendurnar ná.
Samskiptaleiðir
Þær eru mjög mismunandi eftir
hópum og velta til dæmis á því hvort
viðkomandi hefur misst fyrr heyrn
eða sjón. Helstu samskiptaleiðir
daufblindra eru tal, táknmál, snerti-
táknmál sem byggir á því að halda í
hönd þess sem talar og skynja táknin
á þann hátt, blindraletur og fingra-
stafróf. Síðastliðinn vetur höfum við
unnið mikið með tölvur fyrir dauf-
blinda sem hefur verið mjög spenn-
andi. Tölvurnar hafa í raun opnað
mörgum nýjan heim, bæði í sam-
skiptum og við upplýsingaöflun.
Með tölvupósti hafa daufblindir
getað átt samskipti hverjir við aðra
gegnum blindralyklaborð án milliliða
og talað saman í fyrsta sinn. Einnig
hafa þeir átt kost á því í fyrsta skipti
að tala við fólk sem kann þeirra
samskiptaleiðir.
Lilja Þórhallsdóttir.
Lilja
Þórhallsdóttir
18