Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 22
MÚLALUNDUR
40 ÁRA
Hinn 24. janúar sl. voru liðin
40 ár frá því Múlalundur var
stofnaður. Eins og menn
munu vita er það SÍBS sem stóð að
stofnun og stendur fyrir rekstri
Múlalundar.
Múlalundur er hér í alnæsta
nágrenni við Öryrkjabandalagið þ.e.
í Hátúni 10 c.
Áður hefur hér
í Fréttabréfinu
verið fjallað um
starfsemina í
Múlalundi, en í
tilefni merkra
tímamóta tölti
ritstjóri yfir til
þeirra Múlalund-
armanna til að fá
frekari fróðleik
numið, hver sag-
an hefði verið,
hversu mál
gengju fram í dag
og þá rýnt í
óráðnar rúnir
framtíðar, ef
menn treystu sér
til.
Gott hald hafði
ritstjóri og í
Tíðindum frá Múlalundi þar sem
Guðmundur Guðmundarson stjórnar-
formaður skrifar góða og glögga grein
sem nefnist: Farsælt starf í 40 ár.
ÞarsegirGuðmundurm.a.: “Fyrir
marga öryrkja er það mikið tilhlökk-
unarefni að fá að starfa á Múlalundi
og það eru stundvísar og vinnufúsar
hendur sem hér mæta til vinnu á degi
hverjum. Ekki sakar að á stundum
getur vinnan hér reynst eins konar
stökkbretti til annarra atvinnutæki-
færa.”
Yiðmælendur ritstjóra voru
einmitt stjórnarformaðurinn
Guðmundur, Steinar Gunnarsson
framkvæmdastjóri og svo kom síðar
Ólafur Jóhannesson sem sæti átti í
fyrstu stjórn Múlalundar, sá eini sem
eftirlifirafþeimágætahóp. Þess má
þá um leið geta að Guðmundur stjórn-
arformaður á að baki 36 ára samfellda
setu í stjórn Múlalundar og ekki
aldeilis lát á honum. Hann vildi í upp-
hafi koma því að, að farsæld og góður
gangur fyrirtækis eins og Múlalundar
væri ekki hvað síst að þakka hversu
til tækist um framkvæmdastjóra og
hversu það sæti hefði verið og væri
vel skipað. Svo væri einnig um góða
starfsmenn yfirleitt.
Þeir félagar stikluðu á stóru í sögu
Múlalundar. Starfsemin hefði hafist
í leiguhúsnæði við Hjarðarhaga hér í
borg, þar hefði verið saumastofa og
sníðaverkstæði og þar hefðu nær
eingöngu konur unnið. Fyrstu árin
hefðu eðlilega einkennst af byrjenda-
basli og einnig hefðu þau höft og sú
skömmtun sem þá einkenndu þjóð-
félagið haft sín áhrif en m.a. hefði það
leitt til tilrauna með nýjar framleiðslu-
vörur, ófáanlegar þá eða illfáanlegar.
En svo húsnæðisaðstöðu séu gjörð
glögg skil þá var fljótlega fengið
húsnæði í Ármúla 16, en Hátúnið varð
svo samastaður Múlalundar 1982.
Þeir minntu á hina miklu óhag-
kvæmni sem í því hefði verið fólgin í
Ármúlanum að vera á þrem hæðum,
einnig hefðu þar verið mikil þrengsli,
vörur hvarvetna: í lyftugangi, á
klósettum o.s.frv.
Og svo rifjuðu þeir upp hinar
linnulausu tilraunir með fram-
leiðsluvörur, en alltaf var við það
miðað helst og fremst að unnt væri
að segja að ekkert slæmt kæmi frá
Múlalundi. Þannig minntu þeir á
vindsængur sem láku, regnkápugerð
þar sem þeim fyrstu 200 hefði til
hliðar verið hent; þeir nefndu og kaup
á plastsuðuvélum til framleiðslu á
sjóstökkum með innbyggðum björg-
unarvestum, tilraun sem átti að takast
fyrir sjómannadaginn 1959 en mis-
tókst með öllu.
Þeir félagar rifjuðu ekki síður upp
það sem tókst, það sem svo vel
lánaðist og nefndu þó aðeins nokkur
dæmi.
Handtöskugerð var mjög vinsæl,
svokallaðar Hagkaupstöskur, íþrótta-
töskur litfagrar mjög og þægilegar,
mikið framleiddar og seldar, en
innflutningursáfyrirþeirri vöru. Svo
nefndu þeir framleiðslu dömubinda
sem hefði verið talsverð, hráefnið var
dýrt, fyrirferð efnisins mikil einnig,
allt handsaumað, engin sérstök þró-
unarvinna fór fram og því féll
framleiðsla þessi niður. Þeir nefndu
einnig verkefni á saumastofu s.s.
blússur, földun vinnusloppa, fram-
leiðslu gólfklúta o.fl. Margtafþessari
fyrstu framleiðslu var úr sögunni
þegar losað var um höft og innflutn-
ingur var gefinn frjáls.
Það eina sem stóð sig áfram og
stendur enn er plastið.
Og plastvörurnar eru uppistaða
starfsemi og framleiðslu í dag. Þar er
mikil fjölbreytni og ugglaust kannast
allflestir eða allir við hinar ágætu
framleiðsluvörur Múlalundar.
Aðeins minnt á hvers konar plast-
vörur fyrir skrifstofur, skóla og
heimili. Eglubréfabindin sem dæmi,
lausblaðabækur veigamikill þáttur,
mikið af smærri vörum hvers konar,
ráðstefnumöppur og fyrirtækja-
möppur hvers konar prýddu veggi
fundarsalar og þeir félagar sögðu það
snaran og dýrmætan þátt framleiðsl-
unnar. Auðvitað væru þeir í sam-
keppni við innfluttar vörur en Múla-
lundur ætti sína traustu og öruggu
viðskiptavini: bankar, stórfyrirtæki,
ríkisstofnanir, orkufyrirtæki og spari-
sjóðir m.a. nefnd til sögu.
Múlalundur er eðlilega með sér-
staka söludeild, sölumenn, afgreiðslu-
fólk og bílstjóra, því frumskilyrðið er
að selja framleiðsluna. Þeir nefndu
það m.a. í sambandi við samkeppnina
að vel væri fylgst með viðtölum við
menn í sjónvarpi, gætt að því hvaða
bréfabindi sæjust á bak við þá sem við
væri talað, ef viðtölin væru á skrif-
stofum þeirra tekin og þó að brosað
væri nú að þessu, þá eru þetta vel að
merkja aðeins hin eðlilegu viðbrögð
Guðmundur
Guðmundarson
Steinar
Gunnarsson
22