Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 23
í hörku samkeppninnar. Enn var vikið að upphafinu og vísað fyrst til greinar Guðmundar stjórnarformanns þar sem hann segir frá upphafinu á Reykjalundi og aðsókn þar í vinnu miklu meiri er fram liðu stundir en unnt var að sinna: “Vegna þess mikla fjölda sem ekki komust að á Reykjalundi var Múla- lundur stofnaður sem öryrkjavinnu- stofaíReykjavíkíjanúar 1959. Þegar sigur vannst á berklum nutu aðrir þeir sem lifðu við skerta starfsorku þeirrar aðstöðu sem sköpuð hafði verið”. Þeir félagar bentu á þá staðreynd að engir sérstakir skjólstæðingar SÍBS væru þama í vinnu, heldur öryrkjar úr öllum áttum, 60 nú þar starfandi ýmist hálfan eða allan daginn. Það er Vinnumiðlun fatlaðra hjá Reykjavíkurborg sem annast ásamt Múlalundi starfsmanna- ráðningar og sögðu þeir það samstarf vera hið ágætasta og gæfi góða raun í hvívetna. 50 öryrkjar eru fastráðnir og svo eru um 40 á ári í 3ja mánaða tímabundinni vinnu, margir aftur og aftur. * Abiðlista eftir vinnu eru alltaf þetta 60-70 manns og reynt er að hreyfa sem allra mest við honum. Steinar sagði að þeir sem væru í hinni tímabundnu vinnu ( 3ja mánaða ) sæktu oft um vinnu á ný um leið og þrem mánuðum væri lokið. Það segði sitt um reynslu þessara hinna sömu af starfinu. Nú hefur verið gerður þjónustu- samningur við félagsmálaráðuneytið og þannig kemur til ákveðin aðstoð ríkisvaldsins s.s. er við aðra slíka vinnustaði, en slík aðstoð kom fyrst til nú á þessu ári. Um víða vegu farið í spjalli okkar og Guðmundur vakti athygli á því að yfirleitt væru öryrkjavinnustaðir reknir með tapi. Vitnaði í Dani sem segðu að 50% tap væri viðunandi, slíkt væri mikilvægi þess starfs sem þarna væri unnið. Steinar sagði að hér væri líka reynt að hafa sem flesta í vinnu, öfugt við það sem væri víðast annars staðar. Mikilvægi vinnunnar væri vissulega til staðar og dýrmæti þess ekki dregið í efa, en engu síðri væri hin félagslega upplyfting, það að vera innan um fólk á vistlegum vinnustað, rjúfa um leið oft vítahring hinnar félagslegu einangrunar sem yrði mörgum svo erfið, verða um leið virkirþátttakendurísamfélaginu. Og enn einu sinni að upphafinu og hinum Hlerað í hornum Læknirinn gaf sjúklingi sínum töflur við krankleika sínum en daginn eftir kom sjúklingurinn aftur og sagðist hafa orðið verri og bætti við. “Nú slaga ég bara út til hliðannna”. Þá ansaði læknirinn: “Já, þetta eru sko bara hliðarverkanir”. * * * Bindindismaður einn var að dásama vatnið, sagði að menn ættu að drekka vatnenekkivínogsagðisvo: “Vatn- ið er okkur nauðsyn, ef ekkert væri vatnið þá gætu menn ekki lært að synda og þá myndu allir drukkna”. * * * hugsjónaglöðu forystumönnum vikið af þeim félögum s.s. þeim Þórði Benediktssyni og Guðmundi Löve, en kraftur þeirra ásamt með öðrum góðum s.s. Oddi Olafssyni hefði gert þetta allt að vænum virkileika. Til Guðmundar Löve leitaði fólk í atvinnuleit og hann dreif öðrum fremur í því að vinnustaðurinn varð til og veitti fólki létta vinnu, aðallega hálfan daginn. Sá sem lesið hefur yfir gamlar skýrslur Guðmundar og birt glefsur úr þeim hér í blaði, undrast og dáist um leið að því hversu mörgum var veitt úrlausn til hags og heilla. Olafur Jóhannesson sem fletti fundargerðarbókum meðan viðtalið fór fram minnti á það, að fyrsta ár Múlalundar voru 18 stjórnarfundir haldnir, það var ekkert verið að gefa eftir, unnið að því af atorku og dug að gera drauminn að sem bestum raun- veruleika. Þeim félögum er þakkað fróðlegt og gott viðtal um leið og þeim Múla- lundarmönnum öllum eru færðar far- sældaróskir um framtíð alla, að starf- semin megi áfram reynast góð gæfu- bót svo mörgum. Þess skal svo að lokum getið að á afmælisdaginn var opið hús og ekki að tómum kofa komið, þorrahlaðborð beið gesta sem starfsfólks og var heldur betur tekið til matar síns. Mæt er kveðjan til þeirra er Múlalundur hýsir til vænna verka. Helgi Seljan. Úr sjúkraskýrslu: “Hún er gift, en er að öðru leyti heilbrigð”. * * * Ritstjóri er ekki uppnæmur mjög fyrir tækninýjungum. Því þótti lionum vænt um að heyra sögu frá forystu- konu í okkar röðum um netsamskipti sín við fyrirtæki hér í borg. Viðtak- anda þótti nóg um þegar honum barst í netpóstinum kyrfilega merkt við- komandi forystukonu: Sæll, elskan, viltu athuga fyrir mig hvort nokkuð er eftir á debetkortinu mínu. Vitanlega hafði þetta átt að fara til eiginmanns sendanda, en ritstjóri sagði auðvitað: Svona er netið nú stórhættulegt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.