Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 27
poka, þ.e. poki og plata í tvennu lagi, og samfelldan poka, þ.e. poki og plata í einu lagi. Það eru einmitt þessir samfelldu pokar sem eru dýrari og eru því nokkrir vöruflokkar þeirra ofan við þessi greiðslumörk Trygginga- stofnunar en svo vill til að notendur þeirra eru að mestu leyti öryrkjar og ellilífeyrisþegar. A hinn bóginn nota margir þeirra sem eru fullfrískir og í vinnu samsetta poka, þannig að stór hluti þeirra sem áður greiddu 10% af vörunum þurfa ekki að borga krónu í dag. Það hlýtur því hver maður að sjá að hér er ekki um nokkurn jöfnuð að ræða heldur hróplegt misrétti í reynd. Kæru hafnað Örfáir einstaklingar, allt öryrkjar hafa farið svo svívirðilega út úr þessum reglum að þeir þurfa að greiða um 60 þús. kr. á ári. Þetta eru allt þvagstómaþegar sem þurfa að nota sérstaka gerð af samfelldum þvag- pokum sem vissulega eru mjög dýrir. Þessir stómaþegar þurfa að skipta um poka daglega og geta með engu móti notað aðra gerð af þvagpokum m.a. vegna húðvandamála. Þeir hafa því ekkert annað val. Einn þessara þvag- stómaþega kærði þennan úrskurð Tryggingastofnunar af ofangreindum ástæðum. Kæran var lögð fram 15. september 1998 en endanlegur úrskurður kom ekki fyrr en 5. febrúar 1999. Þess skal getið að það tekur að jafnaði þijá mánuði að afgreiða kæru- mál hjá Tryggingastofnun að hennar eigin sögn. Kærandi benti á að hver einstakur poki kosti 867 kr. en Trygg- ingastofnun greiddi aðeins 705 kr. Kærandinn, sem er öryrki, greiðir því 4.941 kr. á mánuði fyrir þessar lífsnauðsynjar eða 59.292 kr. á ári. Það er skemmst frá því að segja að tryggingaráð, sem felldi dóm í þessum úrskurði, hafnaði kæru öryrkjans alfarið og vísaði til gildandi reglna. Þetta voru vægast sagt kaldar kveðjur, ekki bara til þessa tiltekna einstaklings heldur allra stómaþega og sér í lagi öryrkja, ellilífeyrisþega og barna. Þess skal getið að fjórir samþykktu þessa afgreiðslu málsins; einn sat hjá. Hvers eiga öryrkjar og ellilífeyrisþegar að gjalda? Ein meginástæða þess að Trygg- ingastofnun vildi breyta gildandi reglum var sú að ráðamönnum þar á bæ fannst útgjöld stofnunarinnar vegna stómavara hafa aukist gífurlega og að þeirra mati vegna óeðlilegra hækkana á vörunum. Var á þeim að skilja að einhverjir umboðsaðilar stómavara vildu hagnast á Trygginga- stofnun. Bentu þeir á að útgjöld TR vegna stómavara hefðu hækkað úr u.þ.b. 25 millj. árið 1993 í tæpar 40 milljónir 1996. Við bentum hins veg- ar á að stómaaðgerðum hefði fjölgað mjög á þessum árum, einkum og sér í lagi tímabilsbundnum aðgerðum, og sýndum tölur í því sambandi. Umboðsaðilar greindu frá því að þessar vörur væru alltaf að verða vandaðri og að baki hverri nýrri vöru lægi þróunarverkefni sem gerði það að verkum að nýrri vörur væru eðilega dýrari. Tryggingastofnun kom til móts við kröfu okkar í Stómasamtökunum þeg- ar hún felldi niður tíundina svonefndu, m.a. vegna þess að hún væri í raun lítill hluti af heildarútgjöldum stofn- unarinnar vegna stómavara. Við höf- um spurt hvers vegna ekki mætti þá afnema allar álögur á öryrkja, ellilíf- eyrisþega og börn þar eð sú upphæð, sem þessir hópar greiða nú vegna stómavara, skipti varla miklu máli fyrir heildarútgjöld ríkisins. Við þeirri spurningu hefur ekkert svar fengist. Samanburður við Norðurlöndin Þegar Tryggingastofnun samdi þessar reglur tók hún mið af reglum hliðstæðrar stofnunar í Noregi að því er viðkemur verði og vöruflokkun. f Noregi er það hins vegar svo að tryggingastofnunin þar, Rigstrygde- verket, hefur samið við innflytjendur stómavara um ákveðið hámarks- eða viðmiðunarverð. Það hefur leitt til þess að norskir innflytjendur halda sig innan þessara viðmiðunarmarka og því þurfa norskir stómaþegar ekki að greiða krónu fyrir þær vörur sem þeir þurfa á að halda. Hér var það hins vegar Tryggingastofnun sem ákvað hámarksverðið án samráðs við innflytjendur. Þrátt fyrir að norskir stómaþegar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvað það kostar að vera með poka á maganum er engu að síður í gildi í Noregi ákveðið hámarksverð sem þeir greiða. Böm að 7 ára aldri eru undan- þegin öllum kostnaði, börn 7-16 ára, ellilífeyrisþegar og þeir sem eru óvinnufærir greiða að hámarki 440 kr. á ári sem svarar um 4.500 ísl. kr. Aðrir greiða mest sem svarar um 13.000 kr. á ári, eftir það fær fólk fríkort. Við hljótum því að spyrja: Ur því Tryggingastofnun tekur mið af reglum um verð og vöruflokkun í Noregi hvers vegna tekur hún þá ekki líka mið af þeim reglum er gilda um hámarksverð sem stómaþegar þar í landi greiða? f Svíþjóð er í gildi ákveðinn hámarkskostnaður fyrir sjúklinga en þar greiðir fólk aldrei meira en sem svarar 13.000 ísl. kr. á ári og fær fríkort eftir það og gildir þetta jafnt um stómavörur sem almenn lyf. Þegar horft er til annarra Norður- landa verður samanburðurinn enn óhagstæðari fyrir okkur því Danir, Finnar og Færeyingar þurfa engar áhyggjur að hafa af kostnaði vegna stómavara. Það er rétt að hafa í huga í þessu sambandi að bætur öryrkja á hinum Norðurlöndunum eru helmingi hærri en hér á landi eins og fram hefur komið í fréttum. Lokaorð Krafa okkar í Stómasamtökunum er einfaldlega sú að ellilífeyrisþegar, öryrkjar og börn eigi ekki að greiða afþessumlífsnauðsynjum. Þvímiður hefur henni verið hafnað en við höfum og munum halda áfram að leita allra leiða sem eru á okkar færi til að vekja máls á þessu óréttlæti. Höfum við m.a. gengið á fund heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Öryrkjabandalagið hefur að und- anförnu, með eftirminnilegum hætti, vakið fólk til umhugsunar um kjör öryrkja á þeim tímum þegar hamrað er á svonefndu góðæri hjá lands- mönnum. Það er því að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur að auka álögur á öryrkja eins og gert er með þeim reglumTryggingastofnunar sem hér hafa verið skýrðar. Engu skiptir hvort hér er um fáeina eða fjölmarga einstaklinga að ræða; misréttið er jafnt fyrir því. Sigurður Jón Ólafsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB ANDALAGSINS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.