Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 33
voru afnumin, síðan konur fengu kosn- ingarétt, og að ekki skuli vera nema mannsaldur síðan svokallaðir sveitar- ómagar - sem gjarn- an var annað nafn yfir öryrkja - fengu kosningarétt. Eins víst er að eftir ein- ungis aldarfjórðung muni börn okkar og barnabörn krefja okkur skýringa á því hvernig á því hafi staðið að allt til loka tuttugustu aldarinnar hafi í reynd verið hér í gildi sérreglur um borgararéttindi öryrkja, aðskilnaðarstefna sem grund- völluð var á fötlun. Þá munum við þurfa að viðurkenna að ekki hafi fyr- irfundist siðmenntuð velmegunarþjóð sem eyddi eins litlu broti þjóðartekna sinna í tryggingabætur til öryrkja. Þá munum við þurfa að viðurkenna að við kærðum okkur kollótt um þá með- ferð sem fatlaðir voru látnir sæta, meðferð sem átti ekki sinn líka meðal nágrannaþj óðanna. Siðferðisbrestur ráðamanna Sú öld sem nú er senn á enda var í upphafi öld sjálfstæðisbaráttu. Síðar tóku við verkalýðsbarátta og loks kvenfrelsisbarátta. Þótt enn rnegi bæta um betur á öllum þessum sviðum blasir við að mannréttindi öryrkja verða eitt stærsta málefnið sem stjóm- málamenn næstu ára þurfa að takast á við, kynna sér og taka afstöðu til. Þá mun til þess verða tekið hverjir það verða sem fyrstir ganga fram fyrir skjöldu og þegar upp verður staðið munu sagnfræðingar halda því til haga hvað hver og einn gerði og hvað hann lét ógert. Öryrkjabandalag Islands hefur vakið athygli á því að á síðustu 5 árum hafa örorkulífeyrir og tekjutrygging einungis hækkað um þriðjung þess sem lágmarkslaun hafa hækkað á sama tíma. Öryrkjabandalagið hefur einnig vakið athygli á því að ekkert nágrannaríkja okkar ver eins litlu broti þjóðartekna sinna til öryrkja og um- hugsunarvert hvort ekki sé löngu orðið tímabært að bandalagið kynni þessa þjóðarsmán fyrir helstu sam- starfsríkjum okkar á vettvangi Norð- urlandanna og Evrópu, kynni þetta a.m.k. fyrir þeim erlendu gestum og blaðamönnum sem hingað koma. Biskup íslands og landlæknir hafa hvor á sinn hátt gengið fram fyrir skjöldu til að vekja athygli á þeim siðferðisbresti sem endurspeglast í bótaupphæðum almannatrygginga. Landlæknir hefur að auki fært rök fyrir því að sú fátækt sem stjómvöld ákvarða öryrkjum auki á veikleika og veki upp nýja sjúkdóma sem kosta samfélagið veruleg fjárútlát, sé með öðrum orðum alvarlegt heilbrigðis- vandamál. En rannsóknir hafa sýnt að þegar fjárhagsvandræði bætast við langvarandi veikindi og fötlun leiðir það gjaman til mikillar andlegrar van- líðunar, þunglyndis, félagslegrar ein- angrunar og einmanaleika. A hinn bóginn má benda á að með hækkun örorkubóta um nokkra tugi þúsunda rnyndi ríkissjóður fá rúman helming til baka í einu eða öðru formi, og eru þá ótalin ýmis óbein útgjöld sem slík ráðstöfun myndi spara þjóðfélaginu. Gjá milli þings og þjóðar Það gleymist gjarnan að með hin- um lágu bótaupphæðum er ekki aðeins verið að lítilsvirða öryrkjann, heldur einnig böm hans. Þeim gengur misvel að skilja að fátæktin sem þeim er gert að búa við á rætur að rekja til fötlunar móður eða föður, hvað þá að þau geti skilið þann hug sem býr að baki hinum lágu bótum - hugsunarhátt þeirra manna sem gera börnum ókleift að taka þátt í félags- og tómstunda- starfi með jafnöldrum sínum, fara með þeim í ferðalög, læra á hljóðfæri, æfa íþróttir o.s.frv. Hvort heldur okkur líkar það betur eða verr verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að fram- ganga íslenskra ráða- manna í málefnum öryrkja endurspeglar ekki aðeins alvarlegan siðferðisbrest, heldur er hún óhagkvæm og skammsýn -sáir fræjum fordóma og grefur undan þeim siðferðisgildum sem við viljum gjarnan trúa að hér hafi verið höfð að leiðar- ljósi í bráðum þúsund ár. Nýlega birti Félagsvísindastofnun Háskólans niðurstöður umfangsmestu könnunar sem gerð hefur verið á við- horfum íslendinga til velferðarmála. Einhver afdráttarlausasta niðurstaða þeirrar könnunar var sú að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar er búinn að fá nóg af því hvernig farið er með öryrkja í þessu ríka landi. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar vill að tryggingabætur öryrkja verði hækk- aðar. Þetta gengur þvert á þá forgangs- röðun sem ráðamenn hafa fylgt og sýnir að hér hefur almenningur orðið fyrri til að átta sig á hve röng og sið- laus stefna stjórnvalda er í málefnum öryrkja. Sú gjá sem þarna er staðfest milli þings og þjóðar sýnir að meðal hins óbreytta almennings er að verða hugarfarsbreyting, að daunillt loft for- dómanna er þar á verulegu undan- haldi. Askorun til Alþingis Um leið og Öryrkjabandalag íslands þakkar þeim fjölmörgu aðil- um, kirkjunnar mönnum, landlækni, fjölmiðlum og almenningi, þann stuðning sem auðfundinn hefur verið á síðustu vikum, skorar bandalagið á Alþingi að aflétta því neyðarástandi sem ríkir í tryggingamálum öryrkja og búa svo um hnúta að bætur dragist aldrei aftur úr þróun launavísitölu. Bandalagið skorar á Alþingi að viðurkenna hina margvíslegu sérstöðu öryrkja með því að hækka grunn- SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.