Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Qupperneq 38
ALNÆMIS S AMTÖKIN Á ÍSLANDI10 ÁRA Alnæmissamtökin á íslandi áttu 10 ára afmæli í desem- ber sl. Það varð ritstjóra til nokkurrar umhugsunar hversu hrað- fleygur fugl tíminn er, því svo skammt þykir honum síðan þeir Arnþór Helgason mættu saman á stofnfund samtakanna og fylgdust þannig grannt með því hversu fyrstu sporin voru tekin, hikandi og óviss máske í fyrstu en fljótt komst þar á festa góð. Eitt gæfuatriða góðra var það hversu þar valdist til forystu ágætt fólk með hana Auði Matthíasdóttur í broddi fylking- ar, enda tókst þessu góða fólki undra- fljótt að ná tryggri fótfestu fyrir félagið og voru þó fordómar hvar- vetna á fleti fyrir. En nóg um það. 28. nóv. sl. héldu samtökin upp á afmælið í Ráðhúsinu í Reykjavík með annars vegar merkri sýningu úr sögu samtakanna og svo einnig með hátíð- legri athöfn og góðu málþingi með glöggum ræðum. Formaður Alnæmissamtakanna, Ingi Rafn Hauksson setti sam- komuna og bauð fólk velkomið. Hann minnti í ávarpi sínu á hinar miklu mannfórnir sem færðar hefðu verið á altari þessa hræðilega sjúk- dóms og minntist þeirra mörgu góðu félaga um leið sem lotið höfðu í lægra haldi. Fulltrúi ráðherra, Ragnheiður Haraldsdóttir, flutti kveðjur ráðherra og minnti á hve mikið hefði áunnist á svo skömmum tíma þó. Miklar framfarir í þekkingu og lækna - sem lyfjavísindum hefðu sagt til sín. Hún minnti á fordómana, hversu erfitt hefði verið að mæta þeim í upphafi. Það hefði í raun þurft óvenjulegt þrek og kjark til að stíga fram á sviðið. En þekkingin væri hvergi nærri einhlít, það hefðu viðhorfskannanir sýnt. Saga samtakanna þó ekki væri löng hin merkasta. Betur þyrfti að lýsa inn í samfélagið og samstilla kraftana betur. Minnti á hina læknis- fræðilegu ávinninga. Nýrri sókn þyrfti að beina að ungu fólki sem væri ekki ljós hin mikla hætta. Oskaði samtökunum hins vegar þess að verkefni þeirra mættu sem minnst verða með tilliti til þeirra ávinninga sem þegar hefðu orðið staðreynd. Auður Matthíasdóttir fyrsti formaður samtakanna flutti svo ávarp. Hún sagði stofnun þessara samtaka hafa verið sér mikið hjartans mál. Þá hefði í raun nær allt verið ógert m.a. alltof lítil fræðsla og síðan hefði starf félagsins allnokkuð farið í stuðning við smitaða til ferðalaga m.a. erlendis, létta þeim þannig erfiða og oft of skamma lífsgöngu. Auður taldi að samtökin þjónuðu í dag hlutverki sínu eins og til hefði verið stofnað. Hún lagði áherslu á upplýsingagjöf sem allra besta til unga fólksins. Lýsti sýninguna opnaða. Þá söng Bryndís Blöndal nokkur lög við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og gladdi geð okkar en Bryndís er félagi í sam- tökunum. Hinu eiginlega málþingi stýrði svo Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni. Fyrstur talaði Ólafur Ólafsson landlæknir og kvað 35 milljónir sýktar í heiminum þar af 95% þeirra í vanþróuðum löndum. Hann sagði að þó enn væru ekki til lyf sem læknuðu, hefði ástandið þó ólíkt dekkra verið um það leyti sem farið var að huga að stofnun samtak- anna. Nærri léti að forspá hefði verið svo skelfileg um útbreiðslu og áhrif að meginþorri Islendinga hefði átt að vera dauður um aldamót. Fyrst og fremst þyrfti að koma fræðslu að til hinna fáfróðu, til hinna illa settu, en þar væri ólæsið í vegi sem hefti virka fræðslu í vanþróuðum ríkjum. í Bandaríkjunum er um að ræða næga þekkingu, en þar er glannalegur lífs- stíll hinn dökki blettur. Samhjálp og veitt aðstoð skiptir mestu. Mikilvæg fræðsla í skólum, en þyrfti einnig að ná til vinnustaða. Hann lagði megináherslu á það að löggjöfin yrði að samhjálp sniðin og ríkið fjármagnaði heilbrigðisþjón- ustuna. En umfram allt þyrfti að halda baráttunni áfram. Eyrún Jónsdóttir form. Félags framhaldsskólanema flutti ávarp um viðhorf ungs fólks til alnæmis. Hún kvað miklu meiri áherslu hafa verið lagða á fræðslu í skólum og félags- miðstöðvum á árunum '94- "96 en nú, nú væri nær engin umræða hér að lútandi og viðhorfið “þetta kemur ekki fyrir mig” alltof mikils ráðandi. Sigurlaug Hauksdóttir félagsráð- gjafi talaði næst um unglinga og alnæmi. Helmingur þess fólks sem smitast í heiminum í dag eru ungling- ar, líka sama hlutfall hér á landi. Hún 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.